Ten Hag um kaupin á öllum þessum Ajax mönnum: Ekki bara mín ákvörðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 10:30 Erik ten Hag með nýju leikmönnunum Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui auk íþróttastjórans Dan Ashworth. Manchester United Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki beðið félagið sérstaklega um að kaupa leikmenn sem hann hefur unnið með áður. Ten Hag er að hefja sitt þriðja tímabil á Old Trafford og félagið hefur á þeim tíma keypt fimm leikmenn sem léku undir hans stjórn hjá hollenska félaginu Ajax. Nú síðast keypti United þá Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui sem koma báðir frá Bayern München en spiluðu undir stjórn Ten Hag hjá Ajax fyrir nokkrum árum. Áður hafði félagið keypt þá Lisandro Martínez, Antony og André Onana sem léku líka allir undir stjórn hans hjá Ajax. Hollenski stjórinn segist þó ekki vera einn í því að finna nýja leikmenn fyrir félagið. „Í fyrsta lagi þá er þetta ákvörðun félagsins og enginn þeirra var bara mín ákvörðun,“ sagði Ten Hag. Hollendingurinn segir að margir komi að þeirri ákvörðun að kaupa leikmenn eins og yfirmaður knattspyrnumála og íþróttastjórinn auk þeirra sem njósna um leikmenn fyrir United. „Þetta er alltaf ákvörðun sem fleiri en einn maður tekur. En það er samt gott að þekkja persónuleika leikmanna og svo þarf allt að ganga upp fjárhagslega,“ sagði Ten Hag. ESPN segir frá. Ten Hag talaði sérstaklega um miðvörðinn De Ligt sem hefur spilað með Juventus og Bayern München síðan hann yfirgaf Ajax. Ten Hag segir hann vera einn besta miðvörð heims. „Matthijs verður 25 ára í þessari viku og hefur þegar spilað næstum því 375 leiki fyrir Ajax, Juventus og Bayern. Það er ótrúlegt,“ sagði Ten Hag. „Nú er hann að komast inn á sín bestu ár. Hann hefur mikla hæfileika sem fótboltamaður en þetta snýst líka um hans karakter og hans persónuleika. Ég er mjög ánægður með að hafa hann hér,“ sagði Ten Hag. Manchester United spilar í kvöld fyrsta leik sinn á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni þegar Fulham kemur í heimsókn. Man United have spent €272.4M to bring five of Erik ten Hag's former Ajax players to Old Trafford over the last two years with Matthijs de Ligt and Noussair Mazraoui set to join the club in the coming days 💰Getting the band back together 👀 pic.twitter.com/eW2aEz49Tw— ESPN FC (@ESPNFC) August 11, 2024 Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Sjá meira
Ten Hag er að hefja sitt þriðja tímabil á Old Trafford og félagið hefur á þeim tíma keypt fimm leikmenn sem léku undir hans stjórn hjá hollenska félaginu Ajax. Nú síðast keypti United þá Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui sem koma báðir frá Bayern München en spiluðu undir stjórn Ten Hag hjá Ajax fyrir nokkrum árum. Áður hafði félagið keypt þá Lisandro Martínez, Antony og André Onana sem léku líka allir undir stjórn hans hjá Ajax. Hollenski stjórinn segist þó ekki vera einn í því að finna nýja leikmenn fyrir félagið. „Í fyrsta lagi þá er þetta ákvörðun félagsins og enginn þeirra var bara mín ákvörðun,“ sagði Ten Hag. Hollendingurinn segir að margir komi að þeirri ákvörðun að kaupa leikmenn eins og yfirmaður knattspyrnumála og íþróttastjórinn auk þeirra sem njósna um leikmenn fyrir United. „Þetta er alltaf ákvörðun sem fleiri en einn maður tekur. En það er samt gott að þekkja persónuleika leikmanna og svo þarf allt að ganga upp fjárhagslega,“ sagði Ten Hag. ESPN segir frá. Ten Hag talaði sérstaklega um miðvörðinn De Ligt sem hefur spilað með Juventus og Bayern München síðan hann yfirgaf Ajax. Ten Hag segir hann vera einn besta miðvörð heims. „Matthijs verður 25 ára í þessari viku og hefur þegar spilað næstum því 375 leiki fyrir Ajax, Juventus og Bayern. Það er ótrúlegt,“ sagði Ten Hag. „Nú er hann að komast inn á sín bestu ár. Hann hefur mikla hæfileika sem fótboltamaður en þetta snýst líka um hans karakter og hans persónuleika. Ég er mjög ánægður með að hafa hann hér,“ sagði Ten Hag. Manchester United spilar í kvöld fyrsta leik sinn á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni þegar Fulham kemur í heimsókn. Man United have spent €272.4M to bring five of Erik ten Hag's former Ajax players to Old Trafford over the last two years with Matthijs de Ligt and Noussair Mazraoui set to join the club in the coming days 💰Getting the band back together 👀 pic.twitter.com/eW2aEz49Tw— ESPN FC (@ESPNFC) August 11, 2024
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Sjá meira