Nú árið er liðið í aldanna skaut Sigurður Páll Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 12:02 Í dag 30. ágúst er næst síðasti dagur fiskveiðikvóta ársins og útgerðir að undirbúa sig fyrir nýtt fiskveiðiár sem hefst 1. september. Margir eru hugsi yfir því að ekki hafi tekist að byggja upp fiskistofna þá sérstaklega þorskstofninn í fiskveiðistjórnunarkerfi sem unnið hefur verið eftir með sama móteli í 40 ár. Þó undirritaður hafi í 40 ár stutt fiskveiðistjórnunar kerfið sem byggt er upp með sjónarmiði að sjálfbærri nýtingu fiskistofna eftir ráðgjöf fiskifræðinga hefur mótelið verið meitlað í stein og gagnrýnum gleraugum komið fyrir ofan í skúffu. Svörin sem fást þegar spurt er út í óhagganleika mótelsins í fiskveiðistjórnunarkerfinu sem raun ber vitni um, er svarið: Kerfið verður að vera í föstum skorðum svo hægt sé með vissu að bera saman á milli ára, árangurinn! Gott og vel en fiskarnir hafa sporð og ugga sem þeir nota til að eltast við ætið sem er hreyfanlegt í hafdjúpunum líkt og fiskurinn er við það eltist. Göngumynstur fiska er breytilegt milli ára þó hrygningarfiskur leiti á svipaðar slóðir á milli ára. Nú og hitastig sjávar er breytilegt á milli ára og svo mætti lengi telja…. Sjálfur hef ég verið viðloðandi sjómennsku í rúm 40 ár. Þegar ég settist fyrst inná alþingi hausið 2013 og steig í pontu til að ræða um sjávarútvegsmál, tæmdist þingsalurinn mér til undrunar og vissi ekki hvaðan á mér stóð veðrið. Eftir að hafa útilokað eigin andremmu, óburstaðar tennur eða opna buxnaklauf komst ég að því, eftir töluverðar rannsóknir, að þingmenn höfðu enga áhuga á sjávarútvegsmálum nema ef vera skildi að hækka veiðigjöld. Hafrannsóknarstofnun fær ekki nægjanlegt fjármagn til rannsókna og tek ég heilshugar undir það og veit að starfsemi stofnunarinnar er unnin eftir bestu getu eftir því fjármagni sem henni er skammtað. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að rannsóknir á lífríki sjávar við Íslands stendur sé fjármagnað með þeim hætti að trúverðuleiki og yfirsýn um stöðu á fiskimiðum okkar standist! Í því sambandi langar mig að nefna bann við veiðum á hvítlúðu. Árið 2012 var bein sókn í veiðar á hvítlúðu bönnuð og ef lúða kæmi í veiðafæri skipa með dregin veiðafæri (troll eða snuruvoð) og net skildi henni landað sem (vs) afla til ríkisins eða hafró. Lúða sem kæmi á línukróka eða handfæri skildi skorið á króktauminn hvort sem lúðan væri lifandi eða dauð og henni skilað í sjóinn. Núna 12 árum seinna hefur ekkert breyst hvað þetta lúðubann varðar en lúðan kemur í veiðafærin í miklu magni sem aldei fyrr. Margar fyrirspurnir hef ég lagt fyrir sjávarútvegsráðherra um þetta bann, af og til þessi 12 ár og komið með ýmsar tillögur en árangurinn er enginn, því Hafrannsóknarstofnun Íslands fær ekki fjármagn til rannsókna. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Sjávarútvegur Miðflokkurinn Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag 30. ágúst er næst síðasti dagur fiskveiðikvóta ársins og útgerðir að undirbúa sig fyrir nýtt fiskveiðiár sem hefst 1. september. Margir eru hugsi yfir því að ekki hafi tekist að byggja upp fiskistofna þá sérstaklega þorskstofninn í fiskveiðistjórnunarkerfi sem unnið hefur verið eftir með sama móteli í 40 ár. Þó undirritaður hafi í 40 ár stutt fiskveiðistjórnunar kerfið sem byggt er upp með sjónarmiði að sjálfbærri nýtingu fiskistofna eftir ráðgjöf fiskifræðinga hefur mótelið verið meitlað í stein og gagnrýnum gleraugum komið fyrir ofan í skúffu. Svörin sem fást þegar spurt er út í óhagganleika mótelsins í fiskveiðistjórnunarkerfinu sem raun ber vitni um, er svarið: Kerfið verður að vera í föstum skorðum svo hægt sé með vissu að bera saman á milli ára, árangurinn! Gott og vel en fiskarnir hafa sporð og ugga sem þeir nota til að eltast við ætið sem er hreyfanlegt í hafdjúpunum líkt og fiskurinn er við það eltist. Göngumynstur fiska er breytilegt milli ára þó hrygningarfiskur leiti á svipaðar slóðir á milli ára. Nú og hitastig sjávar er breytilegt á milli ára og svo mætti lengi telja…. Sjálfur hef ég verið viðloðandi sjómennsku í rúm 40 ár. Þegar ég settist fyrst inná alþingi hausið 2013 og steig í pontu til að ræða um sjávarútvegsmál, tæmdist þingsalurinn mér til undrunar og vissi ekki hvaðan á mér stóð veðrið. Eftir að hafa útilokað eigin andremmu, óburstaðar tennur eða opna buxnaklauf komst ég að því, eftir töluverðar rannsóknir, að þingmenn höfðu enga áhuga á sjávarútvegsmálum nema ef vera skildi að hækka veiðigjöld. Hafrannsóknarstofnun fær ekki nægjanlegt fjármagn til rannsókna og tek ég heilshugar undir það og veit að starfsemi stofnunarinnar er unnin eftir bestu getu eftir því fjármagni sem henni er skammtað. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að rannsóknir á lífríki sjávar við Íslands stendur sé fjármagnað með þeim hætti að trúverðuleiki og yfirsýn um stöðu á fiskimiðum okkar standist! Í því sambandi langar mig að nefna bann við veiðum á hvítlúðu. Árið 2012 var bein sókn í veiðar á hvítlúðu bönnuð og ef lúða kæmi í veiðafæri skipa með dregin veiðafæri (troll eða snuruvoð) og net skildi henni landað sem (vs) afla til ríkisins eða hafró. Lúða sem kæmi á línukróka eða handfæri skildi skorið á króktauminn hvort sem lúðan væri lifandi eða dauð og henni skilað í sjóinn. Núna 12 árum seinna hefur ekkert breyst hvað þetta lúðubann varðar en lúðan kemur í veiðafærin í miklu magni sem aldei fyrr. Margar fyrirspurnir hef ég lagt fyrir sjávarútvegsráðherra um þetta bann, af og til þessi 12 ár og komið með ýmsar tillögur en árangurinn er enginn, því Hafrannsóknarstofnun Íslands fær ekki fjármagn til rannsókna. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar