Viðskipti innlent

Innáskipting hjá Kviku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurgeir Guðlaugsson er kominn í stjórn Kviku.
Sigurgeir Guðlaugsson er kominn í stjórn Kviku. vísir/s2s

Sigurgeir Guðlaugsson, sem hefur verið varamaður í stjórn Kviku banka tekur sæti Guðmundar Arnar Þórðarsonar og kemur nýr inn í stjórn bankans. Guðmundur Örn tók á dögunum við starfi framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Kviku.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er stjórnarformaður Kviku. Auk hans og Sigurgeirs sitja Guðjón Reynisson, Helga Kristín Auðunsdóttir og Ingunn Svala Leifsdóttir í stjórninni.

Ármann Þor­valds­son for­stjóri Kviku banka fagnaði komu Guðmundar úr stjórn í starf framkvæmdastjóra á dögunum.

„Það er mik­ill feng­ur fyr­ir okk­ur að fá Guðmund til liðs við stjórn­endat­eymi Kviku. Hann hef­ur ára­tuga reynslu í fyr­ir­tækjaráðgjöf og fjár­fest­ing­um, er mjög vel tengd­ur í ís­lensku viðskipta­lífi og hef­ur mikla þekk­ingu á allri starf­semi Kviku eft­ir margra ára störf í stjórn bank­ans og dótt­ur­fyr­ir­tækj­um hans í Bretlandi,“ sagði Ármann.


Tengdar fréttir

Gera margvíslegar athugasemdir við starfshætti Kviku

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kvika banki hafi brotið gegn ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Margvíslegar athugasemdir eru gerðar við starfshætti í tengslum við áhættumat bankans, áreiðanleikakannanir og rekjanleika í upplýsingakerfum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×