Lífið

Alain Delon látinn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Delon er lýst sem stjörnu gullaldartímabils franskrar kvikmyndagerðar.
Delon er lýst sem stjörnu gullaldartímabils franskrar kvikmyndagerðar. getty

Franska kvikmyndastjarnan Alain Delon er látinn, 88 ára að aldri. 

Delon varð frægur á tímum uppreisnar franskrar kvikmyndagerðar á sjöunda áratugnu, meðal annars fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Purple Noon, Women Are Weak, Le Samurai og La Pisc­ine.

Delon lést á heimili sínu í Doucy, að því er fram kemur í tilkynningu frá fjölskyldu hans. 

„Hann var meira en kvikmyndastjarna, hann var franskur minnisvarði,“ skrifar Emmanuel Macron Frakklandsforseti um leikarann á X. Í gegnum hlutverk hans hafi Delon fenguð fólk til að dreyma. 

Delon hefur verið lýst sem stjörnu gullaldartímabils franskrar kvikmyndagerðar og fór aðallega með hlutverk sem hörkutól, hvort sem það var í gervi lögreglumanns eða leigumorðingja. Alls lék hann í um 90 myndum.

Á síðari árum varð sjaldgæfara að Delon kæmi fram á hvíta tjaldinu. Heilsu hans hafði hrakað nokkuð á undanförnum árum en erjur innan Delon-fjölskyldunnar síðustu ár hafa vakið athygli fjölmiðla. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.