Apabóla geti komið til landsins en muni ekki verða útbreidd Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 22:04 Guðrún segir enga ástæðu til að bólusetja almenning fyrir MPX-veirunni. Vísir/Arnar Guðrún Aspelund Sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði MPX-veirunnar, apabólu, sem greinst hefur í Svíþjóð gæti borist hingað til lands. Hún óttast ekki faraldur og heldur að veiran yrði ekki útbreidd hér á landi. Nýtt afbrigði apabólu, sem Guðrún segir réttara að kalla MPX-veiruna, hefur náð mikilli útbreiðslu í Afríku og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýst yfir neyðarástandi vegna þessa. Afbrigðið hefur nú greinst í Svíþjóð. Flestir jafni sig Guðrún segir að flestir sem smitist af veirunni jafni sig, en fái ýmiss konar einkenni. Veiran geti lagst þungt á ónæmisbælda, en einnig börn og barnshafandi konur. „Börn og ónæmisbældir hafa farið illa út úr þessu, svo eru þessir mismunandi stofnar og annar er skæðari en hinn,“ segir Guðrún, en hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Smitast með mikilli nánd „Þetta er veirusýking sem smitast við náin samskipti, þannig hún er ekki bráðsmitandi,“ segir Guðrún. Helst þurfi snertingu til að smitast, en einnig geti vessað úr bólum. Einnig geti veiran verið á hlutum eða efni eins og handklæðum, rúmfötum og slíku frá fólki sem hefur verið með apabólu. „En þetta þarf svolítið mikla nánd og snertingu í tíma til að smitast.“ Hún segir að einkenni apabólunnar séu útbrotin sem hún er kennd við. „Þetta byrjar á þessum útbrotum sem eru eins og bólur, sem verða svo vessafylltar blöðrur og sár, sem þorna upp og mynda hreistur sem dettur af. Svo eru önnur einkenni, svolítið eins og flensulík einkenni, vöðvaverkir, höfuðverkur, eitlabólgur og hiti,“ segir hún. Fólk smitist aðallega frá þessum útbrotum, en þegar sárin séu svo orðin þurr sé þetta ekki eins smitandi. Mælir ekki með bólusetningu fyrir almenning Guðrún segir að til sé bóluefni en ekki sé mælt með því fyrir almenning. „Það er ekki hætta á að þetta dreifist út til allra, þetta er bundið við náin samskipti.“ Áhættuhópar hafi verið bólusettir árið 2022 þegar hinn stofninn barst til landsins. „Ég hef ekki áhyggjur eins og er að þetta verði mjög útbreitt hjá okkur, þetta er bara að fara í gang og við fylgjumst grannt með því og hvaða ráðleggingar verða í nágrannalöndunum,“ segir hún. Apabóla Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Nýtt afbrigði apabólu, sem Guðrún segir réttara að kalla MPX-veiruna, hefur náð mikilli útbreiðslu í Afríku og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýst yfir neyðarástandi vegna þessa. Afbrigðið hefur nú greinst í Svíþjóð. Flestir jafni sig Guðrún segir að flestir sem smitist af veirunni jafni sig, en fái ýmiss konar einkenni. Veiran geti lagst þungt á ónæmisbælda, en einnig börn og barnshafandi konur. „Börn og ónæmisbældir hafa farið illa út úr þessu, svo eru þessir mismunandi stofnar og annar er skæðari en hinn,“ segir Guðrún, en hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Smitast með mikilli nánd „Þetta er veirusýking sem smitast við náin samskipti, þannig hún er ekki bráðsmitandi,“ segir Guðrún. Helst þurfi snertingu til að smitast, en einnig geti vessað úr bólum. Einnig geti veiran verið á hlutum eða efni eins og handklæðum, rúmfötum og slíku frá fólki sem hefur verið með apabólu. „En þetta þarf svolítið mikla nánd og snertingu í tíma til að smitast.“ Hún segir að einkenni apabólunnar séu útbrotin sem hún er kennd við. „Þetta byrjar á þessum útbrotum sem eru eins og bólur, sem verða svo vessafylltar blöðrur og sár, sem þorna upp og mynda hreistur sem dettur af. Svo eru önnur einkenni, svolítið eins og flensulík einkenni, vöðvaverkir, höfuðverkur, eitlabólgur og hiti,“ segir hún. Fólk smitist aðallega frá þessum útbrotum, en þegar sárin séu svo orðin þurr sé þetta ekki eins smitandi. Mælir ekki með bólusetningu fyrir almenning Guðrún segir að til sé bóluefni en ekki sé mælt með því fyrir almenning. „Það er ekki hætta á að þetta dreifist út til allra, þetta er bundið við náin samskipti.“ Áhættuhópar hafi verið bólusettir árið 2022 þegar hinn stofninn barst til landsins. „Ég hef ekki áhyggjur eins og er að þetta verði mjög útbreitt hjá okkur, þetta er bara að fara í gang og við fylgjumst grannt með því og hvaða ráðleggingar verða í nágrannalöndunum,“ segir hún.
Apabóla Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira