Kuldakastinu muni fylgja töluverð úrkoma Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 17. ágúst 2024 19:56 Haraldur segir ólíklegt að hiti muni ná tuttugu stigum það sem eftir er sumars. Stöð 2 Sjaldséð snjókoma er í kortunum í fjöllum Norðanlands á morgun. Veðurfræðingar telja nokkuð ljóst að úr þessari spá rætist. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir allt eðlilegt í íslensku veðurfari en viðurkennir þó að það sé frekar óvanalegt að fá svona kuldakast í ágúst. Rætt var við Harald í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Maður getur þurft að bíða í nokkur ár eftir svona kuldakasti, á þessum árstíma, en þau koma alltaf öðru hvoru,“ segir Haraldur. Hann segir kuldakastinu fylgja töluverð úrkoma og að það megi búast við snjókomu eða slyddu til fjalla. Þá verði slydda á láglendi innan skekkjumarka og að hitastig á láglendi verði um fjögur eða fimm stig. „Þetta verður ekki beinlínis hlýtt,“ segir hann en að þetta eigi mest við um norðanvert landið. Hiti ekki meiri en tólf eða þrettán stig Sé litið einnig til höfuðborgarsvæðisins og annarra landshluta verði svalt, og sérstaklega á nóttin og kvöldin. „En svona yfir hádaginn og síðdegis þá verður sjálfsagt tíu tólf stiga hiti í sólskininu,“ segir Haraldur og að það sé ólíklegt að úr þessu verði hitinn meiri. „Ef þú ert að biðja um tuttugu stiga hita þá get ég ekki afgreitt það. En sumir myndu segja að horfurnar sunnanlands væru harla góðar næstu vikuna,“ segir Haraldur að lokum. Veður Færð á vegum Tengdar fréttir „Ekki sést á þessari öld“ Veðurspákort fyrir morgundaginn eru landanum ekki náðug eins og svo oft áður þetta rigningarsumar. Hins vegar er það ekki rigning sem búist er við á morgun. Spáð er slyddu og snjókomu á morgun vestantil á Norðurlandi og á Hornströndum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir svona spá ekki hafa sést á þessum árstíma á þessari öld. 17. ágúst 2024 15:53 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Sjá meira
„Maður getur þurft að bíða í nokkur ár eftir svona kuldakasti, á þessum árstíma, en þau koma alltaf öðru hvoru,“ segir Haraldur. Hann segir kuldakastinu fylgja töluverð úrkoma og að það megi búast við snjókomu eða slyddu til fjalla. Þá verði slydda á láglendi innan skekkjumarka og að hitastig á láglendi verði um fjögur eða fimm stig. „Þetta verður ekki beinlínis hlýtt,“ segir hann en að þetta eigi mest við um norðanvert landið. Hiti ekki meiri en tólf eða þrettán stig Sé litið einnig til höfuðborgarsvæðisins og annarra landshluta verði svalt, og sérstaklega á nóttin og kvöldin. „En svona yfir hádaginn og síðdegis þá verður sjálfsagt tíu tólf stiga hiti í sólskininu,“ segir Haraldur og að það sé ólíklegt að úr þessu verði hitinn meiri. „Ef þú ert að biðja um tuttugu stiga hita þá get ég ekki afgreitt það. En sumir myndu segja að horfurnar sunnanlands væru harla góðar næstu vikuna,“ segir Haraldur að lokum.
Veður Færð á vegum Tengdar fréttir „Ekki sést á þessari öld“ Veðurspákort fyrir morgundaginn eru landanum ekki náðug eins og svo oft áður þetta rigningarsumar. Hins vegar er það ekki rigning sem búist er við á morgun. Spáð er slyddu og snjókomu á morgun vestantil á Norðurlandi og á Hornströndum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir svona spá ekki hafa sést á þessum árstíma á þessari öld. 17. ágúst 2024 15:53 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Sjá meira
„Ekki sést á þessari öld“ Veðurspákort fyrir morgundaginn eru landanum ekki náðug eins og svo oft áður þetta rigningarsumar. Hins vegar er það ekki rigning sem búist er við á morgun. Spáð er slyddu og snjókomu á morgun vestantil á Norðurlandi og á Hornströndum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir svona spá ekki hafa sést á þessum árstíma á þessari öld. 17. ágúst 2024 15:53