Lífið

Flug­menn keyptu ein­býli Rikka Daða á undir­verði

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið er á fallegum stað við Sunnuveg.
Húsið er á fallegum stað við Sunnuveg.

RD 11, félag í eigu Ríkharðs Daðasonar fjárfestis, seldi nýverið glæsilegt einbýlishús við Sunnuveg í Reykjavík þrettán milljónum undir ásettu verði. 

Um er að ræða 283 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 1971. Samtals eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi. Ríkharður og Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, settu eignina fyrst á sölu í desember 2022.

Húsið var auglýst til sölu í júní og var ásett verð 272 milljónir.

Félagið festi kaup á eigninni í apríl í fyrra á 270 milljónir, sem þá var í eigu Ríkharðs og Eddu. 

Kaupendur hússins eru flugmennirnir Gyða Bergs og Steingrímur Aðalsteinsson. Greiddu þau 259 milljónir fyrir eignina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.