„Veit ekki hvort hún skilur hvað hún gerði“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 17:03 Maja Nilsson Lindelöf á leik með sænska landsliðinu, þar sem eiginmaður hennar spilar. Getty/Jean Catuffe Eiginkona sænska fótboltamannsins Victors Lindelöf virðist hafa valdið aðdáendum Manchester United hugarangri með færslu sinni á Instagram. Maja Nilsson Lindelöf er virk á samfélagsmiðlum og birti í gær mynd af sér með stórar ferðatöskur og skrifaði: „Nú förum við.“ Enskumælandi stuðningsmenn United virðast hafa skilið orð hennar, sem skrifuð voru á sænsku, þannig að Victor Lindelöf væri á förum frá enska félaginu. Sænsku orðin „nu åker vi“ mætti nefnilega skilja sem „here we go“, sem er orðinn þekktur frasi um það þegar félagaskipti eru frágengin. Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano notar þannig þessi orð iðulega þegar hann greinir frá félagaskiptum. Lindelöf hefur ekki verið með United í upphafi nýrrar leiktíðar og eftir kaup félagsins á nýjum miðvörðum verið sagður á förum frá félaginu í sumar. Þess vegna virðast margir hafa talið færslu Maju vera staðfestingu á því, eins og sjá má í ummælum við færsluna. View this post on Instagram A post shared by Maja Nilsson Lindelöf (@majanilssonlindelof) Sænska blaðið Expressen segir að þetta hafi ekki fallið í kramið hjá Youtube-stjörnunni Mark Godbridge sem er með um tvær milljónir áskrifenda á síðunni United Stand, þar sem hann fjallar um United. „Ég veit ekki hvort þetta á að vera eitthvað grín. Ég veit ekki hvort hún skilur hvað hún gerði. En Victor Nilsson Lindelöf er ekki að fara frá Manchester United í þessari viku. Hann er meiddur,“ sagði Goldbridge, en félagaskiptaglugginn á Englandi lokast á föstudaginn. „Í besta falli voru þetta mistök hjá eiginkonu hans sem ætlaði bara að segja frá því að þau væru að fara í ferðalag. Eða kannski vildi hún stríða United-stuðningsmönnum svolítið, sem er ekki mjög gáfulegt að gera nú þegar margir vilja í alvöru losna við hann,“ bætti hann við. Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira
Maja Nilsson Lindelöf er virk á samfélagsmiðlum og birti í gær mynd af sér með stórar ferðatöskur og skrifaði: „Nú förum við.“ Enskumælandi stuðningsmenn United virðast hafa skilið orð hennar, sem skrifuð voru á sænsku, þannig að Victor Lindelöf væri á förum frá enska félaginu. Sænsku orðin „nu åker vi“ mætti nefnilega skilja sem „here we go“, sem er orðinn þekktur frasi um það þegar félagaskipti eru frágengin. Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano notar þannig þessi orð iðulega þegar hann greinir frá félagaskiptum. Lindelöf hefur ekki verið með United í upphafi nýrrar leiktíðar og eftir kaup félagsins á nýjum miðvörðum verið sagður á förum frá félaginu í sumar. Þess vegna virðast margir hafa talið færslu Maju vera staðfestingu á því, eins og sjá má í ummælum við færsluna. View this post on Instagram A post shared by Maja Nilsson Lindelöf (@majanilssonlindelof) Sænska blaðið Expressen segir að þetta hafi ekki fallið í kramið hjá Youtube-stjörnunni Mark Godbridge sem er með um tvær milljónir áskrifenda á síðunni United Stand, þar sem hann fjallar um United. „Ég veit ekki hvort þetta á að vera eitthvað grín. Ég veit ekki hvort hún skilur hvað hún gerði. En Victor Nilsson Lindelöf er ekki að fara frá Manchester United í þessari viku. Hann er meiddur,“ sagði Goldbridge, en félagaskiptaglugginn á Englandi lokast á föstudaginn. „Í besta falli voru þetta mistök hjá eiginkonu hans sem ætlaði bara að segja frá því að þau væru að fara í ferðalag. Eða kannski vildi hún stríða United-stuðningsmönnum svolítið, sem er ekki mjög gáfulegt að gera nú þegar margir vilja í alvöru losna við hann,“ bætti hann við.
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira