Harmonikkan er alls staðar að slá í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2024 20:07 Hljómsveitin Blær, sem hefur komið við á nokkrum stöðum í sumar og látið ljós sitt skína með skemmtilegum hljóðfæraleik og söng þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki en önnur skemmtileg hljóðfæri eru líka með. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vinsældir harmonikkunnar, sem hljóðfæris eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um ungt fólk, sem lærir á harmonikku og þá hefur eldri kynslóðin ekki síður gaman af hljóðfærinu. Fréttamaður hitti nokkra flotta hljóðfæraleikara, sem stofnuðu nýlega hljómsveit þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki. Hljómsveitin Blær hefur komið við á nokkrum stöðum í sumar og látið ljós sitt skína með skemmtilegum hljóðfæraleik og söng þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki en önnur skemmtileg hljóðfæri eru líka með eins og saxófónn. Hér er hljómsveitin að spila á Sólheimum í Grímsnesi en í dag á menningarnótt voru þau að spila fjöruga danstónlist í Vélasalnum á Sjóminjasafninu í Reykjavík. Hljómsveitin spilar allskonar lög. „Það eru bæði Bítlarnir og Stuðmenn og ég veit ekki hvað og hvað, Gylfi Ægisson og allir endurvaknir. Við erum mest ellismellir og svo nokkur börn hérna líka í hljómsveitinni,” segir Elísabet Halldóra Einarsdóttir, sem er í forsvari fyrir hljómsveitina en sjálf spilar hún á nikku og syngur. En er ekki gaman að koma svona saman og spila og syngja? „Jú, ég byrjaði á því að stofna þessa hljómsveit í Covidinu og það var svo skemmtilegt og svo höfum við bara haldið áfram síðan 2021 held ég.” Elísabet Halldóra Einarsdóttir, harmoníkuleikari og söngvari bandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elísabet segir að hljómsveitin sé töluvert bókuð næstu vikurnar og mánuði en það megi alltaf bæta eins og einu gikki við. Formaður Félags harmónikkuunnenda segir að vinsældir harmonikkurnar hafi sjaldan eða aldrei verið eins miklar og núna. „Það er ungt fólk, sem er að taka hana trausta taki. Það eru ungir strákar með hljómsveitir til dæmis fyrir norðan, sem kallast “Norðlensku molarnir”. Þeir eru búnir að vera að spila í allt sumar og þetta er bara uppgangur alls staðar, hvar sem er,” segir Gylfi Björgvinsson. Af hverju heldur þú að þetta sé orðið svona vinsælt hljóðfæri? „Harmoníkuleikarar eru bara að verða betri og betri og þeir eru bara að gera góða hluti. Svo verða náttúrulega nikkurnar alltaf betri og betri líka og ég held að þetta sé bara samtvinnandi áhrif,” segir Gylfi, sem er formaður Félags harmónikkuunnenda. Gylfi Björgvinsson, formaður Félags harmonikkuunnendaMagnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Tónlist Menningarnótt Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Hljómsveitin Blær hefur komið við á nokkrum stöðum í sumar og látið ljós sitt skína með skemmtilegum hljóðfæraleik og söng þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki en önnur skemmtileg hljóðfæri eru líka með eins og saxófónn. Hér er hljómsveitin að spila á Sólheimum í Grímsnesi en í dag á menningarnótt voru þau að spila fjöruga danstónlist í Vélasalnum á Sjóminjasafninu í Reykjavík. Hljómsveitin spilar allskonar lög. „Það eru bæði Bítlarnir og Stuðmenn og ég veit ekki hvað og hvað, Gylfi Ægisson og allir endurvaknir. Við erum mest ellismellir og svo nokkur börn hérna líka í hljómsveitinni,” segir Elísabet Halldóra Einarsdóttir, sem er í forsvari fyrir hljómsveitina en sjálf spilar hún á nikku og syngur. En er ekki gaman að koma svona saman og spila og syngja? „Jú, ég byrjaði á því að stofna þessa hljómsveit í Covidinu og það var svo skemmtilegt og svo höfum við bara haldið áfram síðan 2021 held ég.” Elísabet Halldóra Einarsdóttir, harmoníkuleikari og söngvari bandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elísabet segir að hljómsveitin sé töluvert bókuð næstu vikurnar og mánuði en það megi alltaf bæta eins og einu gikki við. Formaður Félags harmónikkuunnenda segir að vinsældir harmonikkurnar hafi sjaldan eða aldrei verið eins miklar og núna. „Það er ungt fólk, sem er að taka hana trausta taki. Það eru ungir strákar með hljómsveitir til dæmis fyrir norðan, sem kallast “Norðlensku molarnir”. Þeir eru búnir að vera að spila í allt sumar og þetta er bara uppgangur alls staðar, hvar sem er,” segir Gylfi Björgvinsson. Af hverju heldur þú að þetta sé orðið svona vinsælt hljóðfæri? „Harmoníkuleikarar eru bara að verða betri og betri og þeir eru bara að gera góða hluti. Svo verða náttúrulega nikkurnar alltaf betri og betri líka og ég held að þetta sé bara samtvinnandi áhrif,” segir Gylfi, sem er formaður Félags harmónikkuunnenda. Gylfi Björgvinsson, formaður Félags harmonikkuunnendaMagnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Tónlist Menningarnótt Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira