Fótbolti

Af­leysinga­þjálfari Dana missir af leikjum vegna veikinda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Morten Wieghorst glímir við veikindi sem komu til vegna stress og álags.
Morten Wieghorst glímir við veikindi sem komu til vegna stress og álags. Getty/Alexander Scheuber

Morten Wieghorst, tímabundinn landsliðsþjálfari Dana í fótbolta, stýrir ekki liðinu í tveimur landsleikjum í næsta mánuði.

Danska knattspyrnusambandið segir frá því að landsliðsþjálfarinn sé farinn í veikindaleyfi.

Aðstoðarmaður afleysingaþjálfarans, Lars Knudsen, stýrir því danska liðinu á móti Sviss og Serbíu í Þjóðadeildinni í september.

„Það er mjög sorglegt að Morten sé að glíma við þessi veikindi og missir þess vegna af þessum leikjum. Stress hefur því miður áhrif á marga Dani og við tökum þetta mjög alvarlega,“ sagði Peter Møller, yfirmaður knattspyrnumála, í fréttatilkynningu á miðlum danska sambandsins.

Wieghorst er tímabundinn þjálfari landsliðsins út árið 2024. Hann tók við þegar Kasper Hjulmand hætti eftir Evrópumótið í Þýskalandi í sumar.

HInn 47 ára gamli Wieghorst hafði verið aðstoðarþjálfari Hjulmand og séð um föst leikatriði. Hann fékk stöðuhækkun þegar Hjulmand hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×