Nýtt fimleikahús óskast á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. september 2024 20:05 Hjónin Tanja Birgisdóttir yfirþjálfari hjá Fimleikadeild UMF.Selfoss og Mads Pind, sem er einnig þjálfari hjá deildinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirþjálfari fimleikadeildarinnar á Selfossi skorar á bæjaryfirvöld í Árborg að byggja nýtt fimleikahús þar sem núverandi hús sé orðið allt of lítið og lélegt fyrir deildina. Níu stelpur úr fimleikunum er á leiðinni til Azerbaijan til að taka þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum. Það er mikill kraftur í starfsemi fimleikadeildarinnar enda önnur stærsta deildin innan Ungmennafélags Selfoss hvað varðar fjölda iðkenda en um fjögur hundruð börn og unglingar æfa fimleika á Selfossi í dag. En hverju þakkar yfirþjálfari deildarinnar þennan áhuga á fimleikum á Selfossi? „Það er svo margt sem spilar inn í, bara fyrst og fremst þjálfararnir, sem við eigum. Við erum ótrúlega heppnin með hópinn okkar og iðkendurnir, sem eru búnir að alast upp hjá okkur í gegnum árin og eru orðnar fyrirmyndir í samfélaginu,” segir Tanja Birgisdóttir. Hvað segir þú, ertu ekki ánægður með þetta? „Jú, mjög ánægður. Ég kem frá Danmörku og flutti hingað og er búin að þjálfa í átta ár hér á Selfossi,” segir Mads Pind, fimleikaþjálfari en hann er líka eiginmaður Tönju. Það stendur mikið til hjá fimleikadeildinni því níu landsliðstelpur eru að fara að taka þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum, sem fer fram í næsta mánuði í Azerbaijan. En hvernig leggst mótið í stelpurnar? „Mjög vel, já bara mjög vel, við erum mjög spenntar,” segja þær Elsa Karen, Birta Sif og Katrín Drífa, landsliðskonur Selfyssinga í fimleikum. Frá vinstri, Elsa Karen, Birta Sif og Katrín Drífa, þrjár af landsliðskonum Selfyssinga í fimleikum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Tanja um aðstöðu fimleikadeildarinnar á Selfossi í íþróttahúsinu Baulu? „Hún er ekki góð, hún er langt frá því að vera góð. Hún var í rauninni sprungin áður en við hófum starfið. Við fengum þennan sal 2008 ef ég man rétt og hann var þá sprungin. Við getum ekki haldið keppnir hérna, sem þýðir að þegar við höldum mót þá þurfum við að færa okkur í annað húsnæði og það eru oft mikið tjón á áhöldunum, sem eru dýr.” Þannig að þú biðlar til bæjarstjórnar um nýtt hús? „Já, ég geri það hér með.” Um 400 iðkendur æfa fimleika á Selfossi undir stjórn nokkurra þjálfara.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fimleikar Íþróttir barna Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Hraunrásin óheppileg en vonar að garðarnir haldi Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Það er mikill kraftur í starfsemi fimleikadeildarinnar enda önnur stærsta deildin innan Ungmennafélags Selfoss hvað varðar fjölda iðkenda en um fjögur hundruð börn og unglingar æfa fimleika á Selfossi í dag. En hverju þakkar yfirþjálfari deildarinnar þennan áhuga á fimleikum á Selfossi? „Það er svo margt sem spilar inn í, bara fyrst og fremst þjálfararnir, sem við eigum. Við erum ótrúlega heppnin með hópinn okkar og iðkendurnir, sem eru búnir að alast upp hjá okkur í gegnum árin og eru orðnar fyrirmyndir í samfélaginu,” segir Tanja Birgisdóttir. Hvað segir þú, ertu ekki ánægður með þetta? „Jú, mjög ánægður. Ég kem frá Danmörku og flutti hingað og er búin að þjálfa í átta ár hér á Selfossi,” segir Mads Pind, fimleikaþjálfari en hann er líka eiginmaður Tönju. Það stendur mikið til hjá fimleikadeildinni því níu landsliðstelpur eru að fara að taka þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum, sem fer fram í næsta mánuði í Azerbaijan. En hvernig leggst mótið í stelpurnar? „Mjög vel, já bara mjög vel, við erum mjög spenntar,” segja þær Elsa Karen, Birta Sif og Katrín Drífa, landsliðskonur Selfyssinga í fimleikum. Frá vinstri, Elsa Karen, Birta Sif og Katrín Drífa, þrjár af landsliðskonum Selfyssinga í fimleikum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Tanja um aðstöðu fimleikadeildarinnar á Selfossi í íþróttahúsinu Baulu? „Hún er ekki góð, hún er langt frá því að vera góð. Hún var í rauninni sprungin áður en við hófum starfið. Við fengum þennan sal 2008 ef ég man rétt og hann var þá sprungin. Við getum ekki haldið keppnir hérna, sem þýðir að þegar við höldum mót þá þurfum við að færa okkur í annað húsnæði og það eru oft mikið tjón á áhöldunum, sem eru dýr.” Þannig að þú biðlar til bæjarstjórnar um nýtt hús? „Já, ég geri það hér með.” Um 400 iðkendur æfa fimleika á Selfossi undir stjórn nokkurra þjálfara.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fimleikar Íþróttir barna Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Hraunrásin óheppileg en vonar að garðarnir haldi Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira