„Eigum að fá mesta víti sem ég hef séð í langan tíma” Árni Gísli Magnússon skrifar 1. september 2024 19:08 Hallgrímur Jónasson vildi meina að KA-menn hefðu átt að fá víti. vísir/Diego Breiðablik vann 3-2 útisigur á KA í dag í fjörugum leik þar sem KA jafnaði leikinn í tvígang eftir að hafa lent undir. Með tapinu er ljóst að KA endar ekki í efri hluta deildarinnar þegar ein umferð er óleikin af hefðbundinni deildarkeppni. Hallgrímur Jónasson, þjálfara KA, fannst liðið gera nógu mikið til að fá þrjú stig en situr að lokum uppi með ekkert. „Ég er virkilega svekktur og hefði samt verið svekktur þó við hefðum fengið eitt stig, við áttum bara að vinna þennan leik. Því miður þá klúðrum við held ég þrisvar einn á móti markmanni þar sem við skjótum beint á markmanninn og svo eigum við að fá mesta víti sem ég hef séð í langan tíma en einhvernveginn sjá dómararnir það ekki þegar Viðar (Örn Kjartansson) stígur fram fyrir og hann ætlar að negla boltanum 70 metra í burtu og neglir aftan í Viðar,“ sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik. „Því miður missti dómarinn af því og það er virkilega svekkjandi því eins og ég sagði hefðum við átt að skora fjögur mörk meira í þessum leik.” „Áttum að vinna þennan leik“ Hallgrímur segir þó að færanýting sé ekki það eina sem skilji liðin að í dag. „Nei, við fáum líka þrjú mörk á okkur. Fáum á okkur þrjú mörk og tvö af þeim er eitthvað sem ég er ekki sáttur með en málið er að við fórum að pressa á þá, fórum ofararlega, þá fóru að koma opnanir en ef þú lítur bara á skot á mark og færi þá eigum við bara að vinna leikinn en Breiðablik er gott lið, þeir skora þrjú mörk og voru ljónheppnir að við skoruðum ekki sex mörk í dag.” Fyrir leikinn í dag hafði KA ekki tapað í síðustu 10 deildarleikjum og hafði sótt flest stig allra liða í seinni umferð deildarkeppninnar. Með tapinu í dag er endanlega ljóst að KA endar ekki í efri hluta deildinnar þar sem Stjarnan var rétt í þessu að landa 3-0 sigri á FH og munar því fjórum stigum á KA og Stjörnunni í sjöunda og sjötta sæti fyrir lokaumferðina. Fram getur þó enn náð Stjörnunni að stigum. „Málið er að við eigum frábæra frammistöðu í dag. Þetta er lið sem er efst í deildinni og þeir eru ljónheppnir að fara héðan með sigur. Eins og ég segi áttum við að vinna þennan leik þannig ég er virkilega ánægður með strákana, við erum á frábærum stað. Núna er bara smá pása og svo förum við á Skagann og gerum vel og svo vinnum við bikarúrslitaleikinn, þá eru allir himinlifandi”, sagði Hallgrímur kokhraustur. Verður erfitt að mótivera liðið í að klára deildina með því að spila í neðri hlutanum? Nei það verður það ekki. Í fyrra náðum við því ekki, enduðum í sjöunda, við unnum fjóra af fimm í úrslitakeppninni þannig ég reikna ekki með því nei.” Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Hallgrímur Jónasson, þjálfara KA, fannst liðið gera nógu mikið til að fá þrjú stig en situr að lokum uppi með ekkert. „Ég er virkilega svekktur og hefði samt verið svekktur þó við hefðum fengið eitt stig, við áttum bara að vinna þennan leik. Því miður þá klúðrum við held ég þrisvar einn á móti markmanni þar sem við skjótum beint á markmanninn og svo eigum við að fá mesta víti sem ég hef séð í langan tíma en einhvernveginn sjá dómararnir það ekki þegar Viðar (Örn Kjartansson) stígur fram fyrir og hann ætlar að negla boltanum 70 metra í burtu og neglir aftan í Viðar,“ sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik. „Því miður missti dómarinn af því og það er virkilega svekkjandi því eins og ég sagði hefðum við átt að skora fjögur mörk meira í þessum leik.” „Áttum að vinna þennan leik“ Hallgrímur segir þó að færanýting sé ekki það eina sem skilji liðin að í dag. „Nei, við fáum líka þrjú mörk á okkur. Fáum á okkur þrjú mörk og tvö af þeim er eitthvað sem ég er ekki sáttur með en málið er að við fórum að pressa á þá, fórum ofararlega, þá fóru að koma opnanir en ef þú lítur bara á skot á mark og færi þá eigum við bara að vinna leikinn en Breiðablik er gott lið, þeir skora þrjú mörk og voru ljónheppnir að við skoruðum ekki sex mörk í dag.” Fyrir leikinn í dag hafði KA ekki tapað í síðustu 10 deildarleikjum og hafði sótt flest stig allra liða í seinni umferð deildarkeppninnar. Með tapinu í dag er endanlega ljóst að KA endar ekki í efri hluta deildinnar þar sem Stjarnan var rétt í þessu að landa 3-0 sigri á FH og munar því fjórum stigum á KA og Stjörnunni í sjöunda og sjötta sæti fyrir lokaumferðina. Fram getur þó enn náð Stjörnunni að stigum. „Málið er að við eigum frábæra frammistöðu í dag. Þetta er lið sem er efst í deildinni og þeir eru ljónheppnir að fara héðan með sigur. Eins og ég segi áttum við að vinna þennan leik þannig ég er virkilega ánægður með strákana, við erum á frábærum stað. Núna er bara smá pása og svo förum við á Skagann og gerum vel og svo vinnum við bikarúrslitaleikinn, þá eru allir himinlifandi”, sagði Hallgrímur kokhraustur. Verður erfitt að mótivera liðið í að klára deildina með því að spila í neðri hlutanum? Nei það verður það ekki. Í fyrra náðum við því ekki, enduðum í sjöunda, við unnum fjóra af fimm í úrslitakeppninni þannig ég reikna ekki með því nei.”
Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira