Kýrin Mugga bar þremur myndarlegum kvígum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. ágúst 2024 20:04 Úllen, Dúllen og Doff eru nöfnin á kvígunum en hér eru þær ásamt fréttamanni, sem gaf þeim mjólk úr pela. Aðsend Kýrin Mugga á bænum Steindyrum í Svarfaðardal er engin venjuleg kýr því hún bar þremur kálfum, allt hraustar kvígur. Það er mikil frjósemi í fjósinu á Steindyr því þar hafa fæðst töluvert af tvíkelfingum síðustu ár og nú síðast þríkelfingar í byrjun sumars, sem er mjög sjaldgæft og sérstakt. Bændurnir á bænum eru hjónin Gunnhildur Gylfadóttir og Hjálmar Herbertsson en búið þeirra er mjög myndarlegt og allt til fyrirmyndar á bænum. En þetta eru ekki fyrstu þríkelfingarnir, sem kom í heiminn á bænum, ó nei. „Þetta er í annað skiptið á rúmu ári, sem við fáum þrjár kvígur en hinar dóu því miður allar. Ein lifði þó í dálítinn tíma en það var alveg sama hvað við gerðum. Þessar voru meðhöndlaðar eins og prinsessur, fengu allskonar vítamín og bætiefni og eru bara gríðarlega sprækar,” segir Gunnhildur. Og systurnar þrjár eru komnar með nöfn, Úllen, Dúllen og Doff. En hvernig gekk burðurinn hjá Muggu? „Hún bar bara sjálf að nóttu til. Sonur okkar var að leysa af, við vorum í fríi og þær voru bara þrjár pínu litlar eldsprækar hjá mömmu sinni þegar hann kom út um morguninn.” Gunnhildur Gylfadóttir, bóndi á Steindyr, sem er alsæl með þríkelfingana í fjósinu, sem eru sprækar og hressar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnhildur segir að Mugga sé afburðakýr, sem mjólki alltaf mjög vel og sé þægileg í umgengni. Faðir þríkelfinganna er nautið Óðinn með númerið 21002. „Mugga er undan kýr, sem hét Sí og hún var tvíkelfingur, þær hétu Sí og Æ, mamma hennar og móðursystir, þannig að þetta er á bak við hana,” segir Gunnhildur hlæjandi. Á bænum eru á milli 50 og 60 mjólkandi kýr, sem mjaltaþjónn sér um að mjólka. Allt er mjög snyrtilegt og til fyrirmyndar á Steindyr.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður nú um þríburasysturnar og hver er framtíð þeirra? „Þær vonandi bara lifa, fara út næsta sumar og leika sér og koma svo sprækar inn um tveggja ára og vonandi mjólka ekki minna en mamma sín.” Mugga hefur alltaf hugsað vel um kvígurnar sínar og reynst þeim velMagnús Hlynur Hreiðarsson En er gaman að fá svona marga kálfa í einu eða er þetta erfitt og leiðinlegt? „Þetta er gaman þegar þeir lifa allir og ekkert vesen en þetta er ekkert sérstaklega gott fyrir kýrnar, þetta tekur á þær, þannig að maður reynir að gera sérstaklega vel við þær svo þær haldi heilsu og holdum og komist í nyt,” segir Gunnhildur. Kýrnar á Steindyr mjólka mjög vel. Dalabyggð Frjósemi Landbúnaður Kýr Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Það er mikil frjósemi í fjósinu á Steindyr því þar hafa fæðst töluvert af tvíkelfingum síðustu ár og nú síðast þríkelfingar í byrjun sumars, sem er mjög sjaldgæft og sérstakt. Bændurnir á bænum eru hjónin Gunnhildur Gylfadóttir og Hjálmar Herbertsson en búið þeirra er mjög myndarlegt og allt til fyrirmyndar á bænum. En þetta eru ekki fyrstu þríkelfingarnir, sem kom í heiminn á bænum, ó nei. „Þetta er í annað skiptið á rúmu ári, sem við fáum þrjár kvígur en hinar dóu því miður allar. Ein lifði þó í dálítinn tíma en það var alveg sama hvað við gerðum. Þessar voru meðhöndlaðar eins og prinsessur, fengu allskonar vítamín og bætiefni og eru bara gríðarlega sprækar,” segir Gunnhildur. Og systurnar þrjár eru komnar með nöfn, Úllen, Dúllen og Doff. En hvernig gekk burðurinn hjá Muggu? „Hún bar bara sjálf að nóttu til. Sonur okkar var að leysa af, við vorum í fríi og þær voru bara þrjár pínu litlar eldsprækar hjá mömmu sinni þegar hann kom út um morguninn.” Gunnhildur Gylfadóttir, bóndi á Steindyr, sem er alsæl með þríkelfingana í fjósinu, sem eru sprækar og hressar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnhildur segir að Mugga sé afburðakýr, sem mjólki alltaf mjög vel og sé þægileg í umgengni. Faðir þríkelfinganna er nautið Óðinn með númerið 21002. „Mugga er undan kýr, sem hét Sí og hún var tvíkelfingur, þær hétu Sí og Æ, mamma hennar og móðursystir, þannig að þetta er á bak við hana,” segir Gunnhildur hlæjandi. Á bænum eru á milli 50 og 60 mjólkandi kýr, sem mjaltaþjónn sér um að mjólka. Allt er mjög snyrtilegt og til fyrirmyndar á Steindyr.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður nú um þríburasysturnar og hver er framtíð þeirra? „Þær vonandi bara lifa, fara út næsta sumar og leika sér og koma svo sprækar inn um tveggja ára og vonandi mjólka ekki minna en mamma sín.” Mugga hefur alltaf hugsað vel um kvígurnar sínar og reynst þeim velMagnús Hlynur Hreiðarsson En er gaman að fá svona marga kálfa í einu eða er þetta erfitt og leiðinlegt? „Þetta er gaman þegar þeir lifa allir og ekkert vesen en þetta er ekkert sérstaklega gott fyrir kýrnar, þetta tekur á þær, þannig að maður reynir að gera sérstaklega vel við þær svo þær haldi heilsu og holdum og komist í nyt,” segir Gunnhildur. Kýrnar á Steindyr mjólka mjög vel.
Dalabyggð Frjósemi Landbúnaður Kýr Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira