Telur að Yoro slái í gegn hjá United: „Pirrandi að mæta honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. ágúst 2024 13:32 Hákon Arnar Haraldsson hefur trú á því að Leny Yoro geri vel í Manchester. Samsett/Vísir/Getty Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson hefur mikla trú á franska varnarmanninum Leny Yoro sem var liðsfélagi Hákons hjá Lille þar til hann skipti til Manchester United í sumar. Hákon kveðst strax hafa séð hversu mikið hæfileikabúnt franski miðvörðurinn er. Yoro er aðeins 18 ára gamall, verður 19 ára í nóvember, en var þrátt fyrir það lykilmaður hjá Lille á síðustu leiktíð. Frammistaða hans kallaði á áhuga margra stærstu félaga heims en Manchester United hreppti hnossið þegar liðið keypti Yoro á um 60 milljónir evra í sumar. Hákon Arnar lék með Yoro í fyrra og segist strax hafa séð hversu miklum hæfileikum miðvörðurinn ungi býr yfir. „Þetta er ótrúlega nútímalegur hafsent. Hann er með alla eiginleikana sem hafsent í dag þarf að hafa. Hann er hávaxinn, góður í loftinu, en samt hrikalega góður á boltann og hraður,“ segir Hákon í samtali við íþróttadeild Vísis. „Ég sá það bara strax þegar ég byrjaði æfa með honum hvað hann var góður. Á miðað við að hann sé bara 2005 model, sem er bara fáránlegt. Ég held hann muni standa sig vel þarna. Maður sá það strax að hann var geggjaður,“ bætir Hákon við. Leiðinlegt að mæta honum á æfingum Aðspurður hvernig hafi verið að eiga við Yoro á æfingum segir Hákon það sannarlega hafa reynt á. „Það bara eiginlega bara leiðinlegt. Hann er yngri en maður sjálfur en samt svona góður, það er eiginlega bara pirrandi að mæta honum sko. En jú, líka bara gaman,“ segir Hákon léttur. Yoro meiddist illa í sumar, fljótlega eftir komuna til Manchester-liðsins, og verður frá í þónokkrar vikur í viðbót. Þrátt fyrir það hefur Hákon trú á því að hann geti stimplað sig inn hjá aðalliði félagsins eftir að hann stígur upp úr meiðslunum. „Ég held það. Þetta er auðvitað risa skref að fara í einn stærsta klúbb í heimi. Ég hef trú á honum, ég held hann hafi þessa eiginleika sem þarf til hjá þessum risaklúbbum,“ segir Hákon. Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira
Yoro er aðeins 18 ára gamall, verður 19 ára í nóvember, en var þrátt fyrir það lykilmaður hjá Lille á síðustu leiktíð. Frammistaða hans kallaði á áhuga margra stærstu félaga heims en Manchester United hreppti hnossið þegar liðið keypti Yoro á um 60 milljónir evra í sumar. Hákon Arnar lék með Yoro í fyrra og segist strax hafa séð hversu miklum hæfileikum miðvörðurinn ungi býr yfir. „Þetta er ótrúlega nútímalegur hafsent. Hann er með alla eiginleikana sem hafsent í dag þarf að hafa. Hann er hávaxinn, góður í loftinu, en samt hrikalega góður á boltann og hraður,“ segir Hákon í samtali við íþróttadeild Vísis. „Ég sá það bara strax þegar ég byrjaði æfa með honum hvað hann var góður. Á miðað við að hann sé bara 2005 model, sem er bara fáránlegt. Ég held hann muni standa sig vel þarna. Maður sá það strax að hann var geggjaður,“ bætir Hákon við. Leiðinlegt að mæta honum á æfingum Aðspurður hvernig hafi verið að eiga við Yoro á æfingum segir Hákon það sannarlega hafa reynt á. „Það bara eiginlega bara leiðinlegt. Hann er yngri en maður sjálfur en samt svona góður, það er eiginlega bara pirrandi að mæta honum sko. En jú, líka bara gaman,“ segir Hákon léttur. Yoro meiddist illa í sumar, fljótlega eftir komuna til Manchester-liðsins, og verður frá í þónokkrar vikur í viðbót. Þrátt fyrir það hefur Hákon trú á því að hann geti stimplað sig inn hjá aðalliði félagsins eftir að hann stígur upp úr meiðslunum. „Ég held það. Þetta er auðvitað risa skref að fara í einn stærsta klúbb í heimi. Ég hef trú á honum, ég held hann hafi þessa eiginleika sem þarf til hjá þessum risaklúbbum,“ segir Hákon.
Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira