Ein óvæntustu úrslit sögunnar: „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 07:32 Carlos Alcaraz tapaði úrslitaleik Ólympíuleikanna í París og er nú úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í annarri umferð. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Carlos Alcaraz er úr leik á Opna bandaríska risamótinu í tennis eftir mjög óvænt tap á móti Hollendingnum Botic Van De Zandschulp í annarri umferð í nótt. Þriðji efsti maður heimslistans þótti líklegur til afreka á mótinu í New York en var ólíkur sjálfum sér í þessum leik. Van De Zandschulp, sem er aðeins í 74. sæti á heimslistans, vann leikinn í þremur settum 6-1, 7-5 og 6-4. Hollendingurinn Botic van De Zandschulp fagnar sigri sínum á Carlos Alcaraz í nótt.EPA-EFE/SARAH YENESEL Með þessu endaði fimmtán leikja sigurganga Alcaraz á risamótum í ár en hann var búinn að vinna bæði Opna franska og Wimbledon mótið á þessu ári. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við „Ég var að keppa við sjálfan mig, í huganum, allan leikinn. Í tennis ertu að spila við mótherja sem vill það sama og þú, sem er að vinna. Þú verður að halda ró þinni og reyna að gera góða hluti. Í dag var ég að spila á móti mótherja mínum en líka að spila við sjálfan mig í huganum. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við,“ sagði Carlos Alcaraz. Botic van de Zandschulp just knocked Carlos Alcaraz out of the US Open! pic.twitter.com/QK3ZrkoPgx— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2024 Alcaraz hefur spilað marga leiki í sumar því hann vann Opna franska í júní og Wimbledon í júlí. Hann fékk síðan silfur á Ólympíuleikunum í París eftir tap á móti Novak Djokovic í úrslitaleiknum. „Líklegast mætti ég ekki með þá orku sem ég þurfti að hafa. Ég vil samt ekki nota það sem afsökun,“ sagði Alcaraz. Ótrúlegt kvöld fyrir mig Mótherji hans var í skýjunum eftir sigurinn. „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna ef ég segi alveg eins og er. Þetta hefur verið ótrúlegt kvöld fyrir mig,“ sagði Botic Van De Zandschulp sem kom sér heldur betur á tenniskortið með þessum sigri. Þetta er í fyrsta sinn frá 2006 þar sem einn af þremur efstu röðuðu körlunum á Opna bandaríska meistaramótinu tapar í fyrstu tveimur umferðunum. Í fyrsta sinn á þessari öld Þetta er líka í fyrsta sinn á þessari öld þar sem sigurstranglegasti keppandi mótsins tapar svona snemma. Það gerðist síðast árið 1999 þegar ríkjandi meistari, Patrick Rafter, hætti í annarri umferð vegna meiðsla. Fyrir leikinn í nótt var Alcaraz líka 25-1 á móti mönnum sem voru ekki meðal þeirra fimmtíu efstu í heimi. Eina tapið hafði komið á móti Mikael Ymer (þá í 95. sæti) á Opna ástralska mótinu árið 2021. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Tennis Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Sjá meira
Þriðji efsti maður heimslistans þótti líklegur til afreka á mótinu í New York en var ólíkur sjálfum sér í þessum leik. Van De Zandschulp, sem er aðeins í 74. sæti á heimslistans, vann leikinn í þremur settum 6-1, 7-5 og 6-4. Hollendingurinn Botic van De Zandschulp fagnar sigri sínum á Carlos Alcaraz í nótt.EPA-EFE/SARAH YENESEL Með þessu endaði fimmtán leikja sigurganga Alcaraz á risamótum í ár en hann var búinn að vinna bæði Opna franska og Wimbledon mótið á þessu ári. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við „Ég var að keppa við sjálfan mig, í huganum, allan leikinn. Í tennis ertu að spila við mótherja sem vill það sama og þú, sem er að vinna. Þú verður að halda ró þinni og reyna að gera góða hluti. Í dag var ég að spila á móti mótherja mínum en líka að spila við sjálfan mig í huganum. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við,“ sagði Carlos Alcaraz. Botic van de Zandschulp just knocked Carlos Alcaraz out of the US Open! pic.twitter.com/QK3ZrkoPgx— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2024 Alcaraz hefur spilað marga leiki í sumar því hann vann Opna franska í júní og Wimbledon í júlí. Hann fékk síðan silfur á Ólympíuleikunum í París eftir tap á móti Novak Djokovic í úrslitaleiknum. „Líklegast mætti ég ekki með þá orku sem ég þurfti að hafa. Ég vil samt ekki nota það sem afsökun,“ sagði Alcaraz. Ótrúlegt kvöld fyrir mig Mótherji hans var í skýjunum eftir sigurinn. „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna ef ég segi alveg eins og er. Þetta hefur verið ótrúlegt kvöld fyrir mig,“ sagði Botic Van De Zandschulp sem kom sér heldur betur á tenniskortið með þessum sigri. Þetta er í fyrsta sinn frá 2006 þar sem einn af þremur efstu röðuðu körlunum á Opna bandaríska meistaramótinu tapar í fyrstu tveimur umferðunum. Í fyrsta sinn á þessari öld Þetta er líka í fyrsta sinn á þessari öld þar sem sigurstranglegasti keppandi mótsins tapar svona snemma. Það gerðist síðast árið 1999 þegar ríkjandi meistari, Patrick Rafter, hætti í annarri umferð vegna meiðsla. Fyrir leikinn í nótt var Alcaraz líka 25-1 á móti mönnum sem voru ekki meðal þeirra fimmtíu efstu í heimi. Eina tapið hafði komið á móti Mikael Ymer (þá í 95. sæti) á Opna ástralska mótinu árið 2021. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Tennis Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Sjá meira