Fjárfestum í kennurum Magnús Þór Jónsson skrifar 26. ágúst 2024 11:32 Staðreynd. Það skiptir öllu máli að börn fái góða menntun. Þau eiga rétt á því að í skólanum ríki fagmennska og stöðugleiki. Tölfræði hins íslenska raunveruleika sýnir að kennarar eru þrisvar sinnum líklegri en ófaglærðir til að halda áfram kennslu. Tölfræðin leiðir líka í ljós að fimmti hver sem ráðinn er til kennslu í grunnskóla hefur ekki kennsluréttindi og enn stærra hlutfall er að finna á leikskólastiginu, þar sem þrír af hverjum fjórum hafa ekki kennsluréttindi. Á síðustu tíu árum hefur fjölda þeirra sem sinna kennslu án réttinda í framhaldsskólum fjölgað um 200 á meðan faglærðum hefur fækkað um 100. Það er lykilatriði að við sem samfélag tökum þá ákvörðun að fjárfesta í kennurum með að leiðarljósi að auka fagmennsku. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að öll börn eigi rétt á menntun og þeim sé gert kleift að rækta hæfileika sína og færni. Faglegt starf og stöðugleiki innan skólanna stuðlar að aukinni vellíðan og velferð í samfélaginu. Á sama hátt skilar fjárfesting í menntun sér margfalt til baka því hún bætir félagslega stöðu barna og þau verða hæfari til að takast á við alls konar samfélagslegar áskoranir. Við hljótum sem samfélag að vera sammála um að við viljum fjölga kennurum. Fagmennska og stöðugleiki er það sem samfélagið horfir til að sé rauður þráður í menntun barna á öllum skólastigum og fjárfesting í kennurum kallar á ólíka þætti í þeirra starfi. Það er mikilvægt að við horfum til þess að spyrna við fæti og fylla skólana okkar fagmenntuðum kennurum, börnum til heilla. Hvernig vill íslenskt samfélag fjárfesta í framtíð barnanna sinna? Kennarasamband Íslands er byggt upp af röddum kennara, stjórnenda og ráðgjafa sem hafa valið sér það göfuga og skemmtilega starf að kenna. Þar er auðvitað að finna hugmyndir um hvernig best væri að fjárfesta á þann hátt að fjölga kennurum og með því auka fagmennsku og efla stöðugleika í skólastarfi. Árangursríkasta leiðin er að fá samfélagið til að hugsa þetta með okkur og leggja um leið stjórnvöldum til lausnir. Börnin okkar eiga skilið allt það besta sem völ er á. Menntun barna eykur farsæld þeirra og vellíðan. Ég vona að við sem samfélag séum sammála um það. Til að ná árangri þarf að fjárfesta í kennurum. Börnin okkar eiga skilið fagmennsku og stöðugleika. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Staðreynd. Það skiptir öllu máli að börn fái góða menntun. Þau eiga rétt á því að í skólanum ríki fagmennska og stöðugleiki. Tölfræði hins íslenska raunveruleika sýnir að kennarar eru þrisvar sinnum líklegri en ófaglærðir til að halda áfram kennslu. Tölfræðin leiðir líka í ljós að fimmti hver sem ráðinn er til kennslu í grunnskóla hefur ekki kennsluréttindi og enn stærra hlutfall er að finna á leikskólastiginu, þar sem þrír af hverjum fjórum hafa ekki kennsluréttindi. Á síðustu tíu árum hefur fjölda þeirra sem sinna kennslu án réttinda í framhaldsskólum fjölgað um 200 á meðan faglærðum hefur fækkað um 100. Það er lykilatriði að við sem samfélag tökum þá ákvörðun að fjárfesta í kennurum með að leiðarljósi að auka fagmennsku. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að öll börn eigi rétt á menntun og þeim sé gert kleift að rækta hæfileika sína og færni. Faglegt starf og stöðugleiki innan skólanna stuðlar að aukinni vellíðan og velferð í samfélaginu. Á sama hátt skilar fjárfesting í menntun sér margfalt til baka því hún bætir félagslega stöðu barna og þau verða hæfari til að takast á við alls konar samfélagslegar áskoranir. Við hljótum sem samfélag að vera sammála um að við viljum fjölga kennurum. Fagmennska og stöðugleiki er það sem samfélagið horfir til að sé rauður þráður í menntun barna á öllum skólastigum og fjárfesting í kennurum kallar á ólíka þætti í þeirra starfi. Það er mikilvægt að við horfum til þess að spyrna við fæti og fylla skólana okkar fagmenntuðum kennurum, börnum til heilla. Hvernig vill íslenskt samfélag fjárfesta í framtíð barnanna sinna? Kennarasamband Íslands er byggt upp af röddum kennara, stjórnenda og ráðgjafa sem hafa valið sér það göfuga og skemmtilega starf að kenna. Þar er auðvitað að finna hugmyndir um hvernig best væri að fjárfesta á þann hátt að fjölga kennurum og með því auka fagmennsku og efla stöðugleika í skólastarfi. Árangursríkasta leiðin er að fá samfélagið til að hugsa þetta með okkur og leggja um leið stjórnvöldum til lausnir. Börnin okkar eiga skilið allt það besta sem völ er á. Menntun barna eykur farsæld þeirra og vellíðan. Ég vona að við sem samfélag séum sammála um það. Til að ná árangri þarf að fjárfesta í kennurum. Börnin okkar eiga skilið fagmennsku og stöðugleika. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun