Danir hvattir til að eiga neyðarvistir, mat og lyf til þriggja daga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 12:58 Þrátt fyrir að Danir séu nú hvattir til að vera búnir undir neyðarástand segja stjórnvöld að ekki stafi bein hernaðarógn að landinu og ekki sé tilefni til að hamstra vistir. AP/James Brooks Danir eru hvattir til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Um fjórar og hálf milljón Dana sem hafa náð átján ára aldri fá bréf frá stjórnvöldum þess efnis á næstu vikum. Neyðar- og almannavarnastofnun danska ríkisins, sem heyrir undir varnarmálaráðuneytið, og Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra Danmerkur settu á laggirnar svokallað krísuráð fyrr í sumar. Ráðinu var meðal annars falið að útbúa ráðleggingar til borgara um hvernig sé best að búa sig undir mögulegt neyðarástand, hvort sem það er af völdum veður- eða náttúruhamfara, stríðs, netárása, fjölþáttaógna eða annars sem kunni að skapa neyðarástand í landinu. Fram kemur í frétt TV 2 um málið að þrátt fyrir þetta sé það ekki mat stjórnvalda að hernaðarógn sé yfirvofandi sem beinlínis stafi að Danmörku. Borgarar eru engu að síður hvattir til að vera viðbúnir hvers konar krísuástandi. Troels Lund Poulsen er formaður Venstre og varnarmálaráðherra Danmerkur.Facebook/Troels Lund Poulsen „Það geta skollið á krísur af mismunandi toga. Það getur verið loftslagstengt, eða það gæti verið það sem við köllum fjölþáttaógnir,“ er haft eftir Lailu Reenberg, yfirmanns stofnunarinnar. „Þess vegna er gott að sem flestir séu undir það búnir hvað þarf að gera í slíkum aðstæðum. Þá geta stjórnvöld hjálpað þeim sem eiga erfiðara með að hjálpa sér sjálfir og sínu heimilisfólki.“ Líkt og áður segir eiga allir Danir sem náð hafa átján ára aldri von á bréfi í rafrænum pósti frá stjórnvöldum á næstunni þar sem mælt er með því að borgarar hugi að því að hafa eftirfarandi til ráða sem dugar í minnst þrjá daga ef skellur á með neyðarástandi: Þrátt fyrir að skilaboð um að vera búin undir að komast af í þrjá daga séu send út nú liggur ekkert á að fylla á lagerinn eða hamstra vistir að sögn Reenberg. „Þetta er ekki þannig að maður í örvæntingu eigi að fara út og kaupa alla mögulega hluti. Það mikilvæga er að huga að aðstæðum sínum. Eru börn á heimilinu eða fólk með sérstakar þarfir sem þarf að taka tillit til?,“ er haft eftir Reenberg í frétt TV 2. Af tæknilegum ástæðum verður bréfið ekki sent út til allra í einu, og þeir tæplega þrjú hundruð þúsund Danir sem ekki hafa aðgang að netpóstinum, E-Boks, geta nálgast upplýsingarnar á netinu auk þess sem bæklingum verður dreift á bókasöfn og stofnanir um landið. Danmörk Öryggis- og varnarmál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Neyðar- og almannavarnastofnun danska ríkisins, sem heyrir undir varnarmálaráðuneytið, og Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra Danmerkur settu á laggirnar svokallað krísuráð fyrr í sumar. Ráðinu var meðal annars falið að útbúa ráðleggingar til borgara um hvernig sé best að búa sig undir mögulegt neyðarástand, hvort sem það er af völdum veður- eða náttúruhamfara, stríðs, netárása, fjölþáttaógna eða annars sem kunni að skapa neyðarástand í landinu. Fram kemur í frétt TV 2 um málið að þrátt fyrir þetta sé það ekki mat stjórnvalda að hernaðarógn sé yfirvofandi sem beinlínis stafi að Danmörku. Borgarar eru engu að síður hvattir til að vera viðbúnir hvers konar krísuástandi. Troels Lund Poulsen er formaður Venstre og varnarmálaráðherra Danmerkur.Facebook/Troels Lund Poulsen „Það geta skollið á krísur af mismunandi toga. Það getur verið loftslagstengt, eða það gæti verið það sem við köllum fjölþáttaógnir,“ er haft eftir Lailu Reenberg, yfirmanns stofnunarinnar. „Þess vegna er gott að sem flestir séu undir það búnir hvað þarf að gera í slíkum aðstæðum. Þá geta stjórnvöld hjálpað þeim sem eiga erfiðara með að hjálpa sér sjálfir og sínu heimilisfólki.“ Líkt og áður segir eiga allir Danir sem náð hafa átján ára aldri von á bréfi í rafrænum pósti frá stjórnvöldum á næstunni þar sem mælt er með því að borgarar hugi að því að hafa eftirfarandi til ráða sem dugar í minnst þrjá daga ef skellur á með neyðarástandi: Þrátt fyrir að skilaboð um að vera búin undir að komast af í þrjá daga séu send út nú liggur ekkert á að fylla á lagerinn eða hamstra vistir að sögn Reenberg. „Þetta er ekki þannig að maður í örvæntingu eigi að fara út og kaupa alla mögulega hluti. Það mikilvæga er að huga að aðstæðum sínum. Eru börn á heimilinu eða fólk með sérstakar þarfir sem þarf að taka tillit til?,“ er haft eftir Reenberg í frétt TV 2. Af tæknilegum ástæðum verður bréfið ekki sent út til allra í einu, og þeir tæplega þrjú hundruð þúsund Danir sem ekki hafa aðgang að netpóstinum, E-Boks, geta nálgast upplýsingarnar á netinu auk þess sem bæklingum verður dreift á bókasöfn og stofnanir um landið.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira