Innlent

Sjúk­­dómar ógna vel­­ferð ís­­lenska hestsins í sí­auknum mæli

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Íslenski hesturinn.
Íslenski hesturinn. Vísir/Vilhelm

Efnaskiptasjúkdómar eru vaxandi vandamál í íslenska hrossastofninum. Eigendur og umráðamenn hrossa eru hvattir til að þekkja til þessara sjúkdóma en þeir hafa haft þær afleiðingar að sífellt fleirri hross þjást af hófsperru og fleiri fylgikvillum.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Matvælastofnun (MAST). Hófsperra getur verið einstaklega sársaukafull fyrir hross en nauðsynlegt getur verið að aflífa hross sem þjást mikið enda batahorfunar þá litlar. 

Tveir sjúkdómar algengir

„Eigendur og umráðamenn hrossa þurfa að þekkja til þessara sjúkdóma og hvernig þeir geta beitt fyrirbyggjandi aðgerðum, einkum gegn efnaskiptaröskun í hrossum (EMS).“

Sigríður Björnsdóttir, sérgreinadýralæknir hrossa hjá MAST varaði við þessari þróun í nýjasta tímariti Eiðfaxa. Hún listar þar upp tvo efnaskiptasjúkdóma sem eru algengir í hrossum hér á landi og valda báðir hófsperru.

Það eru efnaskiptaröskun (EMS)1 og stýrihormónaröskun í hrossum (PPID)3.

Íslenski hesturinn í aukinni hættu

„Tíðni EMS í íslenska hrossastofninum er ekki þekkt enda er hún breytileg eftir árstíma, fóðrun og notkun hrossa svo eitthvað sé nefnt. Staðbundin fitusöfnun á makka og lend/taglrót er helsta sýnilega einkenni EMS en fyrstu stig sjúkdómsins getur verið erfitt að greina. Sjúkdómurinn er því oft langt genginn þegar hann greinist og hrossið gjarnan komið með hófsperru, annað hvort langvinna eða bráða,“ segir í grein Sigríðar.

Þar kemur jafnframt fram að rannsóknir bendi til þess að íslenski hesturinn falli í hóp hrossakynja sem eru í aukinni hættu á að þróa með sér sjúkdóminn enda með mikla tilhneigingu til fitusöfnunar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×