Samfélagið í sjokki en lífið gengur samt sinn vanagang Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2024 20:01 Jökull Veigarsson hefur síðustu daga verið í Lviv í Úkraínu við sjálfboðastörf ásamt eiginkonu sinni, Heather Burson. Móðir og dætur hennar þrjár eru á meðal sjö sem létust í loftárás Rússa á borgina Lviv í vestanverðri Úkraínu. Íslendingur í borginni, sem var í miklu návígi við mestu sprengingarnar, segir lífið hafa gengið sinn vanagang í dag, þrátt fyrir að samfélagið sé í sjokki. Lviv er í vestanverðri Úkraínu, rétt við landamæri Póllands. og hefur að miklu leyti sloppið við stríðsátökin síðustu misseri. Snemma í morgun gerðu Rússar árás á borgina, með þeim afleiðingum að móðir og þrjár dætur hennar létust. Fjölskyldufaðirinn komst einn lífs af. Á meðal annarra látinna voru ungabarn og stúlka, að sögn yfirvalda á svæðinu. Tugir særðust að auki. Jökull Veigarsson íslenskur sjálfboðaliði í Lviv leitaði skjóls í sprengjuskýli í nótt þegar viðvörunarflautur fóru í gang. „Þegar við vorum búin að vera þarna í um einn og hálfan, tvo tíma, þá fór virkilega að hitna í kolunum. Þú fylgist í raun með stríðinu í símanum þínum. Þetta er algjör geðveiki. Þetta lenti einum og hálfum kílómetra frá okkur og við fundum bara allt hristast.“ Jökull segir að hann og Heather eiginkona hans hafi ekki upplifað sig í beinni hættu en þeim hafi vissulega runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar fregnir bárust af því að Rússar hefðu skotið ofurhljóðfráum flugskeytum, oft kölluð Dagger. „Þegar þú sérð að Dagger er að lenda á borginni þinni, þá ertu alveg hræddur. Það er ekkert djók sko,“ segir Jökull. Hjónin eru til skamms tíma sjálfboðaliðar í eldhúsi, sem starfrækt er af eldri, úkraínskum konum í Lviv. Þar eru útbúnar máltíðir sem sendar eru til hermanna á víglínunni. „Samfélagið er í sjokki en við mættum samt öll niður í eldhús í morgun að skræla gulrætur þannig að það stoppar okkur ekki neitt hér,“ segir Jökull. Hann bendir á að hægt sé að leggja sjálfboðaliðum eldhússins lið hér. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði af sér í dag og bættist þar með í hóp annarra ráðherra sem gert höfðu slíkt hið sama síðustu daga. Um er að ræða umfangsmestu uppstokkun innan ríkisstjórnar Vólódímírs Selenskís frá því innrás Rússa hófst. Með þessu er Selenskí sagður vilja stokka spilin upp á nýtt fyrir átök vetrarins, sem verði hörð. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Að minnsta kosti sjö létu lífið, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar gerðu loftárás á borgina Lviv í Úkraínu í nótt. Lviv er í vesturhluta landsins, nálægt landamærunum að Póllandi, og hefur að miklu leyti sloppið við átökin undanfarin misseri. 4. september 2024 07:05 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Lviv er í vestanverðri Úkraínu, rétt við landamæri Póllands. og hefur að miklu leyti sloppið við stríðsátökin síðustu misseri. Snemma í morgun gerðu Rússar árás á borgina, með þeim afleiðingum að móðir og þrjár dætur hennar létust. Fjölskyldufaðirinn komst einn lífs af. Á meðal annarra látinna voru ungabarn og stúlka, að sögn yfirvalda á svæðinu. Tugir særðust að auki. Jökull Veigarsson íslenskur sjálfboðaliði í Lviv leitaði skjóls í sprengjuskýli í nótt þegar viðvörunarflautur fóru í gang. „Þegar við vorum búin að vera þarna í um einn og hálfan, tvo tíma, þá fór virkilega að hitna í kolunum. Þú fylgist í raun með stríðinu í símanum þínum. Þetta er algjör geðveiki. Þetta lenti einum og hálfum kílómetra frá okkur og við fundum bara allt hristast.“ Jökull segir að hann og Heather eiginkona hans hafi ekki upplifað sig í beinni hættu en þeim hafi vissulega runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar fregnir bárust af því að Rússar hefðu skotið ofurhljóðfráum flugskeytum, oft kölluð Dagger. „Þegar þú sérð að Dagger er að lenda á borginni þinni, þá ertu alveg hræddur. Það er ekkert djók sko,“ segir Jökull. Hjónin eru til skamms tíma sjálfboðaliðar í eldhúsi, sem starfrækt er af eldri, úkraínskum konum í Lviv. Þar eru útbúnar máltíðir sem sendar eru til hermanna á víglínunni. „Samfélagið er í sjokki en við mættum samt öll niður í eldhús í morgun að skræla gulrætur þannig að það stoppar okkur ekki neitt hér,“ segir Jökull. Hann bendir á að hægt sé að leggja sjálfboðaliðum eldhússins lið hér. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði af sér í dag og bættist þar með í hóp annarra ráðherra sem gert höfðu slíkt hið sama síðustu daga. Um er að ræða umfangsmestu uppstokkun innan ríkisstjórnar Vólódímírs Selenskís frá því innrás Rússa hófst. Með þessu er Selenskí sagður vilja stokka spilin upp á nýtt fyrir átök vetrarins, sem verði hörð.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Að minnsta kosti sjö létu lífið, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar gerðu loftárás á borgina Lviv í Úkraínu í nótt. Lviv er í vesturhluta landsins, nálægt landamærunum að Póllandi, og hefur að miklu leyti sloppið við átökin undanfarin misseri. 4. september 2024 07:05 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Að minnsta kosti sjö létu lífið, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar gerðu loftárás á borgina Lviv í Úkraínu í nótt. Lviv er í vesturhluta landsins, nálægt landamærunum að Póllandi, og hefur að miklu leyti sloppið við átökin undanfarin misseri. 4. september 2024 07:05