Heimi var sagt að leyna því að hann væri tannlæknir Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 12:01 Heimir Hallgrímsson laufléttur á æfingu írska landsliðsins, og tekur í spaðann á fótboltalýsandanum Tony O'Donoghue. Getty/Stephen McCarthy Eftir tvo daga stýrir Heimir Hallgrímsson landsliði Írlands í sínum fyrsta leik, þegar það mætir Englandi á heimavelli í Þjóðadeildinni. The Sun fjallar um Heimi í dag og gerir mikið úr því að hann sé einnig tannlæknir. Óteljandi greinar voru skrifaðar í kringum Evrópumótið 2016 varðandi tannlæknastarf Heimis, sem þá stýrði ásamt Lars Lagerbäck Íslandi til sigurs á Englandi í 16-liða úrslitum. Nú ætlar hann að endurtaka leikinn sem þjálfari Írlands, eftir að hafa verið ráðinn í starfið í sumar. Í grein The Sun segir Heimir að sér hafi á sínum tíma verið sagt að halda því leyndu að hann væri tannlæknir en ekki aðeins fótboltaþjálfari. „Þegar ég var að ná mér í þjálfaragráðuna í Englandi þá var sagt við mann: „Ekki segja neinum að þú sért tannlæknir!“ En ég held að menntun geti aldrei skaðað mann. Ég er stoltur af því að vera tannlæknir,“ segir Heimir sem eftir ævintýrið með íslenska landsliðinu hefur einnig þjálfað Al Arabi og landslið Jamaíku. Rifjað upp þegar Heimir kom Rut til bjargar Grein The Sun er uppfull af orðagríni tengdu tönnum og tannlækningum, og þar er einnig rifjað upp þegar Heimir brást skjótt við á Hásteinsvelli, skömmu eftir EM 2016, þegar Fylkiskonan Rut Kristjánsdóttir missti tönn í miðjum leik. Þjálfarastarfið hefur auðvitað verið aðalstarf Heimis í mörg ár en hann segir: „Það að vinna sem tannlæknir hefur hjálpað mér mikið, því maður er stöðugt að vinna með einstaklinga. Sumir eru hræddir við tannlækna, svo maður þarf að finna réttu leiðina til að tala við hvern og einn. Maður gæti þurft að róa einn, vera skemmtilegur við annan og alvarlegur við þann þriðja. En maður verður að vera fljótur að aðlagast. Sama má segja um samskipti við fótboltamenn,“ segir Heimir. I was a DENTIST before becoming football manager - I've already humiliated England once, now I'm plotting to do it again https://t.co/D11LYbMY4I— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) September 5, 2024 England líka með nýjan þjálfara Heimir var ráðinn landsliðsþjálfari Írlands 231 degi eftir að Stephen Kenny hætti sem þjálfari liðsins. Í millitíðinni stýrði John O‘Shea liðinu í nokkrum leikjum, og sótti Heimir það fast að fá O‘Shea sem aðstoðarþjálfara, sem gekk eftir. Englendingar mæta til leiks á laugardaginn í fyrsta leik sínum eftir úrslitaleik EM, og eftir að Gareth Southgate hætti með liðið. Þeir spila undir stjórn Lee Carsley sem var ráðinn tímabundið á meðan að leit stendur yfir að varanlegum arftaka. Heimir segir margt líkt með Írum og Englendingum: „Karakterinn er mjög svipaður. Venjulega þurfa menn bara 1-2 drykki áður en þeir byrja að syngja. Írarnir leggja hart að sér og eru stoltir, stoltir af sinni arfleifð og því sem þeir eru. Það er alltaf hægt að byggja á því þegar menn leggja hart að sér og eru stoltir.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Tengdar fréttir Heimir vill finna óþokka Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. 22. ágúst 2024 13:31 Leist strax vel á Heimi og vill læra af honum John O‘Shea, fyrrverandi leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, talaði fallega um Heimi Hallgrímsson á blaðamannafundi í gær þegar þeir tilkynntu fyrsta írska landsliðshóp Heimis. Hann er sáttur við sitt hlutverk sem aðstoðarþjálfari eftir að hafa stýrt Írlandi tímabundið á undan Heimi. 30. ágúst 2024 10:33 Fyrsti hópur Heimis í dramatísku myndbandi: „Forn rígur endurvakinn“ Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. 29. ágúst 2024 11:49 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sjá meira
Óteljandi greinar voru skrifaðar í kringum Evrópumótið 2016 varðandi tannlæknastarf Heimis, sem þá stýrði ásamt Lars Lagerbäck Íslandi til sigurs á Englandi í 16-liða úrslitum. Nú ætlar hann að endurtaka leikinn sem þjálfari Írlands, eftir að hafa verið ráðinn í starfið í sumar. Í grein The Sun segir Heimir að sér hafi á sínum tíma verið sagt að halda því leyndu að hann væri tannlæknir en ekki aðeins fótboltaþjálfari. „Þegar ég var að ná mér í þjálfaragráðuna í Englandi þá var sagt við mann: „Ekki segja neinum að þú sért tannlæknir!“ En ég held að menntun geti aldrei skaðað mann. Ég er stoltur af því að vera tannlæknir,“ segir Heimir sem eftir ævintýrið með íslenska landsliðinu hefur einnig þjálfað Al Arabi og landslið Jamaíku. Rifjað upp þegar Heimir kom Rut til bjargar Grein The Sun er uppfull af orðagríni tengdu tönnum og tannlækningum, og þar er einnig rifjað upp þegar Heimir brást skjótt við á Hásteinsvelli, skömmu eftir EM 2016, þegar Fylkiskonan Rut Kristjánsdóttir missti tönn í miðjum leik. Þjálfarastarfið hefur auðvitað verið aðalstarf Heimis í mörg ár en hann segir: „Það að vinna sem tannlæknir hefur hjálpað mér mikið, því maður er stöðugt að vinna með einstaklinga. Sumir eru hræddir við tannlækna, svo maður þarf að finna réttu leiðina til að tala við hvern og einn. Maður gæti þurft að róa einn, vera skemmtilegur við annan og alvarlegur við þann þriðja. En maður verður að vera fljótur að aðlagast. Sama má segja um samskipti við fótboltamenn,“ segir Heimir. I was a DENTIST before becoming football manager - I've already humiliated England once, now I'm plotting to do it again https://t.co/D11LYbMY4I— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) September 5, 2024 England líka með nýjan þjálfara Heimir var ráðinn landsliðsþjálfari Írlands 231 degi eftir að Stephen Kenny hætti sem þjálfari liðsins. Í millitíðinni stýrði John O‘Shea liðinu í nokkrum leikjum, og sótti Heimir það fast að fá O‘Shea sem aðstoðarþjálfara, sem gekk eftir. Englendingar mæta til leiks á laugardaginn í fyrsta leik sínum eftir úrslitaleik EM, og eftir að Gareth Southgate hætti með liðið. Þeir spila undir stjórn Lee Carsley sem var ráðinn tímabundið á meðan að leit stendur yfir að varanlegum arftaka. Heimir segir margt líkt með Írum og Englendingum: „Karakterinn er mjög svipaður. Venjulega þurfa menn bara 1-2 drykki áður en þeir byrja að syngja. Írarnir leggja hart að sér og eru stoltir, stoltir af sinni arfleifð og því sem þeir eru. Það er alltaf hægt að byggja á því þegar menn leggja hart að sér og eru stoltir.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Tengdar fréttir Heimir vill finna óþokka Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. 22. ágúst 2024 13:31 Leist strax vel á Heimi og vill læra af honum John O‘Shea, fyrrverandi leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, talaði fallega um Heimi Hallgrímsson á blaðamannafundi í gær þegar þeir tilkynntu fyrsta írska landsliðshóp Heimis. Hann er sáttur við sitt hlutverk sem aðstoðarþjálfari eftir að hafa stýrt Írlandi tímabundið á undan Heimi. 30. ágúst 2024 10:33 Fyrsti hópur Heimis í dramatísku myndbandi: „Forn rígur endurvakinn“ Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. 29. ágúst 2024 11:49 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sjá meira
Heimir vill finna óþokka Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. 22. ágúst 2024 13:31
Leist strax vel á Heimi og vill læra af honum John O‘Shea, fyrrverandi leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, talaði fallega um Heimi Hallgrímsson á blaðamannafundi í gær þegar þeir tilkynntu fyrsta írska landsliðshóp Heimis. Hann er sáttur við sitt hlutverk sem aðstoðarþjálfari eftir að hafa stýrt Írlandi tímabundið á undan Heimi. 30. ágúst 2024 10:33
Fyrsti hópur Heimis í dramatísku myndbandi: „Forn rígur endurvakinn“ Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. 29. ágúst 2024 11:49