8 atriði sem losa umferðahnúta Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 26. ágúst 2024 14:02 Breyttar ferðavenjur eru einfaldlega langódýrasta og skynsamlegasta leiðin til að takast á við fjölþætt samfélags vandamál eins og umferðarteppur, mengun, olíubrennslu og lýðsheilsu. Breyttar ferðavenjur er í raun samheiti lausna sem minnka bílnotkun. Þetta þarf nefnilega ekki alltaf að þýða algerlega bíllaus lífstíll því að bílminni lífstíll getur líka haft veruleg áhrif. Vissulega næst mestur árangur ef einhverjir losa sig alveg við bílinn en heildarárangur getur orðið miklu meiri ef hundrað þúsund manns nota bílinn minna. Að setjast aldrei aftur í bíl er hugsun sem flestir Íslendingar eiga erfitt með en að hjóla öðru hvoru eða vinna heima dag og dag er kannski eitthvað sem fleiri gætu tileinkað sér. Ekkert leysir umferðahnúta hraðar eða ódýrar en breyttar ferðavenjur. Hér verður farið yfir lista af framförum á undanförnum árum sem ættu að auðvelda fólki að taka upp bílminni lífstíl. 1 Rafhjól Tilkoma rafhjóla er ein merkilegasta samgöngubylting sögunnar. Lengi hefur verið ljóst að reiðhjól er orkunýtnasti ferðamáti sem til er. Líkamleg áreynsla, brekkur, mótvindur og vegalengdir hefur þó haldið aftur af stórtækri útbreiðslu hjólreiða. Tilkoma rafhjóla er alger leikbreytir sem minnkar líkamlega áreynslu, tekur út leiðinda erfiði í brekkum og mótvindi og gerir fólki kleyft að fara mun lengri ferðir án örmögnunar. Rafhjól gera hjólreiðar einfaldalega auðveldari. 2 Heimavinna Tölvutæknin og reynslan frá Covid sýndu að stór hluti vinnuafls getur að hluta til unnið heima. Ef starfsmenn fyrirtækis, sem annars kæmu á bíl til vinnu, tækju bara einn heimavinnudag í viku myndi umferð til og frá vinnustaðnum minnka um 20%. Með tækninýjungum hefur heimavinna skrifstofufólks aldrei verið auðveldari. 3 Rafskútur Tilkoma rafskútna hefur komið með nýjan vinkil inn í samgöngur. Rafskútur eru afar notendavæn leið til að komast á milli staða og létta verulega á bílaumferð. Akstur á leigðum rafhlaupahjólum er í kringum þrjár milljónir ferða á ári og ef stór hluti þeirra ferða hefði verið mætt með einkabíl er ljóst að umferðateppur væru enn verri. Rafskútur gera breyttar ferðavenjur auðveldari. 4 Heimsendingar Ein afsökunum fyrir ofnotkun einkabíla hefur oft verið að erfitt er að flytja vörur á hjóli eða gangandi þegar verslað er. Nú hefur netverslun breytt leiknum og hægt er að fá allt heim að dyrum eða í næsta pósthólf. Meira að segja bjóða nú matvöruverslanir heimsendingu á rafsendibílum. Þetta minnkar umferð þar sem sendibíllinn sameinar ferðir sem annars væru farnar á mun fleiri einkabílum. Heimsendingar gera þannig bílminni lífstíl auðveldari. 6 Innviðir Hjóla- gönguinnviðir hafa batnað mikið á undanförnum árum. Heilmikið af göngu- og hjólreiðastígum hafa verið lagðir sem auðvelda mjög fólki að nýta breyttar ferðavenjur. 7 Klæðnaður Veðrið er versti óvinur breyttra ferðavenja nema auðvitað heimavinnu. Gæði og fjölbreytileiki útivistarfatnaðar hefur aukist mikið undanfarin ár og nú er mun auðveldara og þægilegra að klæða af sér veðrið. Betri útivistarfatnaður auðveldar göngu- og hjólreiðafólki að takast á við veðrið. 8 Korter Korter er íslenskt app sem gerir allt mat á göngu- og hjólreiðavegalengdum auðveldari. Appið er einfaldlega opnað og hægt að sjá strax hvort áfangastaður sé innan seilingar innan korters gangandi eða hjólandi. Niðurstaða Eins og listinn sýnir er mun auðveldara en áður að tileinka sér breyttar ferðavenjur. Ef hluti borgarbúa tekur upp hluta af þessum lausnum öðru hvoru þá minnkar umferðarþungi strax. Engin önnur lausn gegn umferðateppum höfuðborgarsvæðisins er jafn hraðvirk og ódýr. Breyttar ferðavenjur þurfa ekki kostnaðarsamar og flóknar stórframkvæmdir heldur geta liðkað fyrir umferð núna. Höfundur er sviðsstjóri Orkuskipta og loftslagsmála hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Umhverfismál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Breyttar ferðavenjur eru einfaldlega langódýrasta og skynsamlegasta leiðin til að takast á við fjölþætt samfélags vandamál eins og umferðarteppur, mengun, olíubrennslu og lýðsheilsu. Breyttar ferðavenjur er í raun samheiti lausna sem minnka bílnotkun. Þetta þarf nefnilega ekki alltaf að þýða algerlega bíllaus lífstíll því að bílminni lífstíll getur líka haft veruleg áhrif. Vissulega næst mestur árangur ef einhverjir losa sig alveg við bílinn en heildarárangur getur orðið miklu meiri ef hundrað þúsund manns nota bílinn minna. Að setjast aldrei aftur í bíl er hugsun sem flestir Íslendingar eiga erfitt með en að hjóla öðru hvoru eða vinna heima dag og dag er kannski eitthvað sem fleiri gætu tileinkað sér. Ekkert leysir umferðahnúta hraðar eða ódýrar en breyttar ferðavenjur. Hér verður farið yfir lista af framförum á undanförnum árum sem ættu að auðvelda fólki að taka upp bílminni lífstíl. 1 Rafhjól Tilkoma rafhjóla er ein merkilegasta samgöngubylting sögunnar. Lengi hefur verið ljóst að reiðhjól er orkunýtnasti ferðamáti sem til er. Líkamleg áreynsla, brekkur, mótvindur og vegalengdir hefur þó haldið aftur af stórtækri útbreiðslu hjólreiða. Tilkoma rafhjóla er alger leikbreytir sem minnkar líkamlega áreynslu, tekur út leiðinda erfiði í brekkum og mótvindi og gerir fólki kleyft að fara mun lengri ferðir án örmögnunar. Rafhjól gera hjólreiðar einfaldalega auðveldari. 2 Heimavinna Tölvutæknin og reynslan frá Covid sýndu að stór hluti vinnuafls getur að hluta til unnið heima. Ef starfsmenn fyrirtækis, sem annars kæmu á bíl til vinnu, tækju bara einn heimavinnudag í viku myndi umferð til og frá vinnustaðnum minnka um 20%. Með tækninýjungum hefur heimavinna skrifstofufólks aldrei verið auðveldari. 3 Rafskútur Tilkoma rafskútna hefur komið með nýjan vinkil inn í samgöngur. Rafskútur eru afar notendavæn leið til að komast á milli staða og létta verulega á bílaumferð. Akstur á leigðum rafhlaupahjólum er í kringum þrjár milljónir ferða á ári og ef stór hluti þeirra ferða hefði verið mætt með einkabíl er ljóst að umferðateppur væru enn verri. Rafskútur gera breyttar ferðavenjur auðveldari. 4 Heimsendingar Ein afsökunum fyrir ofnotkun einkabíla hefur oft verið að erfitt er að flytja vörur á hjóli eða gangandi þegar verslað er. Nú hefur netverslun breytt leiknum og hægt er að fá allt heim að dyrum eða í næsta pósthólf. Meira að segja bjóða nú matvöruverslanir heimsendingu á rafsendibílum. Þetta minnkar umferð þar sem sendibíllinn sameinar ferðir sem annars væru farnar á mun fleiri einkabílum. Heimsendingar gera þannig bílminni lífstíl auðveldari. 6 Innviðir Hjóla- gönguinnviðir hafa batnað mikið á undanförnum árum. Heilmikið af göngu- og hjólreiðastígum hafa verið lagðir sem auðvelda mjög fólki að nýta breyttar ferðavenjur. 7 Klæðnaður Veðrið er versti óvinur breyttra ferðavenja nema auðvitað heimavinnu. Gæði og fjölbreytileiki útivistarfatnaðar hefur aukist mikið undanfarin ár og nú er mun auðveldara og þægilegra að klæða af sér veðrið. Betri útivistarfatnaður auðveldar göngu- og hjólreiðafólki að takast á við veðrið. 8 Korter Korter er íslenskt app sem gerir allt mat á göngu- og hjólreiðavegalengdum auðveldari. Appið er einfaldlega opnað og hægt að sjá strax hvort áfangastaður sé innan seilingar innan korters gangandi eða hjólandi. Niðurstaða Eins og listinn sýnir er mun auðveldara en áður að tileinka sér breyttar ferðavenjur. Ef hluti borgarbúa tekur upp hluta af þessum lausnum öðru hvoru þá minnkar umferðarþungi strax. Engin önnur lausn gegn umferðateppum höfuðborgarsvæðisins er jafn hraðvirk og ódýr. Breyttar ferðavenjur þurfa ekki kostnaðarsamar og flóknar stórframkvæmdir heldur geta liðkað fyrir umferð núna. Höfundur er sviðsstjóri Orkuskipta og loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun