Mikilvægi þess að taka húsnæðisliðinn úr neysluvísitölunni Anton Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2024 18:02 Vísitala neysluverðs (VNV) er ein af mikilvægustu mælieiningum sem notuð er til að meta verðlagsbreytingar á Íslandi. Vísitalan hefur bein áhrif á fjármál heimilanna, til dæmis með því að hafa áhrif á verðtryggðar skuldir og húsnæðislán. VNV inniheldur ýmsa þætti, þar á meðal verðlag á hrávöru og húsnæði. Húsnæðisverð hefur undanfarið haft mikið vægi í vísitölunni vegna verulegra verðhækkana á fasteignamarkaði, sem stafar að miklu leyti af mikilli umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Þessar hækkanir hafa kynt undir verðbólgu, sem stendur nú í 6,3%. Verðbólguhvetjandi þáttur Þar sem húsnæðisverð hefur svo mikil áhrif á VNV, verður það sjálfkrafa verðbólgu hvetjandi þáttur. Þegar húsnæðisliðurinn hækkar, hækkar vísitalan í heild sinni, sem aftur hækkar verðtryggðar skuldir heimila. Þetta býr til vítahring þar sem verðbólga kallar á hærri afborganir, sem gerir fjárhag heimila enn erfiðari. Það er því mikilvægt að Alþingi taki málið til skoðunar og setji á dagskrá að fjarlægja húsnæðisliðinn úr VNV. Með því að gera það væri unnt að ná fram skýrari mynd af raunverulegum verðlagsbreytingum sem hafa ekki tengsl við fasteignamarkaðinn. Þetta gæti dregið úr áhrifum húsnæðisverðs á verðbólgu og létt á fjárhag heimila með verðtryggð lán. Húsnæðisverð á ekki að vera drifkraftur verðbólgu Húsnæðisverð á ekki að vera drifkraftur verðbólgu, og því er nauðsynlegt að endurskoða samsetningu neysluvísitölunnar til að tryggja að hún endurspegli betur raunverulegt verðlag í landinu. Með því að taka húsnæðisliðinn úr VNV gæti verið mögulegt að ná fram stöðugra efnahagsumhverfi, sem er hagstætt fyrir bæði heimili og fyrirtæki. Alþingi ber ábyrgð á því að taka skref í þessa átt og tryggja sanngjarnt og stöðugt efnahagskerfi. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Vísitala neysluverðs (VNV) er ein af mikilvægustu mælieiningum sem notuð er til að meta verðlagsbreytingar á Íslandi. Vísitalan hefur bein áhrif á fjármál heimilanna, til dæmis með því að hafa áhrif á verðtryggðar skuldir og húsnæðislán. VNV inniheldur ýmsa þætti, þar á meðal verðlag á hrávöru og húsnæði. Húsnæðisverð hefur undanfarið haft mikið vægi í vísitölunni vegna verulegra verðhækkana á fasteignamarkaði, sem stafar að miklu leyti af mikilli umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Þessar hækkanir hafa kynt undir verðbólgu, sem stendur nú í 6,3%. Verðbólguhvetjandi þáttur Þar sem húsnæðisverð hefur svo mikil áhrif á VNV, verður það sjálfkrafa verðbólgu hvetjandi þáttur. Þegar húsnæðisliðurinn hækkar, hækkar vísitalan í heild sinni, sem aftur hækkar verðtryggðar skuldir heimila. Þetta býr til vítahring þar sem verðbólga kallar á hærri afborganir, sem gerir fjárhag heimila enn erfiðari. Það er því mikilvægt að Alþingi taki málið til skoðunar og setji á dagskrá að fjarlægja húsnæðisliðinn úr VNV. Með því að gera það væri unnt að ná fram skýrari mynd af raunverulegum verðlagsbreytingum sem hafa ekki tengsl við fasteignamarkaðinn. Þetta gæti dregið úr áhrifum húsnæðisverðs á verðbólgu og létt á fjárhag heimila með verðtryggð lán. Húsnæðisverð á ekki að vera drifkraftur verðbólgu Húsnæðisverð á ekki að vera drifkraftur verðbólgu, og því er nauðsynlegt að endurskoða samsetningu neysluvísitölunnar til að tryggja að hún endurspegli betur raunverulegt verðlag í landinu. Með því að taka húsnæðisliðinn úr VNV gæti verið mögulegt að ná fram stöðugra efnahagsumhverfi, sem er hagstætt fyrir bæði heimili og fyrirtæki. Alþingi ber ábyrgð á því að taka skref í þessa átt og tryggja sanngjarnt og stöðugt efnahagskerfi. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun