Ronda biðst afsökunar: „Á skilið að vera hötuð og fyrirlitin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2024 08:01 Ronda Rousey er í frægðarhöll UFC. getty/Brandon Magnus Bardagakonan Ronda Rousey hefur beðist afsökunar á að hafa dreift samsæriskenningamyndbandi um Sandy Hook skotárásina. Árið 2013 birti Ronda YouTube-myndband á Twitter þar sem efast er um það sem gerðist í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólanum þann 14. desember 2012 þar sem 26 manns létust. Á dögunum fékk Ronda fjölda spurninga á Reddit um myndbandið sem hún dreifði á sínum tíma. Í gærmorgun birti Ronda svo yfirlýsingu á X þar sem hún baðst afsökunar á að hafa birt myndbandið. Ronda ætlaði að hafa afsökunarbeiðnina í seinni hluta ævisögu sinnar, Our Fight, sem kom út fyrr á þessu ári en útgefendur báðu hana um að sleppa því. „Í hreinskilni sagt á ég skilið að vera hötuð, fyrirlitin og þaðan af verra fyrir þetta,“ skrifaði Ronda á X. „Ég á skilið að glata öllum mínum tækifærum. Það hefði átt að slaufa mér. Ég hefði átt það skilið og á það enn. Ég biðst afsökunar á að þetta komi ellefu árum of seint en frá dýpstu hjartarótum er ég miður mín yfir því að hafa valdið þeim sem eiga um sárt að binda vegna Sandy Hook fjöldamorðsins sársauka. Ég get ekki byrjað að ímynda mér sársaukann sem þið hafið upplifað og orð fá því ekki lýst hversu full iðrunar ég er og hversu mikið ég skammast mín fyrir að hafa átt þátt í því.“ Ronda sagðist jafnframt hafa skammast sín á hverjum degi síðan hún birti myndbandið og muni gera það allt til æviloka. pic.twitter.com/JpBZ0R0VKr— Ronda Rousey (@RondaRousey) August 23, 2024 Ronda átti farsælan feril í UFC áður en hún færði sig yfir í WWE fjölbragðaglímuna. Hún er vinsælasta íþróttakona heims á Instagram en þar er hún með 17,5 milljónir fylgjenda. MMA Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Árið 2013 birti Ronda YouTube-myndband á Twitter þar sem efast er um það sem gerðist í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólanum þann 14. desember 2012 þar sem 26 manns létust. Á dögunum fékk Ronda fjölda spurninga á Reddit um myndbandið sem hún dreifði á sínum tíma. Í gærmorgun birti Ronda svo yfirlýsingu á X þar sem hún baðst afsökunar á að hafa birt myndbandið. Ronda ætlaði að hafa afsökunarbeiðnina í seinni hluta ævisögu sinnar, Our Fight, sem kom út fyrr á þessu ári en útgefendur báðu hana um að sleppa því. „Í hreinskilni sagt á ég skilið að vera hötuð, fyrirlitin og þaðan af verra fyrir þetta,“ skrifaði Ronda á X. „Ég á skilið að glata öllum mínum tækifærum. Það hefði átt að slaufa mér. Ég hefði átt það skilið og á það enn. Ég biðst afsökunar á að þetta komi ellefu árum of seint en frá dýpstu hjartarótum er ég miður mín yfir því að hafa valdið þeim sem eiga um sárt að binda vegna Sandy Hook fjöldamorðsins sársauka. Ég get ekki byrjað að ímynda mér sársaukann sem þið hafið upplifað og orð fá því ekki lýst hversu full iðrunar ég er og hversu mikið ég skammast mín fyrir að hafa átt þátt í því.“ Ronda sagðist jafnframt hafa skammast sín á hverjum degi síðan hún birti myndbandið og muni gera það allt til æviloka. pic.twitter.com/JpBZ0R0VKr— Ronda Rousey (@RondaRousey) August 23, 2024 Ronda átti farsælan feril í UFC áður en hún færði sig yfir í WWE fjölbragðaglímuna. Hún er vinsælasta íþróttakona heims á Instagram en þar er hún með 17,5 milljónir fylgjenda.
MMA Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira