Arne Slot ætlaði ekki að vera svona harðorður um Quansah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2024 18:00 Jarell Quansah var í byrjunarliði Liverpool í fyrsta leik tímabilsins en var síðan tekinn af velli í hálfleik á móti Ipswich Town. Getty/Bradley Collyer Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, var á blaðamannafundi í dag spurður út í ákvörðun sína að taka Jarell Quansah af velli í hálfleik á móti Ipswich. Quansah var tekinn af velli í stöðunni 0-0 og eftir dapran fyrri hálfleik hjá Liverpool. Liverpool tók yfir leikinn í þeim seinni og vann sannfærandi 2-0 sigur. Ibrahima Konate kom inn fyrir Quansah. Á blaðamannafundinum var Slot spurður út í viðbrögð miðvarðarins unga. Það vakti talverða athygli þegar Slot sagði eftir leikinn að hann hefði tekið miðvörðinn af velli vegna þess að Quansah hefði tapað öllum einvígum sínum í hálfleiknum. „Hann brást við eins og þú býst við að leikmaður bregðist við. Ég ræddi við hann strax eftir leikinn og svo aftur daginn eftir. Í lok þess samtals spurði hann hvort hann mætti æfa á sunnudeginum. Hann hefði því átt að vera í endurheimt en vildi æfa,“ sagði Slot. Hinn 21 árs gamli Quansah vildi ólmur vinna í sínum leik og það sem fyrst. „Því miður þá meiddist hann á þriðjudaginn og gat ekki æft með okkur á miðvikudaginn. Við sjáum til hvort hann geti æft með okkur í dag,“ sagði Slot. Liverpool mætir Brentford á Anfield á sunnudaginn. „Ég held að það sé ekki mikið í þessu satt að segja. Kannski var enskukunnáttan mín vandamálið. Ég ætlaði aldrei að segja að hann hafi tapað öllum einvígum. Hann tapaði aftur á móti nokkrum mikilvægum einvígum og einu af þeim rétt fyrir hálfleik,“ sagði Slot. „Það sem mér hefur verið sagt er að ég hafi sagt hann hafa tapað öllum einvígum en ég ætlaði ekki að segja það,“ sagði Slot. Slot on Quansah: "Spoke to him immediately after the game and on Sunday. On Tuesday he picked up a bit of a injury so let's see if he can train today. I just said he lost one or two important duels."— James Pearce (@JamesPearceLFC) August 23, 2024 Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Quansah var tekinn af velli í stöðunni 0-0 og eftir dapran fyrri hálfleik hjá Liverpool. Liverpool tók yfir leikinn í þeim seinni og vann sannfærandi 2-0 sigur. Ibrahima Konate kom inn fyrir Quansah. Á blaðamannafundinum var Slot spurður út í viðbrögð miðvarðarins unga. Það vakti talverða athygli þegar Slot sagði eftir leikinn að hann hefði tekið miðvörðinn af velli vegna þess að Quansah hefði tapað öllum einvígum sínum í hálfleiknum. „Hann brást við eins og þú býst við að leikmaður bregðist við. Ég ræddi við hann strax eftir leikinn og svo aftur daginn eftir. Í lok þess samtals spurði hann hvort hann mætti æfa á sunnudeginum. Hann hefði því átt að vera í endurheimt en vildi æfa,“ sagði Slot. Hinn 21 árs gamli Quansah vildi ólmur vinna í sínum leik og það sem fyrst. „Því miður þá meiddist hann á þriðjudaginn og gat ekki æft með okkur á miðvikudaginn. Við sjáum til hvort hann geti æft með okkur í dag,“ sagði Slot. Liverpool mætir Brentford á Anfield á sunnudaginn. „Ég held að það sé ekki mikið í þessu satt að segja. Kannski var enskukunnáttan mín vandamálið. Ég ætlaði aldrei að segja að hann hafi tapað öllum einvígum. Hann tapaði aftur á móti nokkrum mikilvægum einvígum og einu af þeim rétt fyrir hálfleik,“ sagði Slot. „Það sem mér hefur verið sagt er að ég hafi sagt hann hafa tapað öllum einvígum en ég ætlaði ekki að segja það,“ sagði Slot. Slot on Quansah: "Spoke to him immediately after the game and on Sunday. On Tuesday he picked up a bit of a injury so let's see if he can train today. I just said he lost one or two important duels."— James Pearce (@JamesPearceLFC) August 23, 2024
Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira