Veljum íslenskuna Lísbet Einarsdóttir skrifar 3. september 2024 14:33 Að skilja og geta talað íslensku er mikilvægur þáttur þess að aðlagst samfélaginu, vinnumarkaði og þá vinnustað. Að þekkja og skilja menningarleg blæbrigði, félagsleg viðmið, siði og venjur og þannig geta verið virkur þátttakandi. er fyrir alla ómetanlegt. Að geta átt skilvirk samskipti við samstarfsfólk, samferðafólk og viðskiptavini þar sem það á við eykur samvinnu og framleiðni. Það getur sannarlegar bætt atvinnumöguleika og opnað fyrir fleiri starfsmöguleika og tækifæri til vaxtar. Að kunna tungumálið auðveldar ennfremur hversdagsleg verkefni, svo sem samskipti sem geta verið tilkomin vegna barna, við skóla og aðrar stofnanir sem og til að ferðast á milli staða með almenningssamgöngum, versla eða fá aðgang að þjónustu utan vinnu, sem mögulega getur stuðlað að betri lífsgæðum. Að því sögðu þarf að gera betur. Við þurfum að huga að þeim sem eru af erlendum uppruna og koma hingað til lands til að lifa og starfa. Við þurfum að veita þeim tækifæri til að verða hluti af samfélaginu okkar. Það er á ábyrgð einstaklinganna sjálfra að læra íslenskuna en einnig vinnustaða, að gera kröfu á og stuðla að menningu sem hvetur til og styður við íslenskunám og að íslenska sé töluð þar sem því er komið við. Við þurfum að huga vel að þeim einstaklingum sem hér eru fæddir og tala aðeins sitt móðurmál, íslensku. Þeir eru fjölmargir og það er vont að geta ekki bjargað sér á heimaslóðum. Það er ekki ásættanlegt. Við þurfum líka að huga að þeim sem koma hingað sem gestir og sýna þeim með stolti samfélagið okkar, kynna fyrir þeim tungumálið sem er okkur svo dýrmætt, siði og venjur. Til að við getum það þurfum við að huga að því að fólkið sem þjónustar gestina okkar tali einhverja íslensku. Að minnsta kosti bjóði góðan daginn áður en gripið er til enskunnar. Það er ekki í lagi að matseðlar á veitingastöðum séu aðeins á ensku, að merkingar og leiðbeiningar séu nær einungis á ensku. Það er ekki heldur í lagi að starfsfólk í þjónustustörfum, í verslun, á veitingastöðum, tali sömuleiðis enga eða mjög takmarkaða íslensku. Það er alls ekki í lagi og við getum gert svo miklu betur. Það eru forréttindi fyrir okkar litlu þjóð að eiga sitt eigið tungumál og við megum ekki kasta því fyrir róða. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að hvetja til þess að íslenskan sé fyrsta tungumál þar sem því verður komð við, í ræðu og riti. Ávinningurinn er margþættur og samfélagslega ómetanlegur. Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins eru fjölmargir og flestir ef ekki allir styrkja íslenskunám. Í gegnum Starfsafl, einn af starfsmenntasjóðum atvinnulífsins, getur einstaklingur fengið fullan styrk vegna íslenskunáms á fyrsta mánuði í starfi. Að sama skapi geta fyrirtæki sótt um styrk vegna íslenskunáms starfsfólks þar sem styrkurinn er 90% af reikningi, og fjöldi fyrirtækja nýtir sér það. Það er því ekki skortur á fjármagni sem ætti að koma í veg fyrir eða hindra íslenskunám. Það er eitthvað allt annað sem stendur þar í vegi og við þurfum að ná tökum á því svo íslenskunám, innan og utan vinnustaða, hjá einstaklingum og fyrirtækjum, fái blómstrað, öllum til heilla. Við getum þetta og gott betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Að skilja og geta talað íslensku er mikilvægur þáttur þess að aðlagst samfélaginu, vinnumarkaði og þá vinnustað. Að þekkja og skilja menningarleg blæbrigði, félagsleg viðmið, siði og venjur og þannig geta verið virkur þátttakandi. er fyrir alla ómetanlegt. Að geta átt skilvirk samskipti við samstarfsfólk, samferðafólk og viðskiptavini þar sem það á við eykur samvinnu og framleiðni. Það getur sannarlegar bætt atvinnumöguleika og opnað fyrir fleiri starfsmöguleika og tækifæri til vaxtar. Að kunna tungumálið auðveldar ennfremur hversdagsleg verkefni, svo sem samskipti sem geta verið tilkomin vegna barna, við skóla og aðrar stofnanir sem og til að ferðast á milli staða með almenningssamgöngum, versla eða fá aðgang að þjónustu utan vinnu, sem mögulega getur stuðlað að betri lífsgæðum. Að því sögðu þarf að gera betur. Við þurfum að huga að þeim sem eru af erlendum uppruna og koma hingað til lands til að lifa og starfa. Við þurfum að veita þeim tækifæri til að verða hluti af samfélaginu okkar. Það er á ábyrgð einstaklinganna sjálfra að læra íslenskuna en einnig vinnustaða, að gera kröfu á og stuðla að menningu sem hvetur til og styður við íslenskunám og að íslenska sé töluð þar sem því er komið við. Við þurfum að huga vel að þeim einstaklingum sem hér eru fæddir og tala aðeins sitt móðurmál, íslensku. Þeir eru fjölmargir og það er vont að geta ekki bjargað sér á heimaslóðum. Það er ekki ásættanlegt. Við þurfum líka að huga að þeim sem koma hingað sem gestir og sýna þeim með stolti samfélagið okkar, kynna fyrir þeim tungumálið sem er okkur svo dýrmætt, siði og venjur. Til að við getum það þurfum við að huga að því að fólkið sem þjónustar gestina okkar tali einhverja íslensku. Að minnsta kosti bjóði góðan daginn áður en gripið er til enskunnar. Það er ekki í lagi að matseðlar á veitingastöðum séu aðeins á ensku, að merkingar og leiðbeiningar séu nær einungis á ensku. Það er ekki heldur í lagi að starfsfólk í þjónustustörfum, í verslun, á veitingastöðum, tali sömuleiðis enga eða mjög takmarkaða íslensku. Það er alls ekki í lagi og við getum gert svo miklu betur. Það eru forréttindi fyrir okkar litlu þjóð að eiga sitt eigið tungumál og við megum ekki kasta því fyrir róða. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að hvetja til þess að íslenskan sé fyrsta tungumál þar sem því verður komð við, í ræðu og riti. Ávinningurinn er margþættur og samfélagslega ómetanlegur. Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins eru fjölmargir og flestir ef ekki allir styrkja íslenskunám. Í gegnum Starfsafl, einn af starfsmenntasjóðum atvinnulífsins, getur einstaklingur fengið fullan styrk vegna íslenskunáms á fyrsta mánuði í starfi. Að sama skapi geta fyrirtæki sótt um styrk vegna íslenskunáms starfsfólks þar sem styrkurinn er 90% af reikningi, og fjöldi fyrirtækja nýtir sér það. Það er því ekki skortur á fjármagni sem ætti að koma í veg fyrir eða hindra íslenskunám. Það er eitthvað allt annað sem stendur þar í vegi og við þurfum að ná tökum á því svo íslenskunám, innan og utan vinnustaða, hjá einstaklingum og fyrirtækjum, fái blómstrað, öllum til heilla. Við getum þetta og gott betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar