Erlent

Gaf syni sínum byssu þrátt fyrir hótanir um skot­á­rás

Árni Sæberg skrifar
Heimili Gray feðga. Yfirvöld fara fram á að drengnum verði gerð refsing eins og ef hann væri fullorðinn.
Heimili Gray feðga. Yfirvöld fara fram á að drengnum verði gerð refsing eins og ef hann væri fullorðinn. AP/Brynn Anderson

Faðir Colt Gray, fjórtán ára piltsins sem grunaður er um að hafa myrt fjóra í framhaldsskóla í Georgíu í Bandaríkjunum, hefur verið handtekinn og á yfir höfði sér ákæru.

Colin Gray, 54 ára, verður ákærður fyrir fjögur manndráp af gáleysi, tvö manndráp og ofbeldi gegn átta börnum, en níu særðust í árásinni til viðbótar við þá sem létust, átta börn og einn fullorðinn.

Chris Hosey, yfirmaður ríkislögreglunnar í Georgíu, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að ákæran á hendur Gray tengdist gjörðum sonar hans með beinum hætti og því að hann hafi leyft syni sínum að eiga skotvopn.

Meðal þess sem lögregla rannsaki sé hvort Gray hafi gefið syni sínum árasarriffilinn sem hann notaði við árásina að gjöf, þrátt fyrir að rætt hafi verið við drenginn og föður hans í tengslum við hótanir um skólaárás.

Faðrinn sagði í samtali við lögreglu á þeim tíma að byssur væru á heimilinu en að drengurinn hefði ekki aðgengi að þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×