Apabóla geti komið til landsins en muni ekki verða útbreidd Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 22:04 Guðrún segir enga ástæðu til að bólusetja almenning fyrir MPX-veirunni. Vísir/Arnar Guðrún Aspelund Sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði MPX-veirunnar, apabólu, sem greinst hefur í Svíþjóð gæti borist hingað til lands. Hún óttast ekki faraldur og heldur að veiran yrði ekki útbreidd hér á landi. Nýtt afbrigði apabólu, sem Guðrún segir réttara að kalla MPX-veiruna, hefur náð mikilli útbreiðslu í Afríku og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýst yfir neyðarástandi vegna þessa. Afbrigðið hefur nú greinst í Svíþjóð. Flestir jafni sig Guðrún segir að flestir sem smitist af veirunni jafni sig, en fái ýmiss konar einkenni. Veiran geti lagst þungt á ónæmisbælda, en einnig börn og barnshafandi konur. „Börn og ónæmisbældir hafa farið illa út úr þessu, svo eru þessir mismunandi stofnar og annar er skæðari en hinn,“ segir Guðrún, en hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Smitast með mikilli nánd „Þetta er veirusýking sem smitast við náin samskipti, þannig hún er ekki bráðsmitandi,“ segir Guðrún. Helst þurfi snertingu til að smitast, en einnig geti vessað úr bólum. Einnig geti veiran verið á hlutum eða efni eins og handklæðum, rúmfötum og slíku frá fólki sem hefur verið með apabólu. „En þetta þarf svolítið mikla nánd og snertingu í tíma til að smitast.“ Hún segir að einkenni apabólunnar séu útbrotin sem hún er kennd við. „Þetta byrjar á þessum útbrotum sem eru eins og bólur, sem verða svo vessafylltar blöðrur og sár, sem þorna upp og mynda hreistur sem dettur af. Svo eru önnur einkenni, svolítið eins og flensulík einkenni, vöðvaverkir, höfuðverkur, eitlabólgur og hiti,“ segir hún. Fólk smitist aðallega frá þessum útbrotum, en þegar sárin séu svo orðin þurr sé þetta ekki eins smitandi. Mælir ekki með bólusetningu fyrir almenning Guðrún segir að til sé bóluefni en ekki sé mælt með því fyrir almenning. „Það er ekki hætta á að þetta dreifist út til allra, þetta er bundið við náin samskipti.“ Áhættuhópar hafi verið bólusettir árið 2022 þegar hinn stofninn barst til landsins. „Ég hef ekki áhyggjur eins og er að þetta verði mjög útbreitt hjá okkur, þetta er bara að fara í gang og við fylgjumst grannt með því og hvaða ráðleggingar verða í nágrannalöndunum,“ segir hún. Apabóla Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Nýtt afbrigði apabólu, sem Guðrún segir réttara að kalla MPX-veiruna, hefur náð mikilli útbreiðslu í Afríku og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýst yfir neyðarástandi vegna þessa. Afbrigðið hefur nú greinst í Svíþjóð. Flestir jafni sig Guðrún segir að flestir sem smitist af veirunni jafni sig, en fái ýmiss konar einkenni. Veiran geti lagst þungt á ónæmisbælda, en einnig börn og barnshafandi konur. „Börn og ónæmisbældir hafa farið illa út úr þessu, svo eru þessir mismunandi stofnar og annar er skæðari en hinn,“ segir Guðrún, en hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Smitast með mikilli nánd „Þetta er veirusýking sem smitast við náin samskipti, þannig hún er ekki bráðsmitandi,“ segir Guðrún. Helst þurfi snertingu til að smitast, en einnig geti vessað úr bólum. Einnig geti veiran verið á hlutum eða efni eins og handklæðum, rúmfötum og slíku frá fólki sem hefur verið með apabólu. „En þetta þarf svolítið mikla nánd og snertingu í tíma til að smitast.“ Hún segir að einkenni apabólunnar séu útbrotin sem hún er kennd við. „Þetta byrjar á þessum útbrotum sem eru eins og bólur, sem verða svo vessafylltar blöðrur og sár, sem þorna upp og mynda hreistur sem dettur af. Svo eru önnur einkenni, svolítið eins og flensulík einkenni, vöðvaverkir, höfuðverkur, eitlabólgur og hiti,“ segir hún. Fólk smitist aðallega frá þessum útbrotum, en þegar sárin séu svo orðin þurr sé þetta ekki eins smitandi. Mælir ekki með bólusetningu fyrir almenning Guðrún segir að til sé bóluefni en ekki sé mælt með því fyrir almenning. „Það er ekki hætta á að þetta dreifist út til allra, þetta er bundið við náin samskipti.“ Áhættuhópar hafi verið bólusettir árið 2022 þegar hinn stofninn barst til landsins. „Ég hef ekki áhyggjur eins og er að þetta verði mjög útbreitt hjá okkur, þetta er bara að fara í gang og við fylgjumst grannt með því og hvaða ráðleggingar verða í nágrannalöndunum,“ segir hún.
Apabóla Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira