Syntu í hverri einustu laug landsins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2024 14:17 Þær Hildur og Margrét á góðri stundu þar sem þeim líður best, í lauginni. aðsend Þær Hildur Helgadóttir og Margrét Guðjónsdóttir tóku upp á því fyrir tveimur árum síðan að heimsækja hverja einustu sundlaug landsins. Fyrst um sinn kepptust þær í að safna sundlaugum en áttuðu sig fljótt á því að það væri sennilega betra fyrir vinskapinn að klára laugarnar saman. Þær stöllur voru staddar á Grímsey þegar blaðamaður náði af þeim tali. Þangað héldu þær í tveggja sólarhringa ferðalag með skýrt markmið: að baða sig í sundlaug Grímseyjar og merkja við síðustu laugina á listanum. Þar með hafa þær heimsótt allar 126 laugar landsins. Hugmyndin kviknaði þegar Hildur rakst á vefsíðuna sundlaugar.com, þar sem búið er að skrá skilmerkilega hverja einustu sundlaug. Notendur geta síðan hakað við hverja og safnað. „Við sáum að við vorum búnar með svipaðan fjölda en alls ekki sömu laugarnar, og þá ætluðum við að keppast um það hver myndi klára þetta fyrst. Þegar leið á sáum við að það væri sennilega betra fyrir vinskapinn að gera þetta saman,“ segir Margrét. Hildur tekur sundinu alvarlega. Dró vinkonuhópinn í tóma laug á Hvammstanga Þær hafa lagt ýmislegt á sig til þess að ná öllum laugunum. „Við höfum komið að lokuðum dyrum, þurft frá að hverfa þegar það er ekkert vatn í lauginni. Svo er þetta alvöru ferðalag ef maður á kannski eina sundlaug eftir í einhverjum fjórðingi, eins og Raufarhöfn eða Tálknafjörð,“ segir Hildur. „Einu sinni plataði ég fullan bíl af vinkonum á Hvammstanga. Síðan var laugin bara tóm og skurðgrafa út í henni miðri. Það var mjög spælandi. Svo gerði ég heilmikla ferð á Tálknafjörð í sumar en kom að lokaðri sundlauginni. Það voru mikil vonbrigði. Þá var sundlaugin lokuð vegna manneklu.“ Aðrar laugar er erfitt að komast í vegna aðgangshindrana. Í Flókalundi er til að mynda skilyrði að vera gestur í orlofsbyggðinni til komast í sund. Þá er skilyrði að vera gestur á Hótel Örk til að komast í laugina þar. „Það var bara gist,“ segja þær og hlæja. „Endorfínframleiðsla,“ segja þær vinkonur spurðar hvað það sé við sundið.aðsend Hver er sú besta? Þær Hildur og Margrét eiga erfitt með að velja bestu laugina. „Allar eru þær með sinn karakter og gæði. Sumar eru fallegar, aðrar gott að synda í, enn aðrar með góða slökunaraðstöðu, útsýni. Hver hefur eitthvað við sig. Við þurfum að fara aftur með stigakerfi þar sem við fengjum kannski faglega greiningu,“segir Margrét. Þær eru hins vegar sammála um laugina á Þingeyri. „Hún er svo falleg,“ segir Hildur. „Sundlaugin á Eskifirði er mín laug,“ segir Margrét, en báðar þær nefna laugina í Reykjadal. Innilaugin á Þingeyri er í miklu uppáhaldi. Stórkostleg fjallasýn á Eskifirði.Aðsend Af laugum á höfuðborgarsvæði nefnir Hildur Dalslaug í Úlfarsárdal en Margrét Breiðholtslaug. „Akureyrarlaug er líka með allt,“ segja þær. Sund Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Þær stöllur voru staddar á Grímsey þegar blaðamaður náði af þeim tali. Þangað héldu þær í tveggja sólarhringa ferðalag með skýrt markmið: að baða sig í sundlaug Grímseyjar og merkja við síðustu laugina á listanum. Þar með hafa þær heimsótt allar 126 laugar landsins. Hugmyndin kviknaði þegar Hildur rakst á vefsíðuna sundlaugar.com, þar sem búið er að skrá skilmerkilega hverja einustu sundlaug. Notendur geta síðan hakað við hverja og safnað. „Við sáum að við vorum búnar með svipaðan fjölda en alls ekki sömu laugarnar, og þá ætluðum við að keppast um það hver myndi klára þetta fyrst. Þegar leið á sáum við að það væri sennilega betra fyrir vinskapinn að gera þetta saman,“ segir Margrét. Hildur tekur sundinu alvarlega. Dró vinkonuhópinn í tóma laug á Hvammstanga Þær hafa lagt ýmislegt á sig til þess að ná öllum laugunum. „Við höfum komið að lokuðum dyrum, þurft frá að hverfa þegar það er ekkert vatn í lauginni. Svo er þetta alvöru ferðalag ef maður á kannski eina sundlaug eftir í einhverjum fjórðingi, eins og Raufarhöfn eða Tálknafjörð,“ segir Hildur. „Einu sinni plataði ég fullan bíl af vinkonum á Hvammstanga. Síðan var laugin bara tóm og skurðgrafa út í henni miðri. Það var mjög spælandi. Svo gerði ég heilmikla ferð á Tálknafjörð í sumar en kom að lokaðri sundlauginni. Það voru mikil vonbrigði. Þá var sundlaugin lokuð vegna manneklu.“ Aðrar laugar er erfitt að komast í vegna aðgangshindrana. Í Flókalundi er til að mynda skilyrði að vera gestur í orlofsbyggðinni til komast í sund. Þá er skilyrði að vera gestur á Hótel Örk til að komast í laugina þar. „Það var bara gist,“ segja þær og hlæja. „Endorfínframleiðsla,“ segja þær vinkonur spurðar hvað það sé við sundið.aðsend Hver er sú besta? Þær Hildur og Margrét eiga erfitt með að velja bestu laugina. „Allar eru þær með sinn karakter og gæði. Sumar eru fallegar, aðrar gott að synda í, enn aðrar með góða slökunaraðstöðu, útsýni. Hver hefur eitthvað við sig. Við þurfum að fara aftur með stigakerfi þar sem við fengjum kannski faglega greiningu,“segir Margrét. Þær eru hins vegar sammála um laugina á Þingeyri. „Hún er svo falleg,“ segir Hildur. „Sundlaugin á Eskifirði er mín laug,“ segir Margrét, en báðar þær nefna laugina í Reykjadal. Innilaugin á Þingeyri er í miklu uppáhaldi. Stórkostleg fjallasýn á Eskifirði.Aðsend Af laugum á höfuðborgarsvæði nefnir Hildur Dalslaug í Úlfarsárdal en Margrét Breiðholtslaug. „Akureyrarlaug er líka með allt,“ segja þær.
Sund Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira