Skipstjóri rekinn eftir vandræðalega myndatöku Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2024 16:09 Glöggir lesendur taka ef til vill eftir því að á meðfylgjandi mynd af Cameron Yaste, fyrrverandi skipstjóra tundurspillisins John McCain, snýr sjónaukinn á byssunni öfugt. Myndin var mikið aðhlátursefni. AP/Stars and Stripes Skipstjóri tundurspillisins John McCain var nýverið rekinn af yfirmönnum sínum í sjóher Bandaríkjanna. Það var gert fjórum mánuðum eftir að mynd af honum sem þótti vandræðaleg var birt á samfélagsmiðlum sjóhersins. Á umræddri mynd má sjá skipstjórann, sem heitir Cameron Yaste, skjóta úr byssu við æfingar og stóð við myndina að bandarískir sjóliðar væru sífellt reiðubúnir til að þjóna Bandaríkjunum og verja þau. Myndin vakti strax athygli, þar sem sjónaukinn á byssu Yaste sneri öfugt. Hann hefur í besta falli séð mjög illa út um hann. Myndin ku hafa orðið mikið aðhlátursefni vestanhafs og gerðu landgönguliðar meðal annarra grín að henni. Myndinni fljótlega eytt Mynd af landgönguliða skjóta úr byssu þar sem sjónaukinn sneri rétt var fljótt birt á samfélagsmiðlum landgönguliðsins. Clear Sight Picture#Marines assigned to the @15thMEUOfficial conduct a live-fire deck shoot aboard the @usnavy amphibious assault ship USS Boxer, April 6.The 15th MEU is currently embarked aboard the Boxer Amphibious Ready Group conducting routine operations.#BlueGreenTeam pic.twitter.com/NJqe4mLdmh— U.S. Marines (@USMC) April 10, 2024 Myndinni af Yaste var svo eytt í kjölfarið en þetta var fyrir fjórum mánuðum. Forsvarsmenn sjóhersins hafa ekki sagt af hverju Yaste var rekinn nú. Í yfirlýsingu frá sjóhernum segir að Cameron Yaste hafi verið rekinn vegna þess að yfirmenn hans hafi misst trú á því að hann hafi geti til að stýra herskipinu. Komið illa fram Stars and Stripes segir þessa ástæðu hafa verið gefna í öðrum tilfellum þar sem skipstjórar hafi verið reknir frá sjóhernum en raunverulegar ástæður hafi verið mismunandi. Í einhverjum tilfellum hafi viðkomandi komið illa fram við áhöfn sína, sýnt óviðeigandi hegðun utan starfs eða hreinlega staðið sig illa í starfi. John McCain er nú statt í Mið-Austurlöndum í flota sem hefur það verkefni að verja flugmóðurskipið Theodore Roosevelt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. John McCain er tundurspillir af gerðinni Arleigh Burke en þau herskip eru hönnuð til að skjóta niður eldflaugar og flugvélar. Áhöfn skipsins hefur tekið þátt í því að verja fraktskip gegn árásum Húta í Jemen. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Á umræddri mynd má sjá skipstjórann, sem heitir Cameron Yaste, skjóta úr byssu við æfingar og stóð við myndina að bandarískir sjóliðar væru sífellt reiðubúnir til að þjóna Bandaríkjunum og verja þau. Myndin vakti strax athygli, þar sem sjónaukinn á byssu Yaste sneri öfugt. Hann hefur í besta falli séð mjög illa út um hann. Myndin ku hafa orðið mikið aðhlátursefni vestanhafs og gerðu landgönguliðar meðal annarra grín að henni. Myndinni fljótlega eytt Mynd af landgönguliða skjóta úr byssu þar sem sjónaukinn sneri rétt var fljótt birt á samfélagsmiðlum landgönguliðsins. Clear Sight Picture#Marines assigned to the @15thMEUOfficial conduct a live-fire deck shoot aboard the @usnavy amphibious assault ship USS Boxer, April 6.The 15th MEU is currently embarked aboard the Boxer Amphibious Ready Group conducting routine operations.#BlueGreenTeam pic.twitter.com/NJqe4mLdmh— U.S. Marines (@USMC) April 10, 2024 Myndinni af Yaste var svo eytt í kjölfarið en þetta var fyrir fjórum mánuðum. Forsvarsmenn sjóhersins hafa ekki sagt af hverju Yaste var rekinn nú. Í yfirlýsingu frá sjóhernum segir að Cameron Yaste hafi verið rekinn vegna þess að yfirmenn hans hafi misst trú á því að hann hafi geti til að stýra herskipinu. Komið illa fram Stars and Stripes segir þessa ástæðu hafa verið gefna í öðrum tilfellum þar sem skipstjórar hafi verið reknir frá sjóhernum en raunverulegar ástæður hafi verið mismunandi. Í einhverjum tilfellum hafi viðkomandi komið illa fram við áhöfn sína, sýnt óviðeigandi hegðun utan starfs eða hreinlega staðið sig illa í starfi. John McCain er nú statt í Mið-Austurlöndum í flota sem hefur það verkefni að verja flugmóðurskipið Theodore Roosevelt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. John McCain er tundurspillir af gerðinni Arleigh Burke en þau herskip eru hönnuð til að skjóta niður eldflaugar og flugvélar. Áhöfn skipsins hefur tekið þátt í því að verja fraktskip gegn árásum Húta í Jemen.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira