Alvarlegt þegar harðkjarninn íhugar að kjósa ekki flokkinn Lovísa Arnardóttir skrifar 4. september 2024 08:41 Páll segist ekki sjálfur hluti af DD framboði sem rætt hefur verið um innan Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir alvarlega stöðu komna upp í flokknum þegar harðkjarna Sjálfstæðismenn hugsi um að kjósa hann ekki í næstu kosningum. Páll var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi möguleikann á DD framboði í næstu Alþingiskosningum. Kosningarnar eiga samkvæmt plani að fara fram í september á næsta ári en gætu farið fram í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hefur listabókstafinn D þannig framboðið yrði þeim tengt en ekki á vegum flokksins. Fram kom í kvöldfréttum á RÚV í gær að skorað hafi verið á miðstjórn Sjálfstæðisflokksins að heimila framboð viðbótarlista. Ásgeir Bolli Kristinsson, eða Bolli í 17, sendi bréfið. Bolli sagði sig úr flokknum árið 2019 en skráði sig svo aftur í hann um hálfu ári síðar. Páll segir þetta bréf hafa vakið mikla athygli en einnig grein frá stjórnarmanni í Sambandi ungra Sjálfstæðismanna á mánudag þar sem hann sagði vildarpunkta forystu flokksins runna út. „Þetta er voðalega sérstakt en hefur lengi loðað við. Það er tabú að gagnrýna forystuna í Sjálfstæðisflokknum og má helst ekki, eins og kom fram hjá þessum ungu Sjálfstæðismönnum,“ segir Páll og að þetta sama viðhorf kraumi samt sem áður hjá öðrum Sjálfstæðismönnum líka, eins og Ásgeiri Bolla. „Þetta er fólk, maður sem hefur kosið og starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn í 50 ár. Það hefur aldrei hvarflað að honum. Ég hef aldrei hitt annan eins Sjálfstæðismann. Þó að þessir menn hafi verið óánægðir með ýmislegt í Sjálfstæðisflokknum í gegnum árin þá hefur aldrei komið í hug þeirra sú hugmynd að kjósa einhvern annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Páll. Hann segir bréfið Bolla neyðarkall frá þessum manni og þeim sem standa með honum. Þau segist ekki geta kosið flokkinn með þeirri forystu sem er og biðja um leyfi til að styðja flokkinn öðruvísi, með því að leyfa þeim að bjóða fram undir merkjum DD. Páll segir gert ráð fyrir þessu í íslenskum kosningalögum. Páll segist ekki hafa mikla trú á því að þetta verði leyft. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki svarað bréfinu og að þau hafi fengið það fyrir tveimur mánuðum. „Ef yrði af þessu myndu þessir þingflokkar sameinast undir einu merki en þá eru svolítið öðruvísi valdahlutföll inni í þingflokknum.“ Klofningur til vinstri og hægri Páll segir þetta vera undirstrikun á sjónarmiðum og partur á þróun. Það sé umpólun í íslenskum stjórnmálum. „Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera búinn að missa hlutverk sitt sem breiðfylking borgaralegra afla á Íslandi,“ segir Páll og að það kjarnist úr honum á vinstri og hægri væng. Fólk flykkist í Miðflokkinn til hægri og Samfylkingunni til vinstri. Hann segir sérkennilegt að horfa á þetta. „Svokallaðir hægri-kratar“ sem ekki fundu sig í „gömlu Samfylkingunni“, og hafa hallað sér að Sjálfstæðisflokknum, hafi fundið sér stað í „nýju Samfylkingu“ Kristrúnar Frostadóttur. Án þess að hafa viðkomu í Viðreisn sem Páll telur frekar staðinn fyrir þau. Páll bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tvívegið klofnað áður. Það sé til vinstri í Viðreisn og til hægri í Miðflokkinn. „Þó Miðflokkurinn hafi að nafninu til klofnað út úr Framsóknarflokknum þá hafði stofnun hans ekki sérstaklega mikil áhrif á Framsóknarflokkinn,“ segir hann og að Framsóknarflokkurinn hafi sem dæmi í kosningum eftir haldið öllum sínum sætum en Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað fylgi. „Eftir stendur Sjálfstæðisflokkurinn sem svona ekki né flokkur.“ Árangursleysi og hafi þurft að gefa eftir Páll segir tvennt skipta máli. Það sé árangursleysi í þeim ráðuneytum sem þau ráða. Ekkert hafi sem dæmi verið virkjað í mörg ár og svo séu útlendingalögin. Það hafi verið samþykkt gölluð lög árið 2016 en ekki hafi tekist að laga „þessi gölluðu lög“ fyrr en síðasta vor. Svo sé það fjármálaráðuneytið þar sem algjörlega hefur mistekist að mati Páls að koma böndum á útgjöld ríkisins. „Starfsmönnum ríkisins hefur fjölgað og launin þeirra hafa hækkað umfram það sem er á almennum markaði. Síðasta afrekið í þessu var í skjóli Sjálfstæðisflokksins þegar enn einni ríkisstofnunni var bætt við,“ segir Páll og á þá við Mannréttindastofnun Íslands. Mannréttindastofnunin óþörf Hann segir Sjálfstæðismenn einnig hafa þurft að gefa mikið eftir í samstarfi við Vinstri græna. Fyrsta dæmið sé téð Mannréttindastofnun en svo hafi Vinstri grænir bannað hvalveiðar þó það sé andstætt lögum. Þær séu leyfðar í lögum. „Þetta hefur allt saman orðið þess valdandi að þetta fólk, sem við erum að tala um, bréfritarinn, finna sig ekki lengur í þessum flokki.“ Páll segist sjálfur ekki vera í DD og ekki koma nálægt þessu bréfi sem hafi verið sent. Hann hafi fengið það sent eins og aðrir Sjálfstæðismenn. „Þetta er harðkjarninn í flokknum sem við hefðum hingað til getað talað um sem algjört fasta fylgi flokksins. Sem alltaf myndi kjósa flokkinn, sama hvað,“ segir Páll og að þetta sé alvarleg þróun. Bréfið sé samt sent til þess að vara við og reyna að koma í veg fyrir klofning. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bítið Tengdar fréttir Þræleðlilegt að reka ríkissjóð í halla í heimi „Litla-Miðflokksins“ Þingmaður Viðreisnar segir furðulegt að hafa fylgst með flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fór fram um helgina. Hún gagnrýnir ábyrgðarleysi á sögulega lágu fylgi flokksins í því sem hún kallar „Litla-Miðflokknum“. 2. september 2024 17:57 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
Kosningarnar eiga samkvæmt plani að fara fram í september á næsta ári en gætu farið fram í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hefur listabókstafinn D þannig framboðið yrði þeim tengt en ekki á vegum flokksins. Fram kom í kvöldfréttum á RÚV í gær að skorað hafi verið á miðstjórn Sjálfstæðisflokksins að heimila framboð viðbótarlista. Ásgeir Bolli Kristinsson, eða Bolli í 17, sendi bréfið. Bolli sagði sig úr flokknum árið 2019 en skráði sig svo aftur í hann um hálfu ári síðar. Páll segir þetta bréf hafa vakið mikla athygli en einnig grein frá stjórnarmanni í Sambandi ungra Sjálfstæðismanna á mánudag þar sem hann sagði vildarpunkta forystu flokksins runna út. „Þetta er voðalega sérstakt en hefur lengi loðað við. Það er tabú að gagnrýna forystuna í Sjálfstæðisflokknum og má helst ekki, eins og kom fram hjá þessum ungu Sjálfstæðismönnum,“ segir Páll og að þetta sama viðhorf kraumi samt sem áður hjá öðrum Sjálfstæðismönnum líka, eins og Ásgeiri Bolla. „Þetta er fólk, maður sem hefur kosið og starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn í 50 ár. Það hefur aldrei hvarflað að honum. Ég hef aldrei hitt annan eins Sjálfstæðismann. Þó að þessir menn hafi verið óánægðir með ýmislegt í Sjálfstæðisflokknum í gegnum árin þá hefur aldrei komið í hug þeirra sú hugmynd að kjósa einhvern annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Páll. Hann segir bréfið Bolla neyðarkall frá þessum manni og þeim sem standa með honum. Þau segist ekki geta kosið flokkinn með þeirri forystu sem er og biðja um leyfi til að styðja flokkinn öðruvísi, með því að leyfa þeim að bjóða fram undir merkjum DD. Páll segir gert ráð fyrir þessu í íslenskum kosningalögum. Páll segist ekki hafa mikla trú á því að þetta verði leyft. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki svarað bréfinu og að þau hafi fengið það fyrir tveimur mánuðum. „Ef yrði af þessu myndu þessir þingflokkar sameinast undir einu merki en þá eru svolítið öðruvísi valdahlutföll inni í þingflokknum.“ Klofningur til vinstri og hægri Páll segir þetta vera undirstrikun á sjónarmiðum og partur á þróun. Það sé umpólun í íslenskum stjórnmálum. „Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera búinn að missa hlutverk sitt sem breiðfylking borgaralegra afla á Íslandi,“ segir Páll og að það kjarnist úr honum á vinstri og hægri væng. Fólk flykkist í Miðflokkinn til hægri og Samfylkingunni til vinstri. Hann segir sérkennilegt að horfa á þetta. „Svokallaðir hægri-kratar“ sem ekki fundu sig í „gömlu Samfylkingunni“, og hafa hallað sér að Sjálfstæðisflokknum, hafi fundið sér stað í „nýju Samfylkingu“ Kristrúnar Frostadóttur. Án þess að hafa viðkomu í Viðreisn sem Páll telur frekar staðinn fyrir þau. Páll bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tvívegið klofnað áður. Það sé til vinstri í Viðreisn og til hægri í Miðflokkinn. „Þó Miðflokkurinn hafi að nafninu til klofnað út úr Framsóknarflokknum þá hafði stofnun hans ekki sérstaklega mikil áhrif á Framsóknarflokkinn,“ segir hann og að Framsóknarflokkurinn hafi sem dæmi í kosningum eftir haldið öllum sínum sætum en Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað fylgi. „Eftir stendur Sjálfstæðisflokkurinn sem svona ekki né flokkur.“ Árangursleysi og hafi þurft að gefa eftir Páll segir tvennt skipta máli. Það sé árangursleysi í þeim ráðuneytum sem þau ráða. Ekkert hafi sem dæmi verið virkjað í mörg ár og svo séu útlendingalögin. Það hafi verið samþykkt gölluð lög árið 2016 en ekki hafi tekist að laga „þessi gölluðu lög“ fyrr en síðasta vor. Svo sé það fjármálaráðuneytið þar sem algjörlega hefur mistekist að mati Páls að koma böndum á útgjöld ríkisins. „Starfsmönnum ríkisins hefur fjölgað og launin þeirra hafa hækkað umfram það sem er á almennum markaði. Síðasta afrekið í þessu var í skjóli Sjálfstæðisflokksins þegar enn einni ríkisstofnunni var bætt við,“ segir Páll og á þá við Mannréttindastofnun Íslands. Mannréttindastofnunin óþörf Hann segir Sjálfstæðismenn einnig hafa þurft að gefa mikið eftir í samstarfi við Vinstri græna. Fyrsta dæmið sé téð Mannréttindastofnun en svo hafi Vinstri grænir bannað hvalveiðar þó það sé andstætt lögum. Þær séu leyfðar í lögum. „Þetta hefur allt saman orðið þess valdandi að þetta fólk, sem við erum að tala um, bréfritarinn, finna sig ekki lengur í þessum flokki.“ Páll segist sjálfur ekki vera í DD og ekki koma nálægt þessu bréfi sem hafi verið sent. Hann hafi fengið það sent eins og aðrir Sjálfstæðismenn. „Þetta er harðkjarninn í flokknum sem við hefðum hingað til getað talað um sem algjört fasta fylgi flokksins. Sem alltaf myndi kjósa flokkinn, sama hvað,“ segir Páll og að þetta sé alvarleg þróun. Bréfið sé samt sent til þess að vara við og reyna að koma í veg fyrir klofning.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bítið Tengdar fréttir Þræleðlilegt að reka ríkissjóð í halla í heimi „Litla-Miðflokksins“ Þingmaður Viðreisnar segir furðulegt að hafa fylgst með flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fór fram um helgina. Hún gagnrýnir ábyrgðarleysi á sögulega lágu fylgi flokksins í því sem hún kallar „Litla-Miðflokknum“. 2. september 2024 17:57 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
Þræleðlilegt að reka ríkissjóð í halla í heimi „Litla-Miðflokksins“ Þingmaður Viðreisnar segir furðulegt að hafa fylgst með flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fór fram um helgina. Hún gagnrýnir ábyrgðarleysi á sögulega lágu fylgi flokksins í því sem hún kallar „Litla-Miðflokknum“. 2. september 2024 17:57