Syntu í hverri einustu laug landsins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2024 14:17 Þær Hildur og Margrét á góðri stundu þar sem þeim líður best, í lauginni. aðsend Þær Hildur Helgadóttir og Margrét Guðjónsdóttir tóku upp á því fyrir tveimur árum síðan að heimsækja hverja einustu sundlaug landsins. Fyrst um sinn kepptust þær í að safna sundlaugum en áttuðu sig fljótt á því að það væri sennilega betra fyrir vinskapinn að klára laugarnar saman. Þær stöllur voru staddar á Grímsey þegar blaðamaður náði af þeim tali. Þangað héldu þær í tveggja sólarhringa ferðalag með skýrt markmið: að baða sig í sundlaug Grímseyjar og merkja við síðustu laugina á listanum. Þar með hafa þær heimsótt allar 126 laugar landsins. Hugmyndin kviknaði þegar Hildur rakst á vefsíðuna sundlaugar.com, þar sem búið er að skrá skilmerkilega hverja einustu sundlaug. Notendur geta síðan hakað við hverja og safnað. „Við sáum að við vorum búnar með svipaðan fjölda en alls ekki sömu laugarnar, og þá ætluðum við að keppast um það hver myndi klára þetta fyrst. Þegar leið á sáum við að það væri sennilega betra fyrir vinskapinn að gera þetta saman,“ segir Margrét. Hildur tekur sundinu alvarlega. Dró vinkonuhópinn í tóma laug á Hvammstanga Þær hafa lagt ýmislegt á sig til þess að ná öllum laugunum. „Við höfum komið að lokuðum dyrum, þurft frá að hverfa þegar það er ekkert vatn í lauginni. Svo er þetta alvöru ferðalag ef maður á kannski eina sundlaug eftir í einhverjum fjórðingi, eins og Raufarhöfn eða Tálknafjörð,“ segir Hildur. „Einu sinni plataði ég fullan bíl af vinkonum á Hvammstanga. Síðan var laugin bara tóm og skurðgrafa út í henni miðri. Það var mjög spælandi. Svo gerði ég heilmikla ferð á Tálknafjörð í sumar en kom að lokaðri sundlauginni. Það voru mikil vonbrigði. Þá var sundlaugin lokuð vegna manneklu.“ Aðrar laugar er erfitt að komast í vegna aðgangshindrana. Í Flókalundi er til að mynda skilyrði að vera gestur í orlofsbyggðinni til komast í sund. Þá er skilyrði að vera gestur á Hótel Örk til að komast í laugina þar. „Það var bara gist,“ segja þær og hlæja. „Endorfínframleiðsla,“ segja þær vinkonur spurðar hvað það sé við sundið.aðsend Hver er sú besta? Þær Hildur og Margrét eiga erfitt með að velja bestu laugina. „Allar eru þær með sinn karakter og gæði. Sumar eru fallegar, aðrar gott að synda í, enn aðrar með góða slökunaraðstöðu, útsýni. Hver hefur eitthvað við sig. Við þurfum að fara aftur með stigakerfi þar sem við fengjum kannski faglega greiningu,“segir Margrét. Þær eru hins vegar sammála um laugina á Þingeyri. „Hún er svo falleg,“ segir Hildur. „Sundlaugin á Eskifirði er mín laug,“ segir Margrét, en báðar þær nefna laugina í Reykjadal. Innilaugin á Þingeyri er í miklu uppáhaldi. Stórkostleg fjallasýn á Eskifirði.Aðsend Af laugum á höfuðborgarsvæði nefnir Hildur Dalslaug í Úlfarsárdal en Margrét Breiðholtslaug. „Akureyrarlaug er líka með allt,“ segja þær. Sund Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Sjá meira
Þær stöllur voru staddar á Grímsey þegar blaðamaður náði af þeim tali. Þangað héldu þær í tveggja sólarhringa ferðalag með skýrt markmið: að baða sig í sundlaug Grímseyjar og merkja við síðustu laugina á listanum. Þar með hafa þær heimsótt allar 126 laugar landsins. Hugmyndin kviknaði þegar Hildur rakst á vefsíðuna sundlaugar.com, þar sem búið er að skrá skilmerkilega hverja einustu sundlaug. Notendur geta síðan hakað við hverja og safnað. „Við sáum að við vorum búnar með svipaðan fjölda en alls ekki sömu laugarnar, og þá ætluðum við að keppast um það hver myndi klára þetta fyrst. Þegar leið á sáum við að það væri sennilega betra fyrir vinskapinn að gera þetta saman,“ segir Margrét. Hildur tekur sundinu alvarlega. Dró vinkonuhópinn í tóma laug á Hvammstanga Þær hafa lagt ýmislegt á sig til þess að ná öllum laugunum. „Við höfum komið að lokuðum dyrum, þurft frá að hverfa þegar það er ekkert vatn í lauginni. Svo er þetta alvöru ferðalag ef maður á kannski eina sundlaug eftir í einhverjum fjórðingi, eins og Raufarhöfn eða Tálknafjörð,“ segir Hildur. „Einu sinni plataði ég fullan bíl af vinkonum á Hvammstanga. Síðan var laugin bara tóm og skurðgrafa út í henni miðri. Það var mjög spælandi. Svo gerði ég heilmikla ferð á Tálknafjörð í sumar en kom að lokaðri sundlauginni. Það voru mikil vonbrigði. Þá var sundlaugin lokuð vegna manneklu.“ Aðrar laugar er erfitt að komast í vegna aðgangshindrana. Í Flókalundi er til að mynda skilyrði að vera gestur í orlofsbyggðinni til komast í sund. Þá er skilyrði að vera gestur á Hótel Örk til að komast í laugina þar. „Það var bara gist,“ segja þær og hlæja. „Endorfínframleiðsla,“ segja þær vinkonur spurðar hvað það sé við sundið.aðsend Hver er sú besta? Þær Hildur og Margrét eiga erfitt með að velja bestu laugina. „Allar eru þær með sinn karakter og gæði. Sumar eru fallegar, aðrar gott að synda í, enn aðrar með góða slökunaraðstöðu, útsýni. Hver hefur eitthvað við sig. Við þurfum að fara aftur með stigakerfi þar sem við fengjum kannski faglega greiningu,“segir Margrét. Þær eru hins vegar sammála um laugina á Þingeyri. „Hún er svo falleg,“ segir Hildur. „Sundlaugin á Eskifirði er mín laug,“ segir Margrét, en báðar þær nefna laugina í Reykjadal. Innilaugin á Þingeyri er í miklu uppáhaldi. Stórkostleg fjallasýn á Eskifirði.Aðsend Af laugum á höfuðborgarsvæði nefnir Hildur Dalslaug í Úlfarsárdal en Margrét Breiðholtslaug. „Akureyrarlaug er líka með allt,“ segja þær.
Sund Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Sjá meira