Gnitaheiði gata ársins í Kópavogi Lovísa Arnardóttir skrifar 6. september 2024 11:19 Íbúar í Gnitaheiði ásamt Orra Hlöðverssyni, formanni bæjarráðs, Bergi Þorra Benjamínssonar, formanni umhverfis- og skipulagsnefndar, Guðjóni Inga Guðmundssyni og Indriða Stefánssyni nefndarmönnum. Mynd/Kópavogsbær Gnitaheiði er gata ársins 2024 í Kópavogi . Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Í umsögn bæjarins segir að Gnitaheiði einkennist af snyrtilegum og vel hirtum lóðum. „Það er greinilegt að íbúar götunnar huga vel að umhverfi sínu og eru öðrum íbúum Kópavogs hvatning og fyrirmynd,“ segir í tilkynningu frá bænum. Aðrar götur í Kópavogi sem hafa verið valdar götur ársins eru Fellasmári, Álalind, Blikahjalli, Heimalind og Lundur. Gnitaheiði samanstendur af fjórum sérbýlum og raðhúsi sem voru byggð rétt fyrir aldamót en Gnitaheiði 4 til 6 bættist við árið 2016. Í botni Gnitaheiðar er efsti hluta Himnastigans sem liggur niður í Kópavogsdal. Ef farið er út af stiganum til vesturs neðan við Gnitaheiði 8-14 má finna falda gönguleið með margbreytilegum gróðri sem er sannkallaður ævintýrastaður. Í tilkynningu kemur fram að íbúar hafi komið saman í vikunni í tilefni af tilnefningunni. Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi ávarpaði íbúa og afhjúpaði viðurkenningarskilti sem sett hefur verið upp í götunni. Þá var gróðursettur skrautreynir en venjan er sú að gróðursett er tré í götu ársins. Gnitaheiði liggur niður af Digranesheiði er í Digraneshlíð, hverfi sem var skipulagt á níunda áratug síðustu aldar. Hverfið hefur þá sérstöðu að vera í miklu brattlendi og er afar víðsýnt til suðurs. Áður en uppbygging þess hófst var nokkuð um stórgrýti á landinu en holtagróður ríkjandi með föngulegum trjám og runnum af ýmsum tegundum. Eitt af markmiðum skipulags Digraneshlíðar var að varðveita gróður og fella byggðina að umhverfinu sem gerir götumynd Gnitaheiði mjög skemmtilega. Kópavogur Umhverfismál Skipulag Tengdar fréttir Heimalind gata ársins í Kópavogi Bæjarstjórn Kópavogsbæjar hefur valið Heimalind í Kópavogi sem götu ársins. 22. ágúst 2019 20:01 Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira
„Það er greinilegt að íbúar götunnar huga vel að umhverfi sínu og eru öðrum íbúum Kópavogs hvatning og fyrirmynd,“ segir í tilkynningu frá bænum. Aðrar götur í Kópavogi sem hafa verið valdar götur ársins eru Fellasmári, Álalind, Blikahjalli, Heimalind og Lundur. Gnitaheiði samanstendur af fjórum sérbýlum og raðhúsi sem voru byggð rétt fyrir aldamót en Gnitaheiði 4 til 6 bættist við árið 2016. Í botni Gnitaheiðar er efsti hluta Himnastigans sem liggur niður í Kópavogsdal. Ef farið er út af stiganum til vesturs neðan við Gnitaheiði 8-14 má finna falda gönguleið með margbreytilegum gróðri sem er sannkallaður ævintýrastaður. Í tilkynningu kemur fram að íbúar hafi komið saman í vikunni í tilefni af tilnefningunni. Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi ávarpaði íbúa og afhjúpaði viðurkenningarskilti sem sett hefur verið upp í götunni. Þá var gróðursettur skrautreynir en venjan er sú að gróðursett er tré í götu ársins. Gnitaheiði liggur niður af Digranesheiði er í Digraneshlíð, hverfi sem var skipulagt á níunda áratug síðustu aldar. Hverfið hefur þá sérstöðu að vera í miklu brattlendi og er afar víðsýnt til suðurs. Áður en uppbygging þess hófst var nokkuð um stórgrýti á landinu en holtagróður ríkjandi með föngulegum trjám og runnum af ýmsum tegundum. Eitt af markmiðum skipulags Digraneshlíðar var að varðveita gróður og fella byggðina að umhverfinu sem gerir götumynd Gnitaheiði mjög skemmtilega.
Kópavogur Umhverfismál Skipulag Tengdar fréttir Heimalind gata ársins í Kópavogi Bæjarstjórn Kópavogsbæjar hefur valið Heimalind í Kópavogi sem götu ársins. 22. ágúst 2019 20:01 Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira
Heimalind gata ársins í Kópavogi Bæjarstjórn Kópavogsbæjar hefur valið Heimalind í Kópavogi sem götu ársins. 22. ágúst 2019 20:01