Golf

McIlroy grýtti kylfunni sinni út í vatn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rory McIlroy veiðir kylfuna upp úr vatni.
Rory McIlroy veiðir kylfuna upp úr vatni.

Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy lenti í vandræðalegu atviki á BMW meistaramótinu í Denver, Colorado.

McIlroy átti í vandræðum á öðrum hring mótsins og á 17. holu fékk kylfingurinn nóg. 

Eftir að hafa átt mislukkað teighögg grýtti McIlroy kylfunni frá sér. Því miður fyrir hann fór kylfan út í vatn. Það var því heldur lúpulegur McIlroy sem þurfti að veiða kylfuna upp úr vatninu.

McIlroy lék á einu höggi undir pari í gær og er samtals á þremur höggum undir pari. Hann er í 15. sæti mótsins, tíu höggum á eftir forystusauðnum, Adam Scott.

McIlroy hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarnar vikur og komst meðal annars ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×