Lífið

Fróaði sér á tón­leikum með Bríeti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bríet sagði frá atvikinu í síðasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar.
Bríet sagði frá atvikinu í síðasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar.

Tónlistarkonan Bríet segist hafa lent í ýmsu á tónleikum sínum í gegnum tíðina. En það sem stendur mögulega upp úr var þegar einn tónleikagestur fróaði sér á miðjum tónleikum. Þetta kemur fram í síðasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar á Stöð 2 sem var á sunnudagskvöldið.

„Þegar maður er svona nálægt fólki sér maður svo mikið í augunum á öllum og maður fær svo mikla orku frá öllum. Ef einhver er að geispa eða annar að gráta, þá eru það tvö mismunandi viðbrögð,“ segir Bríet í spjalli sínu við Auðun Blöndal.

„Um daginn var einhver Kani út í sal sem flaug alla leið frá Philadelphia til að koma á sýninguna og ég fékk að vita af því og mér fannst það bara næs. Ég á það til að búa til lag uppi á sviði og ætlaði sem sagt að semja lag fyrir þennan Kana sem átti afmæli og búinn að fljúga alla þessa leið. Ég er síðan að kalla þarna út í sal og hann er ekki að svara en þá kemur í ljós að hann er sofandi. Þannig að ég gerði smá grín að því,“ segir Bríet og heldur áfram.

„En svo var einu sinni gæi sem var bara að hrista sig. Eftir tónleikana stóð hann bara upp og girti upp um sig, og var bara eitthvað aðeins að hafa of gaman.“

Hér að neðan má sjá brot úr þætti sunnudagsins.

Klippa: Fróaði sér á tónleikum með Bríet





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.