Ritaði ítarlega grein um Gylfa Þór: „Íslenska þjóðin í hans horni“ Aron Guðmundsson skrifar 9. september 2024 10:54 Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðið og á vef The Athletic í morgun birtist ítarleg grein um hann. Vísir/Samsett mynd Á vef breska miðilsins The Athletic í morgun birtist ítarleg grein um íslenska landsliðsmanninn í fótbolta, Gylfa Þór Sigurðsson leikmann Vals. Í greininni er farið yfir undanfarin tvö ár í lífi leikmannsins og reynt að fá betri mynd af þeirri ákvörðun hans að snúa aftur heim til Íslands og halda áfram með ferilinn hér heima. Gylfi Þór er vel þekktur á Bretlandseyjum eftir tíma sinn þar sem atvinnumaður með liðum á borð við Tottenham, Everton, Reading og Swansea City þar sem að hann gerði góða hluti. En mál utan vallar setti strik í reikninginn á veru hans þar en sumarið 2021 var Gylfi Þór handtekinn, grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi. Rannsókn málsins stóð yfir í 637 daga áður en það var svo greint frá því í apríl í fyrra að Gylfi Þór yrði ekki ákærður vegna málsins. Í grein The Athletic sem birtist í morgun og er rituð af blaðamanninum Daniel Taylor, er meðal annars rætt við menn á borð við Åge Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, Viðar Halldórsson, formann FH og Börk Edvardsson formann knattspyrnudeildar Vals. Eftir að ljóst varð að Gylfi Þór yrði ekki ákærður fór hann í það að koma knattspyrnuferlinum aftur af stað. Hann samdi við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby og lék þar undir stjórn Freys Alexanderssonar um stutta hríð áður en að leið hans lá svo heim til Íslands þar sem að Gylfi samdi við og leikur nú með liði Vals. Hvar fengi hann betri móttökur? Daniel Taylor, gerði sér ferð hingað til lands á dögunum í kringum landsleik Íslands og Svartfjallalands í Þjóðadeild UEFA og í viðtali við Guðmund Aðalstein Ásgeirsson, blaðamann Fótbolti.net, sagði hann enn mikinn áhuga á sögu Gylfa Þórs á Bretlandseyjum Eftir veru sína hér á landi skrifar Daniel að góðar ástæður séu fyrir því af hverju Gylfi Þór, sem varð 35 ára um nýliðna helgi, ákvað að halda aftur til Reykjavíkur. „Til nyrstu höfuðborgar í heimi, eftir að hafa síðast leikið fyrir Everton árið 2021, ári áður en samningur hans við félagið rann sitt skeið. Fjarvera sem hefur aldrei að fullu verið útskýrð. Hvar annars staðar myndi hann til dæmis fá eins góðar móttökur?“ skrifar Daniel um heimkomu Gylfa. Gylfi Þór í leik með Val í sumar.Vísir/Diego Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, lýsir skiljanlega happi yfir því að Gylfi Þór hafi endað hjá félaginu þrátt fyrir möguleikar Valsmanna á að standa uppi sem Íslandsmeistarar á yfirstandandi tímabili séu úr sögunni „Þessi félagsskipti áttu bara að eiga sér stað,“ segir Börkur við The Athletic. „Þetta er auðvitað töluvert öðruvísi umhverfi en hann hefur vanist hjá liðum á borð við Tottenham og Everton en við erum þó að bjóða upp á meira fjölskylduvænna umhverfi. Gylfi hefur fundið jafnvægi í sínu lífi og ég held að hann sé ánægður hér. Ég er viss um að hann gæti enn verið að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann er það góður. En honum líður vel hér, er ánægður hjá val. Hann vill vera hér með fjölskyldu sinni og eiga venjulegt líf.“ Þó svo að Daniel Taylor telji ólíklegt að stytta verði reist af Gylfa Þór fyrir utan Laugardalsvöll, líkt og gert var í tilfelli Alberts Guðmundssonar, fyrsta atvinnnumanni Íslands í fótbolta, segir hann eitt alveg kýrskýrt. „Íslenska þjóðin er tvímælalaust í horni Gylfa Þórs. Og kannski, í hans tilfelli, er það bara nóg.“ Gylfi Þór Sigurðsson er núna staddur með íslenska landsliðinu í Tyrklandi og á liðið krefjandi leik fyrir höndum gegn heimamönnum í Þjóðadeild Evrópu í kvöld. Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta Besta deild karla Valur Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Sjá meira
Gylfi Þór er vel þekktur á Bretlandseyjum eftir tíma sinn þar sem atvinnumaður með liðum á borð við Tottenham, Everton, Reading og Swansea City þar sem að hann gerði góða hluti. En mál utan vallar setti strik í reikninginn á veru hans þar en sumarið 2021 var Gylfi Þór handtekinn, grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi. Rannsókn málsins stóð yfir í 637 daga áður en það var svo greint frá því í apríl í fyrra að Gylfi Þór yrði ekki ákærður vegna málsins. Í grein The Athletic sem birtist í morgun og er rituð af blaðamanninum Daniel Taylor, er meðal annars rætt við menn á borð við Åge Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, Viðar Halldórsson, formann FH og Börk Edvardsson formann knattspyrnudeildar Vals. Eftir að ljóst varð að Gylfi Þór yrði ekki ákærður fór hann í það að koma knattspyrnuferlinum aftur af stað. Hann samdi við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby og lék þar undir stjórn Freys Alexanderssonar um stutta hríð áður en að leið hans lá svo heim til Íslands þar sem að Gylfi samdi við og leikur nú með liði Vals. Hvar fengi hann betri móttökur? Daniel Taylor, gerði sér ferð hingað til lands á dögunum í kringum landsleik Íslands og Svartfjallalands í Þjóðadeild UEFA og í viðtali við Guðmund Aðalstein Ásgeirsson, blaðamann Fótbolti.net, sagði hann enn mikinn áhuga á sögu Gylfa Þórs á Bretlandseyjum Eftir veru sína hér á landi skrifar Daniel að góðar ástæður séu fyrir því af hverju Gylfi Þór, sem varð 35 ára um nýliðna helgi, ákvað að halda aftur til Reykjavíkur. „Til nyrstu höfuðborgar í heimi, eftir að hafa síðast leikið fyrir Everton árið 2021, ári áður en samningur hans við félagið rann sitt skeið. Fjarvera sem hefur aldrei að fullu verið útskýrð. Hvar annars staðar myndi hann til dæmis fá eins góðar móttökur?“ skrifar Daniel um heimkomu Gylfa. Gylfi Þór í leik með Val í sumar.Vísir/Diego Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, lýsir skiljanlega happi yfir því að Gylfi Þór hafi endað hjá félaginu þrátt fyrir möguleikar Valsmanna á að standa uppi sem Íslandsmeistarar á yfirstandandi tímabili séu úr sögunni „Þessi félagsskipti áttu bara að eiga sér stað,“ segir Börkur við The Athletic. „Þetta er auðvitað töluvert öðruvísi umhverfi en hann hefur vanist hjá liðum á borð við Tottenham og Everton en við erum þó að bjóða upp á meira fjölskylduvænna umhverfi. Gylfi hefur fundið jafnvægi í sínu lífi og ég held að hann sé ánægður hér. Ég er viss um að hann gæti enn verið að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann er það góður. En honum líður vel hér, er ánægður hjá val. Hann vill vera hér með fjölskyldu sinni og eiga venjulegt líf.“ Þó svo að Daniel Taylor telji ólíklegt að stytta verði reist af Gylfa Þór fyrir utan Laugardalsvöll, líkt og gert var í tilfelli Alberts Guðmundssonar, fyrsta atvinnnumanni Íslands í fótbolta, segir hann eitt alveg kýrskýrt. „Íslenska þjóðin er tvímælalaust í horni Gylfa Þórs. Og kannski, í hans tilfelli, er það bara nóg.“ Gylfi Þór Sigurðsson er núna staddur með íslenska landsliðinu í Tyrklandi og á liðið krefjandi leik fyrir höndum gegn heimamönnum í Þjóðadeild Evrópu í kvöld. Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta Besta deild karla Valur Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Sjá meira