Skoðun

Oft er ekki nægjan­leg mönnun til þess að sinna fé­lags­lífi/tóm­stundum

Atli Már Haraldsson skrifar

Ég var með verkefni í gangi fyrir örfáa vini í Mosfellsbæ fyrir nokkrum árum sem hét tómstundarvinir og markmið þess var að veita fötluðu fólki félagsskap sem hafði ekki rétt á liðveislu/liðveitanda/tómstundarstuðningi eftir að það var komið í búsetuúrræði. Ég fór þá með þeim í bíó og var með þeim á allskonar skemmtunum.

Ég hef alltaf búið í Reykjavík. Er með fötlun sjálfur og veit hvað er dýrmætt að hafa félagsskap. Ef Reykjavíkurborg vill get ég startað þessu verkefni þar en vil fá greitt aðeins fyrir að vinna og hafa fleiri með í þessu verkefni.

Þetta er ekki hugsað sem frístundarheimili. Þetta er meira hugsað til að brjóta upp daginn og að fólk fái að hitta annað fólk heldur en bara lið sem sér um búsetu fatlaðs fólks. Hist er eftir samkomulagi, farið í bíó og fleira en hver og einn greiðir fyrir sig nema starfsmenn fá frítt en þessi þjónusta er bara í boði fyrir fatlað fólk í sér búsetuúrræði í stuðningsíbúðarkjarna fatlaðs fólks. Get haft hitting alla sunnudaga frá kl 14 til kl 17 ef fólk vill og ef þetta verkefni verður samþykkt hjá Reykjavíkurborg.

Höfundur er baráttumaður fatlaðs fólks.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×