Grótta hrelldi ÍBV í fyrsta leik en meistararnir fóru á flug Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2024 16:55 Thea Imani Sturludóttir skoraði fimm mörk fyrir Val í dag, í fyrstu umferð Olís-deildarinnar. vísir/Anton Íslandsmeistarar Vals hófu leiktíðina í Olís-deild kvenna í handbolta á stórsigri gegn ÍR, 35-26. Nýliðar Gróttu, sem spáð er neðsta sæti, voru nálægt því að fá stig gegn ÍBV en Eyjakonur unnu 23-21 sigur á Seltjarnarnesinu. Leikurinn á Nesinu var ansi kaflaskiptur en ÍBV var 10-8 yfir í hálfleik. Grótta var svo 16-15 yfir þegar korter var til leiksloka en þá stakk ÍBV af og komst í 22-17. Nýliðarnir gáfust hins vegar ekki upp og höfðu minnkað muninn í eitt mark, 22-21, þegar enn var ein og hálf mínúta eftir. Þá skoraði Sunna Jónsdóttir sitt áttunda mark og innsiglaði sigur Eyjakvenna. Miðað við tölfræðina á vef HB Statz þá var Marta Wawrzykowska hins vegar maður leiksins en hún varði alls 24 skot í marki ÍBV, eða meira en helming skota sem hún fékk á sig. Þar af varði hún tvö af fimm vítum Gróttu, annað á lokamínútunni. Daðey Ásta Hálfdánsdóttir og Karlotta Óskarsdóttir voru markahæstar hjá Gróttu með fimm mörk hvor og Rut Bernódusdóttir skoraði fjögur. Hjá ÍBV var Sunna með átta mörk úr tíu skotum og Birna Berg Haraldsdóttir skoraði sex. ÍR hélt í við meistarana í fyrri hálfleik ÍR skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum gegn Val en meistararnir komust svo yfir í 9-8 og voru 17-14 yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik stakk Valsliðið svo algjörlega af. Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði átta mörk úr jafnmörgum skotum og Elísa Elíasdóttir fimm mörk úr jafnmörgum skotum, fyrir Val, samkvæmt HB Statz. Thea Imani Sturludóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir skoruðu einnig fimm mörk hvor. Hjá ÍR var Sara Dögg Hjaltadóttir markahæst með fimm mörk en Karen Tinna Demian, Hanna Karen Ólafsdóttir og Katrín Tinna Jensdóttir skoruðu fjögur mörk hver. Olís-deild kvenna Grótta ÍR Valur ÍBV Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Sjá meira
Leikurinn á Nesinu var ansi kaflaskiptur en ÍBV var 10-8 yfir í hálfleik. Grótta var svo 16-15 yfir þegar korter var til leiksloka en þá stakk ÍBV af og komst í 22-17. Nýliðarnir gáfust hins vegar ekki upp og höfðu minnkað muninn í eitt mark, 22-21, þegar enn var ein og hálf mínúta eftir. Þá skoraði Sunna Jónsdóttir sitt áttunda mark og innsiglaði sigur Eyjakvenna. Miðað við tölfræðina á vef HB Statz þá var Marta Wawrzykowska hins vegar maður leiksins en hún varði alls 24 skot í marki ÍBV, eða meira en helming skota sem hún fékk á sig. Þar af varði hún tvö af fimm vítum Gróttu, annað á lokamínútunni. Daðey Ásta Hálfdánsdóttir og Karlotta Óskarsdóttir voru markahæstar hjá Gróttu með fimm mörk hvor og Rut Bernódusdóttir skoraði fjögur. Hjá ÍBV var Sunna með átta mörk úr tíu skotum og Birna Berg Haraldsdóttir skoraði sex. ÍR hélt í við meistarana í fyrri hálfleik ÍR skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum gegn Val en meistararnir komust svo yfir í 9-8 og voru 17-14 yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik stakk Valsliðið svo algjörlega af. Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði átta mörk úr jafnmörgum skotum og Elísa Elíasdóttir fimm mörk úr jafnmörgum skotum, fyrir Val, samkvæmt HB Statz. Thea Imani Sturludóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir skoruðu einnig fimm mörk hvor. Hjá ÍR var Sara Dögg Hjaltadóttir markahæst með fimm mörk en Karen Tinna Demian, Hanna Karen Ólafsdóttir og Katrín Tinna Jensdóttir skoruðu fjögur mörk hver.
Olís-deild kvenna Grótta ÍR Valur ÍBV Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Sjá meira