Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-4 | Miklir yfirburðir Blika í blíðunni Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 20. ágúst 2024 19:50 Blikar fóru mikinn í blíðunni í Laugardal. Vísir/Anton Brink Þróttur tók á móti gestunum í Breiðablik í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á Avis-vellinum. Það var einstaklega fallegur dagur í Laugardalnum og heyrði blaðamaður gárungana í stúkunni ræða um besta dag sumarsins. Hvort það er satt veit undirritaður ekki en víst er að það var skuggi í stúkunni en sól á vellinum. Þetta er næst síðasta umferðin áður en deildinni er skipt upp og til mikils að vinna fyrir bæði lið. Breiðablikskonur mættu særðar eftir sárt tap í bikarúrslitum gegn Val á föstudagskvöld en þurftu að vinna leikinn til þess að halda pressu á Val í deildinni. Jafnræði var með liðunum í upphafi en eftir fyrstu mínúturnar tóku Blikar öll völd á vellinum. Blikakonur voru að komast aftur fyrir vörn Þróttar á flestum svæðum, bæði upp kantana og í gegnum miðjuna. Þar var Samantha Smith sérstaklega hættuleg á hægri kantinum. Eftir að Blikar höfðu farið illa með tvö úrvalsfæri þá var það sú sem hafði klikkað á þessum færum Birta Georgsdóttir sem braut ísinná 26. mínútu þegar hún skoraði snyrtilegt mark eftir undirbúning Smith. Birta fékk fasta sendingu meðfram jörðinni á markteigshorninu hægra megin og einfaldlega stýrði boltanum framhjá Mollee í marki Þróttar. Jelena Tinna Kujundzic og Birta Georgsdóttir sem skorðai fyrsta mark leiksins.Vísir/Anton Brink Blikar sóttu án afláts næstu mínútur og það var með hreinum ólíkindum að það hafi ekki verið fyrr en á lokamínútu hálfleiksins sem dró til tíðinda. Þá átti Samantha háa fyrirgjöf sem Mollee misreiknaði í markinu og Karítas Tómasdóttir skallaði boltann í autt markið. Þægilegt fyrir Karítas og staðan 0-2 í hálfleik. Fljótlega eftir að síðari hálfleikur hófst fengu Þróttarar hornspyrnu, Sæunn Björnsdóttir tók hana og Melissa Alison Garcia var ein á auðum sjó í miðjum teignum og minnkaði muninn og mögulega hefur farið um nokkra Blika. Það var þó fullkominn óþarfi því skömmu síðar á 51. mínútu Átti Samantha Smith skot sem fór beint á Mollee í markinu. Hún hélt hins vegar ekki boltanum og Vigdís Lilja skoraði auðveldlega úr frákastinu. Staðan 1-3 og Blikar í bílstjórasætinu. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði þriðja mark gestanna.Vísir/Anton Brink Tempóið í leiknum datt aðeins niður eftir þriðja mark Blika en gestirnir héldu þó áfram að stjórna leiknum og það var Samantha sem skoraði ágætis mark úr teignum á 69. mínútu. Caronline Murray skoraði svo á 79. mínútu og minnkaði muninn í 2-4. Freyja Karín Þorvarðardóttir gerði þá nokkuð vel í teignum og lagði boltann út á Murray sem skoraði af miklu öryggi. Eftir þetta gerðu Blikar vel í að einfaldlega svæfa leikinn sem lauk með sigri Blika, 2-4. Góður sigur Blika staðreynd.Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Þriðja mark Breiðabliks drap endanlega leikinn eftir að Þróttur hafði hótað endurkomu með marki strax í byrjun síðari hálfleiksins. Slakt skot beint á Mollee var varið beint út í teiginn þar sem Vigdís skoraði. Swift, þó ekki Taylor, átti ekki sinn besta leik í dag.Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Það voru margar sem gerðu vel í þessum leik en Samantha Smith var yfirburðarkona á vellinum í dag á hægri kantinum. Hún lagði upp fyrstu tvö mörkin, átti skotið sem var varið út í teiginn í þriðja markinu og skoraði það fjórða. Samantha lætur vaða að marki.Vísir/Anton Brink Birta Georgsdóttir átti einnig ágætis leik í framlínunni en hefði mögulega átt að skora fleiri mörk. Mollee Swift hafði í nógu að snúast í marki Þróttar en hún hefði átt að gera miklu betur í mörkum eitt, þrjú og fjögur. Dómarinn Gunnar Freyr Róbertsson hélt af öryggi utan um þennan leik og akkúrat ekkert yfir honum að kvarta. Blaðamaður Vísis tók ekkert eftir dómaranum allan leikinn sem er rós í hnappagat hans.Vísir/Anton Brink Stemmning og umgjörð Það var vel mætt á völlinn í þessum leik og stemmningin var fín í blíðunni í Laugardalnum. Yngri flokkar félagsins voru heiðraðir í hálfleik og mögulega hafði það eitthvað að gera með hversu vel var mætt. Ungu iðkendurnir stóðu sig heldur betur með prýði í stúkunni og studdu sitt lið þrátt fyrir mótlæti og yfirburði gestaliðsins. „Vildi sjá okkur koma stoltari inn í síðari hálfleikinn“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar.Vísir/Anton Brink Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar var ekki í vafa um að betra liðið hafi unnið leik dagsins. „Þetta var verðskuldaður sigur Breiðabliks í dag, þær voru mjög góðar. Mér fannst þær vera að klikka úr færum í fyrri hálfleik og við ekki að ógna þeim nógu mikið. Þegar annað markið kemur, þá var ég farinn að hugsa að nú væri að koma hálfleikur til að endurskipuleggja en þá fáum við mark á okkur og það breytir svolítið stöðunni. Ég vildi sjá okkur koma stoltari inn í síðari hálfleikinn, það var smá hræðsla í liðinu í fyrri hálfleik. Þetta hefði getað farið illa en mér fannst við ná að setja smá tappa í þetta. Þetta Breiðablikslið er komið mun lengra en við í Þrótti og þær unnu verðskuldaðan sigur.“ Nýr leikmaður Breiðabliks, Samantha Smith var öflug í dag. Ólafur var hrifinn af henni. „Það er athyglisvert að það reynist svona molar austur á fjörðum, vel gert hjá Breiðablik að taka hana, hörku leikmaður“ Undirrituðum þótti leikurinn nokkuð prúðmannlega leikinn og lítið um samstuð og návígi. Gunnar Freyr Róbertsson, góður dómari leiksins, sýndi til að mynda ekkert gult spjald. „Mér fannst kannski skorta að við værum aðeins grimmari. Það er allt í lagi þó það séu spjaldalausir leikir en ég hefði viljað sjá aðeins meiri neista hjá okkur.“ Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Breiðablik
Þróttur tók á móti gestunum í Breiðablik í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á Avis-vellinum. Það var einstaklega fallegur dagur í Laugardalnum og heyrði blaðamaður gárungana í stúkunni ræða um besta dag sumarsins. Hvort það er satt veit undirritaður ekki en víst er að það var skuggi í stúkunni en sól á vellinum. Þetta er næst síðasta umferðin áður en deildinni er skipt upp og til mikils að vinna fyrir bæði lið. Breiðablikskonur mættu særðar eftir sárt tap í bikarúrslitum gegn Val á föstudagskvöld en þurftu að vinna leikinn til þess að halda pressu á Val í deildinni. Jafnræði var með liðunum í upphafi en eftir fyrstu mínúturnar tóku Blikar öll völd á vellinum. Blikakonur voru að komast aftur fyrir vörn Þróttar á flestum svæðum, bæði upp kantana og í gegnum miðjuna. Þar var Samantha Smith sérstaklega hættuleg á hægri kantinum. Eftir að Blikar höfðu farið illa með tvö úrvalsfæri þá var það sú sem hafði klikkað á þessum færum Birta Georgsdóttir sem braut ísinná 26. mínútu þegar hún skoraði snyrtilegt mark eftir undirbúning Smith. Birta fékk fasta sendingu meðfram jörðinni á markteigshorninu hægra megin og einfaldlega stýrði boltanum framhjá Mollee í marki Þróttar. Jelena Tinna Kujundzic og Birta Georgsdóttir sem skorðai fyrsta mark leiksins.Vísir/Anton Brink Blikar sóttu án afláts næstu mínútur og það var með hreinum ólíkindum að það hafi ekki verið fyrr en á lokamínútu hálfleiksins sem dró til tíðinda. Þá átti Samantha háa fyrirgjöf sem Mollee misreiknaði í markinu og Karítas Tómasdóttir skallaði boltann í autt markið. Þægilegt fyrir Karítas og staðan 0-2 í hálfleik. Fljótlega eftir að síðari hálfleikur hófst fengu Þróttarar hornspyrnu, Sæunn Björnsdóttir tók hana og Melissa Alison Garcia var ein á auðum sjó í miðjum teignum og minnkaði muninn og mögulega hefur farið um nokkra Blika. Það var þó fullkominn óþarfi því skömmu síðar á 51. mínútu Átti Samantha Smith skot sem fór beint á Mollee í markinu. Hún hélt hins vegar ekki boltanum og Vigdís Lilja skoraði auðveldlega úr frákastinu. Staðan 1-3 og Blikar í bílstjórasætinu. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði þriðja mark gestanna.Vísir/Anton Brink Tempóið í leiknum datt aðeins niður eftir þriðja mark Blika en gestirnir héldu þó áfram að stjórna leiknum og það var Samantha sem skoraði ágætis mark úr teignum á 69. mínútu. Caronline Murray skoraði svo á 79. mínútu og minnkaði muninn í 2-4. Freyja Karín Þorvarðardóttir gerði þá nokkuð vel í teignum og lagði boltann út á Murray sem skoraði af miklu öryggi. Eftir þetta gerðu Blikar vel í að einfaldlega svæfa leikinn sem lauk með sigri Blika, 2-4. Góður sigur Blika staðreynd.Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Þriðja mark Breiðabliks drap endanlega leikinn eftir að Þróttur hafði hótað endurkomu með marki strax í byrjun síðari hálfleiksins. Slakt skot beint á Mollee var varið beint út í teiginn þar sem Vigdís skoraði. Swift, þó ekki Taylor, átti ekki sinn besta leik í dag.Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Það voru margar sem gerðu vel í þessum leik en Samantha Smith var yfirburðarkona á vellinum í dag á hægri kantinum. Hún lagði upp fyrstu tvö mörkin, átti skotið sem var varið út í teiginn í þriðja markinu og skoraði það fjórða. Samantha lætur vaða að marki.Vísir/Anton Brink Birta Georgsdóttir átti einnig ágætis leik í framlínunni en hefði mögulega átt að skora fleiri mörk. Mollee Swift hafði í nógu að snúast í marki Þróttar en hún hefði átt að gera miklu betur í mörkum eitt, þrjú og fjögur. Dómarinn Gunnar Freyr Róbertsson hélt af öryggi utan um þennan leik og akkúrat ekkert yfir honum að kvarta. Blaðamaður Vísis tók ekkert eftir dómaranum allan leikinn sem er rós í hnappagat hans.Vísir/Anton Brink Stemmning og umgjörð Það var vel mætt á völlinn í þessum leik og stemmningin var fín í blíðunni í Laugardalnum. Yngri flokkar félagsins voru heiðraðir í hálfleik og mögulega hafði það eitthvað að gera með hversu vel var mætt. Ungu iðkendurnir stóðu sig heldur betur með prýði í stúkunni og studdu sitt lið þrátt fyrir mótlæti og yfirburði gestaliðsins. „Vildi sjá okkur koma stoltari inn í síðari hálfleikinn“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar.Vísir/Anton Brink Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar var ekki í vafa um að betra liðið hafi unnið leik dagsins. „Þetta var verðskuldaður sigur Breiðabliks í dag, þær voru mjög góðar. Mér fannst þær vera að klikka úr færum í fyrri hálfleik og við ekki að ógna þeim nógu mikið. Þegar annað markið kemur, þá var ég farinn að hugsa að nú væri að koma hálfleikur til að endurskipuleggja en þá fáum við mark á okkur og það breytir svolítið stöðunni. Ég vildi sjá okkur koma stoltari inn í síðari hálfleikinn, það var smá hræðsla í liðinu í fyrri hálfleik. Þetta hefði getað farið illa en mér fannst við ná að setja smá tappa í þetta. Þetta Breiðablikslið er komið mun lengra en við í Þrótti og þær unnu verðskuldaðan sigur.“ Nýr leikmaður Breiðabliks, Samantha Smith var öflug í dag. Ólafur var hrifinn af henni. „Það er athyglisvert að það reynist svona molar austur á fjörðum, vel gert hjá Breiðablik að taka hana, hörku leikmaður“ Undirrituðum þótti leikurinn nokkuð prúðmannlega leikinn og lítið um samstuð og návígi. Gunnar Freyr Róbertsson, góður dómari leiksins, sýndi til að mynda ekkert gult spjald. „Mér fannst kannski skorta að við værum aðeins grimmari. Það er allt í lagi þó það séu spjaldalausir leikir en ég hefði viljað sjá aðeins meiri neista hjá okkur.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti