„Við þurfum bara að læra að segja nei“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 22:36 Aðgerðir á Breiðamerkurjökli í gær séðar úr fjarska. Vísir/Vilhelm Leiðsögumaður, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasölufyrirtæki og þjóðgarðurinn Vatnajökull brugðust í aðdraganda slyssins á Breiðamerkurjökli þar sem tveir bandarískir ferðamenn lentu undir ís í fyrradag. Þetta er mat Stephan Mantler jöklaleiðsögumanns sem hefur áratuga reynslu af jökla- og fjallamennsku á Íslandi. „Það var mjög greinilegt að það var ekki gott færi að fara þarna,“ segir Stephan í samtali við Vísi, en hann er sjálfur í björgunarsveit og tók þátt í útkallinu þegar leitað var að ferðamönnum undir ísnum eftir slysið. Stephan hafði sjálfur ekki komið á svæðið í dálítinn tíma, og það kom honum á óvart að enn væri verið að fara í ferðir á þessar slóðir miðað við stöðuna á jöklinum á þessum árstíma. Ísinn hafi greinilega bráðnað mikið yfir sumarið, snjórinn og ísinn víða laus og veikur í sér og vakir og kraplaugar hafi myndast í jökulsporðinum. Ísbogi kunni að hafa brotnað „Aðal málið er bara að þegar þú stendur fyrir neðan einhvern vegg eða undir einhverju þaki sem er ekki traust sem getur hrunið niður,“ segir Stephan. „Ég veit nú ekki hvernig þetta var áður en þetta fór niður en mig grunar að hafi verið svona bogi, það var kannski ekki búið að hugsa út í það því það er hættulegt þegar það er myndast svona ísbogi af því ísinn bráðnar svo mikið.“ Stephan Mantler er duglegur að birta myndir á Instagram-reikningi sínum úr jöklaferðum.Instagram/stephan mantler Hann bendir á að ísinn bráðni mikið yfir sumarið, sérstaklega í ágúst og september. „Það var búið að vera hlýtt og sólskin bara í margar vikur og svo fer ísinn bara í sundur,“ segir Stephan. „Það er öðruvísi að fara þarna að vetri til þegar ísinn er fast frosinn og allt gott. En að sumri til þá er ekki í lagi að fara kannski bara einu sinni í viku og skoða aðstæður, það þarf að fara á hverjum einasta degi og skoða það vel.“ Nær allir hlutaðeigandi hafi brugðist Á heimasíðu sinni í dag birtir Stephan ítarlega greiningu á því sem hann telur að kunni að hafa farið úrskeiðis, og hvað megi ef til vill læra af þeim skelfilega atburði sem varð í á Breiðamerkurjökli í fyrradag. Þar rekur Stephan hvaða ábyrgð hlutaðeigandi aðilar eigi að bera og kemst loks að þeirri niðurstöðu að flestir hafi brugðist. Leiðsögumaðurinn hafi brugðist viðskiptavinum með því að sjá ekki fyrir, leggja rétt mat á eða koma í veg fyrir yfirvofandi hættu. Ferðaþjónustufyrirtækið að baki ferðinni hafi brugðist með því að vera viljugt til að bjóða upp á ferð sem í felist mikil áhætta, ótryggar aðstæður og án þess að veita leiðsögumanni nauðsynleg tæki, þjálfun og stuðning við að leysa úr áhættu. Þá hafi söluaðili, netsölufyrirtæki sem selur í ferðirnar, brugðist einnig með því að yfir höfuð selja miða í slíka ferð sem markaðsett sé sem „öruggt ævintýri“. Loks telur Stephan að þjóðgarðurinn sem stjórnvaldsstofnun beri einnig ábyrgð með því að hafa ekki haldið úti nægilegu eftirliti með starfsemi á jöklinum og hafi láðst að leggja mat á áhættu eða grípa til viðeigandi aðgerða. „Hver og einn þessara aðila hefði getað komið í veg fyrir harmleikinn með viðeigandi aðgerðum. Það gerði enginn. Á grundvelli sjálfumgleiði, fjárhagslegra hvata, ytri þrýstings eða kæruleysis,“ skrifar Stephan í grein sinni sem er á ensku. Kallar eftir hugafarsbreytingu Hann kveðst vona að hægt verði að draga lærdóm af því sem gerðist til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Það sé auðvelt að vera vitur eftir á og dæma það sem betur hefði mátt fara, en margt liggi að baki og hollt sé fyrir alla innan bransans að líta í eigin barm. View this post on Instagram A post shared by stephan mantler (@stepman) „En það er svo margt á bak við þetta, það er svo mikil pressa á leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækjum kannski sem selja þessar ferðir, svo eru önnur fyrirtæki sem eru að fara í ferðirnar,“ segir Stephan. Hann segist hafa heyrt af mörgum sem hafi látið undan pressu, ýmist frá vinnuveitenda, ferðasölufyrirtækjum eða eftirspurn viðskiptavina. „Við þurfum bara að læra að segja nei,“ bætir hann við. Líkt og áður segir er Stephan þaulreyndur jöklaleiðsögumaður og einnig ljósmyndari en hann býður sjálfur upp á ferðir og námsskeið í jöklamennsku. Hann vill meina að um sé að ræða kerfisbundið vandamál og kallar eftir hugarfarsbreytingu um öryggismál í jöklamennsku og ferðamennsku almennt. Það sé ekki nóg að vera með fínar verklagsreglur, gæða staðla og vottanir ef ekki sé farið eftir þeim. „Það þarf að breyta svo miklu. Það þurfa allir að breyta sinni hugsun,“ segir Stephan sem kveðst gera sér grein fyrir að hann fari ekki fram á lítið. Blátt bann við sumarferðum ekki endilega rétta leiðin Til skemmri tíma sé líka hægt að bregðast við með einfaldari aðgerðum. „Ég held að til skamms tíma þá þurfum við held ég að líta til þjóðgarðsins og fá þau kannski í samstarf með sérfræðingum sem eru þaulvanir, að fara saman og kanna aðstæður,“ nefnir hann sem dæmi. Þótt hann sé gagnrýninn á íshellaferðir að síðsumarlagi segist hann ekki endilega á því að það eigi að banna slíkar ferðir með öllu frá vori og fram í október. Það fari eftir tíðarfari ár frá ári hvenær aðstæður leyfa. „Það þarf bara að hugsa þetta vel í hvert sinn fyrir sig.“ Slys á Breiðamerkurjökli Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
„Það var mjög greinilegt að það var ekki gott færi að fara þarna,“ segir Stephan í samtali við Vísi, en hann er sjálfur í björgunarsveit og tók þátt í útkallinu þegar leitað var að ferðamönnum undir ísnum eftir slysið. Stephan hafði sjálfur ekki komið á svæðið í dálítinn tíma, og það kom honum á óvart að enn væri verið að fara í ferðir á þessar slóðir miðað við stöðuna á jöklinum á þessum árstíma. Ísinn hafi greinilega bráðnað mikið yfir sumarið, snjórinn og ísinn víða laus og veikur í sér og vakir og kraplaugar hafi myndast í jökulsporðinum. Ísbogi kunni að hafa brotnað „Aðal málið er bara að þegar þú stendur fyrir neðan einhvern vegg eða undir einhverju þaki sem er ekki traust sem getur hrunið niður,“ segir Stephan. „Ég veit nú ekki hvernig þetta var áður en þetta fór niður en mig grunar að hafi verið svona bogi, það var kannski ekki búið að hugsa út í það því það er hættulegt þegar það er myndast svona ísbogi af því ísinn bráðnar svo mikið.“ Stephan Mantler er duglegur að birta myndir á Instagram-reikningi sínum úr jöklaferðum.Instagram/stephan mantler Hann bendir á að ísinn bráðni mikið yfir sumarið, sérstaklega í ágúst og september. „Það var búið að vera hlýtt og sólskin bara í margar vikur og svo fer ísinn bara í sundur,“ segir Stephan. „Það er öðruvísi að fara þarna að vetri til þegar ísinn er fast frosinn og allt gott. En að sumri til þá er ekki í lagi að fara kannski bara einu sinni í viku og skoða aðstæður, það þarf að fara á hverjum einasta degi og skoða það vel.“ Nær allir hlutaðeigandi hafi brugðist Á heimasíðu sinni í dag birtir Stephan ítarlega greiningu á því sem hann telur að kunni að hafa farið úrskeiðis, og hvað megi ef til vill læra af þeim skelfilega atburði sem varð í á Breiðamerkurjökli í fyrradag. Þar rekur Stephan hvaða ábyrgð hlutaðeigandi aðilar eigi að bera og kemst loks að þeirri niðurstöðu að flestir hafi brugðist. Leiðsögumaðurinn hafi brugðist viðskiptavinum með því að sjá ekki fyrir, leggja rétt mat á eða koma í veg fyrir yfirvofandi hættu. Ferðaþjónustufyrirtækið að baki ferðinni hafi brugðist með því að vera viljugt til að bjóða upp á ferð sem í felist mikil áhætta, ótryggar aðstæður og án þess að veita leiðsögumanni nauðsynleg tæki, þjálfun og stuðning við að leysa úr áhættu. Þá hafi söluaðili, netsölufyrirtæki sem selur í ferðirnar, brugðist einnig með því að yfir höfuð selja miða í slíka ferð sem markaðsett sé sem „öruggt ævintýri“. Loks telur Stephan að þjóðgarðurinn sem stjórnvaldsstofnun beri einnig ábyrgð með því að hafa ekki haldið úti nægilegu eftirliti með starfsemi á jöklinum og hafi láðst að leggja mat á áhættu eða grípa til viðeigandi aðgerða. „Hver og einn þessara aðila hefði getað komið í veg fyrir harmleikinn með viðeigandi aðgerðum. Það gerði enginn. Á grundvelli sjálfumgleiði, fjárhagslegra hvata, ytri þrýstings eða kæruleysis,“ skrifar Stephan í grein sinni sem er á ensku. Kallar eftir hugafarsbreytingu Hann kveðst vona að hægt verði að draga lærdóm af því sem gerðist til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Það sé auðvelt að vera vitur eftir á og dæma það sem betur hefði mátt fara, en margt liggi að baki og hollt sé fyrir alla innan bransans að líta í eigin barm. View this post on Instagram A post shared by stephan mantler (@stepman) „En það er svo margt á bak við þetta, það er svo mikil pressa á leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækjum kannski sem selja þessar ferðir, svo eru önnur fyrirtæki sem eru að fara í ferðirnar,“ segir Stephan. Hann segist hafa heyrt af mörgum sem hafi látið undan pressu, ýmist frá vinnuveitenda, ferðasölufyrirtækjum eða eftirspurn viðskiptavina. „Við þurfum bara að læra að segja nei,“ bætir hann við. Líkt og áður segir er Stephan þaulreyndur jöklaleiðsögumaður og einnig ljósmyndari en hann býður sjálfur upp á ferðir og námsskeið í jöklamennsku. Hann vill meina að um sé að ræða kerfisbundið vandamál og kallar eftir hugarfarsbreytingu um öryggismál í jöklamennsku og ferðamennsku almennt. Það sé ekki nóg að vera með fínar verklagsreglur, gæða staðla og vottanir ef ekki sé farið eftir þeim. „Það þarf að breyta svo miklu. Það þurfa allir að breyta sinni hugsun,“ segir Stephan sem kveðst gera sér grein fyrir að hann fari ekki fram á lítið. Blátt bann við sumarferðum ekki endilega rétta leiðin Til skemmri tíma sé líka hægt að bregðast við með einfaldari aðgerðum. „Ég held að til skamms tíma þá þurfum við held ég að líta til þjóðgarðsins og fá þau kannski í samstarf með sérfræðingum sem eru þaulvanir, að fara saman og kanna aðstæður,“ nefnir hann sem dæmi. Þótt hann sé gagnrýninn á íshellaferðir að síðsumarlagi segist hann ekki endilega á því að það eigi að banna slíkar ferðir með öllu frá vori og fram í október. Það fari eftir tíðarfari ár frá ári hvenær aðstæður leyfa. „Það þarf bara að hugsa þetta vel í hvert sinn fyrir sig.“
Slys á Breiðamerkurjökli Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira