Velferð á þínum forsendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 09:03 Þau sem hafa búið og alist upp í borginni þekkja það vel hvernig borgin hefur breyst og stækkað. Sjálf ólst ég upp í Breiðholtinu inn á fullorðinsár og fluttist þaðan yfir ána í Árbæinn. Á þeim árum voru Árbær og Breiðholt útverðir borgarinnar. Nýju hverfin Grafarvogur og Grafarholt á teikniborðinu. Sem unglingur man ég eftir eldri kynslóðinni kvarta undan því að borgin væri að verða að alltof stór og myndi enda uppá Hellisheiði. Við unglingarnir vorum hæstánægð með þessa þróun, því með stækkandi borg fjölgaði tækifærum okkar til að gera eitthvað skemmtilegt.. Veitingastöðum fjölgaði, bíóin og barirnir urðu fleiri og ýmislegt varð til sem fylgir fjölgun fólks. Kringlan og nýr miðbær sem þar átti að rísa var aðal umræðuefnið og sitt sýndist hverjum. Fyrirsagnir um að dánartilkynningu miðborgarinnar voru tíðar og myndir af tómum Laugavegi voru daglegt brauð. Borgin er alltaf að breytast Ástæða fyrir þessari upprifjun er áminning til okkar um að allt er breytingum háð. Þúsundir verða nýir Reykvíkingar á hverju ári og bara frá árinu 2018 hefur meira en einn Mosfellsbær bæst við íbúafjölda borgarinnar Slík fjölgun hlýtur að hafa mikil áhrif á ekki stærri borg en Reykjavík og þetta finnum við sem stýrum borginni. Öll þjónusta og innviðir, hvort sem við erum að tala um samgöngur, skipulag, menntamál. lýðheilsu eða velferðamál hafa tekið miklum breytingum á undanliðnum árum til að takast á við þessa mannfjölgun.. 15% borgarbúa njóta velferðarþjónustu Grunnur að góðri borg er lýðheilsa og velferð íbúa. En til þess að íbúar finni sér stað, blómstri og dafni þarf góðan stuðning og þjónustu. Góð velferðarþjónusta er þar grundvallaratriði. Sú fjölbreytta þjónusta sem borgin býður uppá má t.d. sjá í nýlegri ársskýrslu Velferðarsviðs Þar kemur fram að 15% borgarbúa eða um 21.000 íbúar borgarinnar njóta velferðarþjónustu borgarinnar. Notendahópur þjónustunnar hefur stækkað undanfarin ár og tekið þó nokkrum breytingum. 32% notenda velferðarþjónustu eru börn Um 4.600 íbúar njóta samþættrar heimaþjónustu og þar af eru um 80% notenda heimahjúkrunar 67 ára og eldri 777 notendur nýta sér akstursþjónustu og fóru 33.261 ferð árið 2023 515 einstaklingar búa í húsnæði fyrir fatlað fólk 88% notenda upplifa vingjarnlegt viðmót hjá starfsfólki Mikið magn áhugaverðra upplýsinga er að finna í ársskýrslunni og vil ég hvetja áhugasöm til að glugga í skýrsluna sem finna á má á reykjavik.is. Engin er eins Mikil þróun hefur verið á þjónustu við eldri Reykvíkinga undan farin ár. Velferðarstefna borgarinnar er skýr og byggir á gildum um virðingu, virkni og velferð íbúa. Reykjavík er í fararbroddi íslenskra sveitarfélaga með samþætta heimahjúkrun og heimaþjónustu, lýðheilsuáherslur á velferð, heilsueflingu, stafræna þróun og aldursvæna borg. Eitt af grunnstefum velferðarþjónustunnar er að engin tvö eru eins. En hvað þýðir það í raun og veru? Jú, það þýðir að undan farin ár hefur verið stefnubreyting í velferðarþjónustu sem miðast að því að verið er að innleiða einstaklingsmiðaða þjónustu. Þannig er bæði tekið mið af þjónustuþörfum hópsins td. aldraðs fólks en þjónustan síðan miðuð að hverjum einstakling fyrir sig með því að kortleggja þarfir og skipuleggja þjónustuna, samskipti, eftirfylgni, endurgjöf og úrbætur. Þetta er mikil breyting sem kallar á aukin samskipti og upplýsingamiðlun. Þannig hefur þjónustan þróast á undanförnum áratugum frá því að tryggja eins samræmda þjónustu og hægt er, yfir í að tryggja nýja einstaklingsmiðaða þjónustu sem byggir á lögum, reglum og meginmarkmiðum. Þannig hefur þjónustan þróast frá því hver þekkir hvern, eins og þekktist vel á áttunda áratugnum yfir í almenna lögbundna þjónustu, í það að nú skal einnig taka mið af því að engin er eins. Takk, starfsfólk í velferðarþjónustu Að lokum langar mig að þakka öllu því frábæra starfsfólki borgarinnar sem alla daga veitir íbúum borgarinnar velferðarþjónustu. Við ykkur vil ég segja, það er mikil árangur að 88% notenda upplifa vingjarnlegt viðmót. Slíkar tölur birtast ekki af sjálfu sér. Til hamingju með það. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og forseti borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Þau sem hafa búið og alist upp í borginni þekkja það vel hvernig borgin hefur breyst og stækkað. Sjálf ólst ég upp í Breiðholtinu inn á fullorðinsár og fluttist þaðan yfir ána í Árbæinn. Á þeim árum voru Árbær og Breiðholt útverðir borgarinnar. Nýju hverfin Grafarvogur og Grafarholt á teikniborðinu. Sem unglingur man ég eftir eldri kynslóðinni kvarta undan því að borgin væri að verða að alltof stór og myndi enda uppá Hellisheiði. Við unglingarnir vorum hæstánægð með þessa þróun, því með stækkandi borg fjölgaði tækifærum okkar til að gera eitthvað skemmtilegt.. Veitingastöðum fjölgaði, bíóin og barirnir urðu fleiri og ýmislegt varð til sem fylgir fjölgun fólks. Kringlan og nýr miðbær sem þar átti að rísa var aðal umræðuefnið og sitt sýndist hverjum. Fyrirsagnir um að dánartilkynningu miðborgarinnar voru tíðar og myndir af tómum Laugavegi voru daglegt brauð. Borgin er alltaf að breytast Ástæða fyrir þessari upprifjun er áminning til okkar um að allt er breytingum háð. Þúsundir verða nýir Reykvíkingar á hverju ári og bara frá árinu 2018 hefur meira en einn Mosfellsbær bæst við íbúafjölda borgarinnar Slík fjölgun hlýtur að hafa mikil áhrif á ekki stærri borg en Reykjavík og þetta finnum við sem stýrum borginni. Öll þjónusta og innviðir, hvort sem við erum að tala um samgöngur, skipulag, menntamál. lýðheilsu eða velferðamál hafa tekið miklum breytingum á undanliðnum árum til að takast á við þessa mannfjölgun.. 15% borgarbúa njóta velferðarþjónustu Grunnur að góðri borg er lýðheilsa og velferð íbúa. En til þess að íbúar finni sér stað, blómstri og dafni þarf góðan stuðning og þjónustu. Góð velferðarþjónusta er þar grundvallaratriði. Sú fjölbreytta þjónusta sem borgin býður uppá má t.d. sjá í nýlegri ársskýrslu Velferðarsviðs Þar kemur fram að 15% borgarbúa eða um 21.000 íbúar borgarinnar njóta velferðarþjónustu borgarinnar. Notendahópur þjónustunnar hefur stækkað undanfarin ár og tekið þó nokkrum breytingum. 32% notenda velferðarþjónustu eru börn Um 4.600 íbúar njóta samþættrar heimaþjónustu og þar af eru um 80% notenda heimahjúkrunar 67 ára og eldri 777 notendur nýta sér akstursþjónustu og fóru 33.261 ferð árið 2023 515 einstaklingar búa í húsnæði fyrir fatlað fólk 88% notenda upplifa vingjarnlegt viðmót hjá starfsfólki Mikið magn áhugaverðra upplýsinga er að finna í ársskýrslunni og vil ég hvetja áhugasöm til að glugga í skýrsluna sem finna á má á reykjavik.is. Engin er eins Mikil þróun hefur verið á þjónustu við eldri Reykvíkinga undan farin ár. Velferðarstefna borgarinnar er skýr og byggir á gildum um virðingu, virkni og velferð íbúa. Reykjavík er í fararbroddi íslenskra sveitarfélaga með samþætta heimahjúkrun og heimaþjónustu, lýðheilsuáherslur á velferð, heilsueflingu, stafræna þróun og aldursvæna borg. Eitt af grunnstefum velferðarþjónustunnar er að engin tvö eru eins. En hvað þýðir það í raun og veru? Jú, það þýðir að undan farin ár hefur verið stefnubreyting í velferðarþjónustu sem miðast að því að verið er að innleiða einstaklingsmiðaða þjónustu. Þannig er bæði tekið mið af þjónustuþörfum hópsins td. aldraðs fólks en þjónustan síðan miðuð að hverjum einstakling fyrir sig með því að kortleggja þarfir og skipuleggja þjónustuna, samskipti, eftirfylgni, endurgjöf og úrbætur. Þetta er mikil breyting sem kallar á aukin samskipti og upplýsingamiðlun. Þannig hefur þjónustan þróast á undanförnum áratugum frá því að tryggja eins samræmda þjónustu og hægt er, yfir í að tryggja nýja einstaklingsmiðaða þjónustu sem byggir á lögum, reglum og meginmarkmiðum. Þannig hefur þjónustan þróast frá því hver þekkir hvern, eins og þekktist vel á áttunda áratugnum yfir í almenna lögbundna þjónustu, í það að nú skal einnig taka mið af því að engin er eins. Takk, starfsfólk í velferðarþjónustu Að lokum langar mig að þakka öllu því frábæra starfsfólki borgarinnar sem alla daga veitir íbúum borgarinnar velferðarþjónustu. Við ykkur vil ég segja, það er mikil árangur að 88% notenda upplifa vingjarnlegt viðmót. Slíkar tölur birtast ekki af sjálfu sér. Til hamingju með það. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og forseti borgarstjórnar.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar