Gnitaheiði gata ársins í Kópavogi Lovísa Arnardóttir skrifar 6. september 2024 11:19 Íbúar í Gnitaheiði ásamt Orra Hlöðverssyni, formanni bæjarráðs, Bergi Þorra Benjamínssonar, formanni umhverfis- og skipulagsnefndar, Guðjóni Inga Guðmundssyni og Indriða Stefánssyni nefndarmönnum. Mynd/Kópavogsbær Gnitaheiði er gata ársins 2024 í Kópavogi . Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Í umsögn bæjarins segir að Gnitaheiði einkennist af snyrtilegum og vel hirtum lóðum. „Það er greinilegt að íbúar götunnar huga vel að umhverfi sínu og eru öðrum íbúum Kópavogs hvatning og fyrirmynd,“ segir í tilkynningu frá bænum. Aðrar götur í Kópavogi sem hafa verið valdar götur ársins eru Fellasmári, Álalind, Blikahjalli, Heimalind og Lundur. Gnitaheiði samanstendur af fjórum sérbýlum og raðhúsi sem voru byggð rétt fyrir aldamót en Gnitaheiði 4 til 6 bættist við árið 2016. Í botni Gnitaheiðar er efsti hluta Himnastigans sem liggur niður í Kópavogsdal. Ef farið er út af stiganum til vesturs neðan við Gnitaheiði 8-14 má finna falda gönguleið með margbreytilegum gróðri sem er sannkallaður ævintýrastaður. Í tilkynningu kemur fram að íbúar hafi komið saman í vikunni í tilefni af tilnefningunni. Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi ávarpaði íbúa og afhjúpaði viðurkenningarskilti sem sett hefur verið upp í götunni. Þá var gróðursettur skrautreynir en venjan er sú að gróðursett er tré í götu ársins. Gnitaheiði liggur niður af Digranesheiði er í Digraneshlíð, hverfi sem var skipulagt á níunda áratug síðustu aldar. Hverfið hefur þá sérstöðu að vera í miklu brattlendi og er afar víðsýnt til suðurs. Áður en uppbygging þess hófst var nokkuð um stórgrýti á landinu en holtagróður ríkjandi með föngulegum trjám og runnum af ýmsum tegundum. Eitt af markmiðum skipulags Digraneshlíðar var að varðveita gróður og fella byggðina að umhverfinu sem gerir götumynd Gnitaheiði mjög skemmtilega. Kópavogur Umhverfismál Skipulag Tengdar fréttir Heimalind gata ársins í Kópavogi Bæjarstjórn Kópavogsbæjar hefur valið Heimalind í Kópavogi sem götu ársins. 22. ágúst 2019 20:01 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Það er greinilegt að íbúar götunnar huga vel að umhverfi sínu og eru öðrum íbúum Kópavogs hvatning og fyrirmynd,“ segir í tilkynningu frá bænum. Aðrar götur í Kópavogi sem hafa verið valdar götur ársins eru Fellasmári, Álalind, Blikahjalli, Heimalind og Lundur. Gnitaheiði samanstendur af fjórum sérbýlum og raðhúsi sem voru byggð rétt fyrir aldamót en Gnitaheiði 4 til 6 bættist við árið 2016. Í botni Gnitaheiðar er efsti hluta Himnastigans sem liggur niður í Kópavogsdal. Ef farið er út af stiganum til vesturs neðan við Gnitaheiði 8-14 má finna falda gönguleið með margbreytilegum gróðri sem er sannkallaður ævintýrastaður. Í tilkynningu kemur fram að íbúar hafi komið saman í vikunni í tilefni af tilnefningunni. Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi ávarpaði íbúa og afhjúpaði viðurkenningarskilti sem sett hefur verið upp í götunni. Þá var gróðursettur skrautreynir en venjan er sú að gróðursett er tré í götu ársins. Gnitaheiði liggur niður af Digranesheiði er í Digraneshlíð, hverfi sem var skipulagt á níunda áratug síðustu aldar. Hverfið hefur þá sérstöðu að vera í miklu brattlendi og er afar víðsýnt til suðurs. Áður en uppbygging þess hófst var nokkuð um stórgrýti á landinu en holtagróður ríkjandi með föngulegum trjám og runnum af ýmsum tegundum. Eitt af markmiðum skipulags Digraneshlíðar var að varðveita gróður og fella byggðina að umhverfinu sem gerir götumynd Gnitaheiði mjög skemmtilega.
Kópavogur Umhverfismál Skipulag Tengdar fréttir Heimalind gata ársins í Kópavogi Bæjarstjórn Kópavogsbæjar hefur valið Heimalind í Kópavogi sem götu ársins. 22. ágúst 2019 20:01 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Heimalind gata ársins í Kópavogi Bæjarstjórn Kópavogsbæjar hefur valið Heimalind í Kópavogi sem götu ársins. 22. ágúst 2019 20:01