Þróun á húsnæðismarkaði ólíkleg til að breytast Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. ágúst 2024 12:50 Jónas Atli Gunnarsson er hagfræðingur hjá HMS. Vísir/Einar Vísbendingar eru um að tekið sé að draga sundur milli leigjenda á almennum markaði og þeirra sem leigja hjá óhagnaðardrifnum félögum. Samkvæmt nýrri skýrslu er ekki útlit fyrir að draga fari úr eftirspurnarspennu á húsnæðismarkaði í bráð. Í nýrri mánaðarskýrslu HMS er greint frá því að töluverð eftirspurnarspenna sé á húsnæðismarkaði. Fasteigna- og leiguverð hafi hækkað umfram verðbólgu, og markaðsleiga hafi ekki hækkað jafnmikið umfram verðbólgu í sjö ár. „Og við sjáum ekki vísbendingar um að þróunin muni snúast við neitt á næstunni,“ segir Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS. Hóparnir fjarlægjast hvor annan Í skýrslunni kemur fram að skörp hækkun markaðsleigu eigi ekki við um alla leigjendur, og miklu muni á markaðsleigu og meðalleigufjárhæð. Þegar leiguvísitala er mæld er aðeins litið til markaðsleigunnar. Þar er átt við leigusamninga um leiguíbúðir í eigu einstaklinga eða hagnaðardrifinna félaga. „En stór hluti af leigumarkaðnum er í leiguíbúðum sem eru reknar á félagslegum forsendum. Þarna erum við að tala um félagslegar leiguíbúðir og námsmannaíbúðir. Leiguverðið á þeim íbúðum fylgir öðrum lögmálum, og helst ekki oft í hendur við markaðsleigu.“ Á höfuðborgarsvæðinu sé um helmingur leiguíbúða rekinn á félagslegum forsendum. Svo stór hlutdeild valdi miklum mun á markaðsleigu og meðaltali leigugreiðslna. Því sé að draga í sundur milli kerfanna tveggja, þar sem fermetraverð félagslega reknu íbúðanna sé oft töluvert lægra. Þar skipti hækkandi húsnæðiskostnaður miklu um það hvernig leigusalar verðleggja eignir sínar, meðan óhagnaðardrifnu félögin fjármagni sig mögulega með hagkvæmari hætti og kostnaður þeirra hækki síður. „Það held ég að sé það sem veldur því að þessir tveir hópar eru að færast hvor frá öðrum,“ segir Jónas Atli. Húsnæðismál Kjaramál Leigumarkaður Tengdar fréttir Þrír virkir leitendur fyrir hvern leigusamning Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. 22. ágúst 2024 07:41 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Í nýrri mánaðarskýrslu HMS er greint frá því að töluverð eftirspurnarspenna sé á húsnæðismarkaði. Fasteigna- og leiguverð hafi hækkað umfram verðbólgu, og markaðsleiga hafi ekki hækkað jafnmikið umfram verðbólgu í sjö ár. „Og við sjáum ekki vísbendingar um að þróunin muni snúast við neitt á næstunni,“ segir Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS. Hóparnir fjarlægjast hvor annan Í skýrslunni kemur fram að skörp hækkun markaðsleigu eigi ekki við um alla leigjendur, og miklu muni á markaðsleigu og meðalleigufjárhæð. Þegar leiguvísitala er mæld er aðeins litið til markaðsleigunnar. Þar er átt við leigusamninga um leiguíbúðir í eigu einstaklinga eða hagnaðardrifinna félaga. „En stór hluti af leigumarkaðnum er í leiguíbúðum sem eru reknar á félagslegum forsendum. Þarna erum við að tala um félagslegar leiguíbúðir og námsmannaíbúðir. Leiguverðið á þeim íbúðum fylgir öðrum lögmálum, og helst ekki oft í hendur við markaðsleigu.“ Á höfuðborgarsvæðinu sé um helmingur leiguíbúða rekinn á félagslegum forsendum. Svo stór hlutdeild valdi miklum mun á markaðsleigu og meðaltali leigugreiðslna. Því sé að draga í sundur milli kerfanna tveggja, þar sem fermetraverð félagslega reknu íbúðanna sé oft töluvert lægra. Þar skipti hækkandi húsnæðiskostnaður miklu um það hvernig leigusalar verðleggja eignir sínar, meðan óhagnaðardrifnu félögin fjármagni sig mögulega með hagkvæmari hætti og kostnaður þeirra hækki síður. „Það held ég að sé það sem veldur því að þessir tveir hópar eru að færast hvor frá öðrum,“ segir Jónas Atli.
Húsnæðismál Kjaramál Leigumarkaður Tengdar fréttir Þrír virkir leitendur fyrir hvern leigusamning Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. 22. ágúst 2024 07:41 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Þrír virkir leitendur fyrir hvern leigusamning Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. 22. ágúst 2024 07:41