„Fyrir KR stoltið“ Sverrir Mar Smárason skrifar 1. september 2024 20:42 Ástbjörn Þórðarson í viðtali eftir leik. Vísir/Viktor Freyr Ástbjörn Þórðarson lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði eftir skiptin til KR í kvöld þegar liðið fékk ÍA í heimsókn í Vesturbæinn. KR vann 4-2 sigur og Ástbjörn var stoltur og ánægður í leikslok. „Mér líður bara mjög vel. Ég er mjög þreyttur, er að koma til baka eftir meiðsli en þetta var bara geðveikt. Liðsandinn í liðinu skilaði þessum sigri,“ sagði Ástbjörn. Gengi KR hefur verið slæmt í nánast allt sumar og hefur liðið tapað tveimur leikjum í röð fyrir þennan. Oft á tíðum hefur vantað einhvern anda en hann var sannarlega til staðar í dag. „Það voru bara allir 100% að róa í sömu átt og við bara ætluðum að gera þetta saman. Gera þetta fyrir stuðningsmennina, liðsfélagana og alla í kringum það. Bara fyrir KR stoltið.“ Sóknarmenn KR áttu frábæran leik í dag. Luke Rae var sífellt að ógna vörn ÍA og Benóný Breki gerði þrennu í fyrri hálfleik. Ástbjörn átti sömuleiðis góðan leik. „Þeir báðir bara geggjaðir leikmenn. Hraðinn í Luke og Benó góður að klára færin. Benóný er geggjaður framherji. Þeir hjálpuðu okkur mikið í dag og bara allt liðið gott. Fyrri hálfleikur var ógeðslega flottur fannst mér,“ sagði Ástbjörn og hélt svo áfram, „það var ólýsanleg tilfinning að spila hérna aftur og í þessari treyju. Ég er gríðarlega stoltur og gaman að fá sigur hérna í fyrsta leik.“ KR skilur sig aðeins frá neðstu sætunum með sigrinum í dag og fær smá andrými. „Ég held það sé alltaf stefnan hjá KR að vera ekki við botninn. Ég held það sé mikilvægt að hugsa þannig og fara inn í hvern leik með það í huga að við eigum ekki að vera í þessari stöðu. Það eru fullt af góðum leikmönnum í liðinu og við förum í hvern leik til að vinna hann,“ sagði Ástbjörn að lokum. Besta deild karla KR ÍA Tengdar fréttir Uppgjör: KR - ÍA 4-2 | Þrenna Benónýs færði KR-ingum þrjú stór stig KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttu Bestu deildarinnar þegar þeir lögðu ÍA 4-2 í Frostaskjólinu. KR fær því smá andrými í baráttunni sæti í deildinni að ári. 1. september 2024 19:04 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Ég er mjög þreyttur, er að koma til baka eftir meiðsli en þetta var bara geðveikt. Liðsandinn í liðinu skilaði þessum sigri,“ sagði Ástbjörn. Gengi KR hefur verið slæmt í nánast allt sumar og hefur liðið tapað tveimur leikjum í röð fyrir þennan. Oft á tíðum hefur vantað einhvern anda en hann var sannarlega til staðar í dag. „Það voru bara allir 100% að róa í sömu átt og við bara ætluðum að gera þetta saman. Gera þetta fyrir stuðningsmennina, liðsfélagana og alla í kringum það. Bara fyrir KR stoltið.“ Sóknarmenn KR áttu frábæran leik í dag. Luke Rae var sífellt að ógna vörn ÍA og Benóný Breki gerði þrennu í fyrri hálfleik. Ástbjörn átti sömuleiðis góðan leik. „Þeir báðir bara geggjaðir leikmenn. Hraðinn í Luke og Benó góður að klára færin. Benóný er geggjaður framherji. Þeir hjálpuðu okkur mikið í dag og bara allt liðið gott. Fyrri hálfleikur var ógeðslega flottur fannst mér,“ sagði Ástbjörn og hélt svo áfram, „það var ólýsanleg tilfinning að spila hérna aftur og í þessari treyju. Ég er gríðarlega stoltur og gaman að fá sigur hérna í fyrsta leik.“ KR skilur sig aðeins frá neðstu sætunum með sigrinum í dag og fær smá andrými. „Ég held það sé alltaf stefnan hjá KR að vera ekki við botninn. Ég held það sé mikilvægt að hugsa þannig og fara inn í hvern leik með það í huga að við eigum ekki að vera í þessari stöðu. Það eru fullt af góðum leikmönnum í liðinu og við förum í hvern leik til að vinna hann,“ sagði Ástbjörn að lokum.
Besta deild karla KR ÍA Tengdar fréttir Uppgjör: KR - ÍA 4-2 | Þrenna Benónýs færði KR-ingum þrjú stór stig KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttu Bestu deildarinnar þegar þeir lögðu ÍA 4-2 í Frostaskjólinu. KR fær því smá andrými í baráttunni sæti í deildinni að ári. 1. september 2024 19:04 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
Uppgjör: KR - ÍA 4-2 | Þrenna Benónýs færði KR-ingum þrjú stór stig KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttu Bestu deildarinnar þegar þeir lögðu ÍA 4-2 í Frostaskjólinu. KR fær því smá andrými í baráttunni sæti í deildinni að ári. 1. september 2024 19:04