„Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. september 2024 20:25 Elísabet Brekkan telur að gera þurfi mun betur í að kenna innflytjendum íslensku og fyrirtækin þurfi að taka ábyrgð. Kennari með áratugareynslu af íslenskukennslu fyrir útlendinga segir þjóðina hafa sofnað á verðinum hvað varðar að kenna innflytjendum málið. Fyrirtækin í landinu þurfi að taka ábyrgð og Íslendingar þurfi líka að sýna útlendingum áhuga. Innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega miðað við íbúafjölda en á Íslandi meðal allra ríkja OECD. Hlutfall innflytjenda frá Evrópska efnahagssvæðinu er sömuleiðis hvergi hærra en á Íslandi. Sjá einnig: Íslendingar eiga met í fjölgun útlendinga Elísabet Brekkan hefur kennt útlendingum íslensku í rúm 40 ár. Hún ræddi um stöðu íslenskukennslu fyrir innflytjendur við Erlu Björgu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fyrirtækin verði að taka meiri ábyrgð „Þetta hefur breyst alveg rosalega mikið af því það er svo ofboðslega mikið af fólki sem fer beint að vinna. Svo er líka afstaðan til þeirra að þú snýrð þér alltaf bara að útlendingnum og talar ensku við hann þó þetta sé ekki hans heimamál,“ segir Elísabet aðspurð hvaða máli íslenskukennsla skipti fyrir stöðu útlendinga. „Þetta skiptir rosalega miklu máli og fyrirtækin verða sjálf að taka ábyrgð,“ segir Elísabet. „Þetta hefur breyst rosalega mikið frá því að víetnömsku hóparnir komu 1979. Þetta er allt öðruvísi í dag. Þú sérð að það er verið að byggja steinhallir út um allt og það eru allt Pólverjar og Litháar sem eru að vinna þar.“ Alltof lítið samneyti milli Íslendinga og útlendinga Elísabet telur fyrirtækin þurfa að gera meira í að kenna starfsfólki sínu málið. Heldurðu að það sé áhugi hjá þessu fólki á að læra tungumálið? „Það er jafn mismunandi eins og þeir eru margir og við verðum líka að sýna þeim áhuga. Því miður er alltof lítið samneyti. Fyrir svo utan að ég er að kenna krökkum líka og ég fer út í frímínútur og þá eru sauðíslenskir krakkar að tala ensku saman. Hvað er að gerast?“ Er eitthvað sem við þurfum að gera til að gera þetta aðgengilegra? „Mér fyndist til dæmis að fyrirtæki eins og Bónus eða Krónan ættu að fá einhvern til að koma inn í fyrirtækið og segja „Þetta er orðaforðinn sem væri eðlilegt að þeir hefðu.“ Þarf ekki að vera mikið,“ segir hún. Læra þá á vinnutíma? „Á vinnutíma já, byrja þar,“ segir Elísabet og bætir við „Það er óþolandi að fara út á land á Íslandi og panta hamborgara og það er enginn sem skilur þegar þú talar íslensku.“ Hver ber ábyrgðina? „Hver ber ábyrgðina? Nú ætla ég ekki að segja eitthvað eitt nafn. Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum af því þetta gerðist allt svo ofboðslega hratt,“ segir Elísabet. Endurvekja þurfi Sumarskólann „Ég er búin að vera í þessum bransa mjög lengi. Þannig var að Námsflokkar Reykjavíkur, Rauði krossinn og Reykjavíkurborg hélt hér úti alveg stórkostlegri starfsemi sem hét Sumarskólinn. Hann var starfræktur í sextán ár og ég vann þar í fjórtán ár. „Þar var hver einasti útlenski krakki, mömmur og jafnvel ömmur og líka pabbar sem voru ekkert margir, allan daginn í heilan mánuð. Árangurinn var svakalegur því ég fylgdist með mörgum krökkum sem fóru út í skólana sem höfðu fengið þetta start,“ segir Elísabet. „Orðaforðakennslu í fyrirtækin! Það er ekki nóg að kunna að segja Viltu poka,“ segir hún að lokum. Innflytjendamál Íslensk tunga Vinnumarkaður Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Sjá meira
Innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega miðað við íbúafjölda en á Íslandi meðal allra ríkja OECD. Hlutfall innflytjenda frá Evrópska efnahagssvæðinu er sömuleiðis hvergi hærra en á Íslandi. Sjá einnig: Íslendingar eiga met í fjölgun útlendinga Elísabet Brekkan hefur kennt útlendingum íslensku í rúm 40 ár. Hún ræddi um stöðu íslenskukennslu fyrir innflytjendur við Erlu Björgu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fyrirtækin verði að taka meiri ábyrgð „Þetta hefur breyst alveg rosalega mikið af því það er svo ofboðslega mikið af fólki sem fer beint að vinna. Svo er líka afstaðan til þeirra að þú snýrð þér alltaf bara að útlendingnum og talar ensku við hann þó þetta sé ekki hans heimamál,“ segir Elísabet aðspurð hvaða máli íslenskukennsla skipti fyrir stöðu útlendinga. „Þetta skiptir rosalega miklu máli og fyrirtækin verða sjálf að taka ábyrgð,“ segir Elísabet. „Þetta hefur breyst rosalega mikið frá því að víetnömsku hóparnir komu 1979. Þetta er allt öðruvísi í dag. Þú sérð að það er verið að byggja steinhallir út um allt og það eru allt Pólverjar og Litháar sem eru að vinna þar.“ Alltof lítið samneyti milli Íslendinga og útlendinga Elísabet telur fyrirtækin þurfa að gera meira í að kenna starfsfólki sínu málið. Heldurðu að það sé áhugi hjá þessu fólki á að læra tungumálið? „Það er jafn mismunandi eins og þeir eru margir og við verðum líka að sýna þeim áhuga. Því miður er alltof lítið samneyti. Fyrir svo utan að ég er að kenna krökkum líka og ég fer út í frímínútur og þá eru sauðíslenskir krakkar að tala ensku saman. Hvað er að gerast?“ Er eitthvað sem við þurfum að gera til að gera þetta aðgengilegra? „Mér fyndist til dæmis að fyrirtæki eins og Bónus eða Krónan ættu að fá einhvern til að koma inn í fyrirtækið og segja „Þetta er orðaforðinn sem væri eðlilegt að þeir hefðu.“ Þarf ekki að vera mikið,“ segir hún. Læra þá á vinnutíma? „Á vinnutíma já, byrja þar,“ segir Elísabet og bætir við „Það er óþolandi að fara út á land á Íslandi og panta hamborgara og það er enginn sem skilur þegar þú talar íslensku.“ Hver ber ábyrgðina? „Hver ber ábyrgðina? Nú ætla ég ekki að segja eitthvað eitt nafn. Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum af því þetta gerðist allt svo ofboðslega hratt,“ segir Elísabet. Endurvekja þurfi Sumarskólann „Ég er búin að vera í þessum bransa mjög lengi. Þannig var að Námsflokkar Reykjavíkur, Rauði krossinn og Reykjavíkurborg hélt hér úti alveg stórkostlegri starfsemi sem hét Sumarskólinn. Hann var starfræktur í sextán ár og ég vann þar í fjórtán ár. „Þar var hver einasti útlenski krakki, mömmur og jafnvel ömmur og líka pabbar sem voru ekkert margir, allan daginn í heilan mánuð. Árangurinn var svakalegur því ég fylgdist með mörgum krökkum sem fóru út í skólana sem höfðu fengið þetta start,“ segir Elísabet. „Orðaforðakennslu í fyrirtækin! Það er ekki nóg að kunna að segja Viltu poka,“ segir hún að lokum.
Innflytjendamál Íslensk tunga Vinnumarkaður Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Sjá meira