Fyrsti kosningasigur öfgahægriflokks frá seinna stríði Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2024 21:38 Björn Höcke, oddviti AfD í Þýringalandi, hlaut nýlega dóm fyrir að nota vísvitandi nasistaslagorð. Hann hefur áfrýjað dómnum. AP/Michael Kappeler/DPA Öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) vann sínar fyrstu sambandslandskosningar í dag. Þrátt fyrir að ólíklegt sé að flokkurinn komist í stjórn er þetta fyrsti sigur hægriöfgaflokks í Þýskalandi eftir síðari heimsstyrjöldina. Útgönguspár og fyrstu tölur benda til þess að AfD hafi fengið um þriðjung atkvæða í Þýringalandi í Austur-Þýskalandi í sambandslandskosningum sem fóru fram þar í dag. Flokkurinn er með töluvert forskot á Kristilega demókrata (CDU), stærsta stjórnarandstöðuflokkinn í landsmálunum, sem virðist ætla að fá um fjórðung atkvæðanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er staðan hnífjöfn í nágrannasambandslandinu Saxlandi. AfD og CDU fá þar um 31 prósent hvor flokkur ef marka má útgönguspár. Ríkisstjórnarflokkar Þýskalands fóru afar illa út úr kosningunum en ríkisstjórn Olafs Scholz kanslara er fádæma óvinsæl. Aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við AfD að loknum kosningum sem er talið líklegt til þess að torvelda stjórnarmyndum í sambandslöndunum. Vaxandi andúð á innflytjendum, óánægja með landsstjórnina og efasemdir um hernaðaraðstoð við Úkraínu eru sagðar skýra uppgang bæði AfD og nýs vinstriflokks Söruh Wagenknecht, fyrrverandi þingsmanns Vinstrisins. Wagenknecht hefur gagnrýnt harðlega stuðning Þýskalands við Úkraínu. Hún útilokaði í dag að vinna með AfD og sagðist vonast eftir að mynda stjórn með CDU. Stjórnvöld í Kreml hafa verið sögð styðja við bakið á bæði hægri- og vinstrijaðaröflum í Þýskalandi, meðal annars til þess að grafa undan stuðningnum við Úkraínu. Austur-Þýskaland er helsta vígi AfD. Þýska leyniþjónustan fylgist með starfi flokksins í Saxlandi og Þýringalandi á grundvelli laga sem heimila eftirlit með þekktum hægriöfgahópum. Björn Höcke, leiðtogi flokksins í Þýringalandi, var nýlega sakfelldur fyrir að nota vísvitandi slagorð nasista á kosningafundi. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. 14. maí 2024 22:59 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Útgönguspár og fyrstu tölur benda til þess að AfD hafi fengið um þriðjung atkvæða í Þýringalandi í Austur-Þýskalandi í sambandslandskosningum sem fóru fram þar í dag. Flokkurinn er með töluvert forskot á Kristilega demókrata (CDU), stærsta stjórnarandstöðuflokkinn í landsmálunum, sem virðist ætla að fá um fjórðung atkvæðanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er staðan hnífjöfn í nágrannasambandslandinu Saxlandi. AfD og CDU fá þar um 31 prósent hvor flokkur ef marka má útgönguspár. Ríkisstjórnarflokkar Þýskalands fóru afar illa út úr kosningunum en ríkisstjórn Olafs Scholz kanslara er fádæma óvinsæl. Aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við AfD að loknum kosningum sem er talið líklegt til þess að torvelda stjórnarmyndum í sambandslöndunum. Vaxandi andúð á innflytjendum, óánægja með landsstjórnina og efasemdir um hernaðaraðstoð við Úkraínu eru sagðar skýra uppgang bæði AfD og nýs vinstriflokks Söruh Wagenknecht, fyrrverandi þingsmanns Vinstrisins. Wagenknecht hefur gagnrýnt harðlega stuðning Þýskalands við Úkraínu. Hún útilokaði í dag að vinna með AfD og sagðist vonast eftir að mynda stjórn með CDU. Stjórnvöld í Kreml hafa verið sögð styðja við bakið á bæði hægri- og vinstrijaðaröflum í Þýskalandi, meðal annars til þess að grafa undan stuðningnum við Úkraínu. Austur-Þýskaland er helsta vígi AfD. Þýska leyniþjónustan fylgist með starfi flokksins í Saxlandi og Þýringalandi á grundvelli laga sem heimila eftirlit með þekktum hægriöfgahópum. Björn Höcke, leiðtogi flokksins í Þýringalandi, var nýlega sakfelldur fyrir að nota vísvitandi slagorð nasista á kosningafundi.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. 14. maí 2024 22:59 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. 14. maí 2024 22:59