Gagnrýnir tvískinnung borgaryfirvalda með orlofsgreiðslur Dags Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2024 10:52 Sólveig Anna telur að Dagur njóti kjara sem borgin vill ekki að almennir starfsmenn fái. Vísir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, furðar sig á tíu milljóna króna orlofsgreiðslu Reykjavíkurborgar til Dags B. Eggertssonar í ljósi þess að borgin hafi reynt að koma í veg fyrir að almennir starfsmenn geti flutt orlofsdaga á milli ára. Milljóna króna orlofsgreiðsla borginnar til Dags við starsflok hans sem borgarstjóra sætir nú gagnrýni. Greiðslan er vegna uppsafnaðs leyfis sem Dagur segist ekki hafa haft tök á að nýta sér á þeim áratug sem hann var borgarstjóri. Formaður Eflingar rifjar upp í Facebook-færslu að Reykjavíkurborg hafi krafist þess við kjarasamningagerð árið 2020 að uppsafnað orlof starfsmanna félli niður nýttu þeir það ekki innan þriggja ára. Alþýðusambandið hafi varað borgina við að slík sjálfkrafa fyrning áunnins orlofs væri ólögleg. Borgin hafi þannig ekki treyst sér til þes að taka upp ónýtt orlofs starfsmanna, að því er Sólveig Anna segist best vita til. Yfirvöld hafi engu að síður ekki viljað fallast á afstöðu ASÍ um að slíkt sé óheimilt. „En nú kemur í ljós að þegar um borgarstjóra er að ræða, hæst launaða einstaklings borgarkerfisins og þann valdamesta, virðist ekkert standa í vegi fyrir því að flytja daga á milli orlofstímabila árum saman, og fá þá svo alla greidda út við starfslok,“ skrifar Sólveig Anna sem vitnar í Biblíuvers máli sínu til áherslu. „Það er ekki sama Jón og séra Jón,“ segir hún. Dagur segist sjálfur alltaf hafa reynt að taka sumarfrí öll árin sem hann var borgarstjóri en honum hafi aldrei tekist að fullnýta það. Hann hafi yfirleitt átt eina til tvær vikur eftir ónýttar. „Það getur bæði verið erfitt að taka það frí sem ég á rétt á og að vinna það niður ári seinna því verkefnin halda alltaf áfram að koma,“ sagði Dagur í gær. Reykjavík Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Sjá meira
Milljóna króna orlofsgreiðsla borginnar til Dags við starsflok hans sem borgarstjóra sætir nú gagnrýni. Greiðslan er vegna uppsafnaðs leyfis sem Dagur segist ekki hafa haft tök á að nýta sér á þeim áratug sem hann var borgarstjóri. Formaður Eflingar rifjar upp í Facebook-færslu að Reykjavíkurborg hafi krafist þess við kjarasamningagerð árið 2020 að uppsafnað orlof starfsmanna félli niður nýttu þeir það ekki innan þriggja ára. Alþýðusambandið hafi varað borgina við að slík sjálfkrafa fyrning áunnins orlofs væri ólögleg. Borgin hafi þannig ekki treyst sér til þes að taka upp ónýtt orlofs starfsmanna, að því er Sólveig Anna segist best vita til. Yfirvöld hafi engu að síður ekki viljað fallast á afstöðu ASÍ um að slíkt sé óheimilt. „En nú kemur í ljós að þegar um borgarstjóra er að ræða, hæst launaða einstaklings borgarkerfisins og þann valdamesta, virðist ekkert standa í vegi fyrir því að flytja daga á milli orlofstímabila árum saman, og fá þá svo alla greidda út við starfslok,“ skrifar Sólveig Anna sem vitnar í Biblíuvers máli sínu til áherslu. „Það er ekki sama Jón og séra Jón,“ segir hún. Dagur segist sjálfur alltaf hafa reynt að taka sumarfrí öll árin sem hann var borgarstjóri en honum hafi aldrei tekist að fullnýta það. Hann hafi yfirleitt átt eina til tvær vikur eftir ónýttar. „Það getur bæði verið erfitt að taka það frí sem ég á rétt á og að vinna það niður ári seinna því verkefnin halda alltaf áfram að koma,“ sagði Dagur í gær.
Reykjavík Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Sjá meira