Manstu þegar Messenger var ekki til? Aldís Stefánsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 09:00 Umræða um menntamál sem farið hefur fram í samfélaginu síðustu vikur gleður mig mjög. Menntun er undirstaða framfara og ef við þróum ekki aðferðir við að fræða og fræðast þá blasir við stöðnun og glötuð tækifæri. Þegar við veltum fyrir okkur breytingunum sem orðið hafa í samfélaginu síðustu ár - og áratugi. Segjum bara breytingar sem hafa orðið frá árinu 2000 til að vera með eitthvað viðmið. Fyrsti iPhone síminn var gefinn út árið 2007. Í upphafi aldarinnar voru bankar, tryggingafélög og pósthús á hverju götuhorni. Fartölvunotkun var ekki almenn og fjarvinna mögulega ekki orð í íslensku. Það sem hefur gerst á þessum fyrsta fjórðungi nýrrar aldar hefur haft gríðarlega afgerandi áhrif á okkar daglega líf í leik og starfi. Hvernig þurfa menntastofnanir framtíðarinnar að vera? Þessar breytingar kalla á að undirstöður samfélagsins eins og menntakerfið þróist með. Ekki bara hvað er kennt heldur hvernig það er kennt. Við þurfum að greina hvar við höfum staðið okkur vel. Af því að það er alveg augljóst að menntakerfið okkar hefur vaxið með þeim áskorunum sem það hefur staðið frammi fyrir síðustu áratugi. Auk þeirra samfélagslegu og tæknilegu breytinga sem við höfum gengið í gegnum þá eru skólarnir búnir að laga sig að hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar, mikil fólksfjölgun og þar með talin fjölgun innflytjenda með sértækar þarfir hefur átt sér stað, ný aðalnámsskrá, breytt matskerfi og svo mætti lengi telja. Við þurfum líka að skoða hvað hefur ekki gengið vel og við þurfum að vera heiðarleg í þeirri skoðun. Það væri nú eitthvað skrítið ef allar ákvarðanir sem við höfum tekið siðustu árin sem varðar menntakerfið væru svo frábærar að það þyrfti bara ekkert að breyta þeim. En það virkaði fyrir mig Það er einhvernvegin þannig að þegar við ræðum málin opinberlega þá erum við fljót að skiptast í lið og enn fljótari að sammælast um einfalda leið til að leysa málið. En viðfangsefnið er ekki einfalt og lausnirnar verða ekki einfaldar heldur. Það er auðvelt fyrir leikmann eins og mig að grípa í að tala fyrir lausnum sem ég skil eins og innleiðingu á samræmdum prófum. Það er kerfi sem ég þekki. Það er kerfi sem ég ólst upp við. Ef það virkaði þá af hverju virkar það þá ekki núna? En á meðan við skiptumst á skoðunum um hluti sem er auðvelt að hafa skoðun á og skiptir okkur í fylkingar þá missum við af tækifæri til að fara á dýptina í umræðunni. Auðvitað þarf að mæla árangur í skólastarfi eins og í öllu öðru starfi. En hvernig á að gera það er ákvörðun sem fagfólkið verður að koma að. Við þurfum að hlusta á þau og þeirra ráðleggingar en skólafólk verður líka hlusta á reynslu úr öðrum áttum og skoða hvaða reynsla og þekking getur nýst okkur til að byggja upp áherslur í menntakerfi framtíðarinnar. Höfundur er formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Umræða um menntamál sem farið hefur fram í samfélaginu síðustu vikur gleður mig mjög. Menntun er undirstaða framfara og ef við þróum ekki aðferðir við að fræða og fræðast þá blasir við stöðnun og glötuð tækifæri. Þegar við veltum fyrir okkur breytingunum sem orðið hafa í samfélaginu síðustu ár - og áratugi. Segjum bara breytingar sem hafa orðið frá árinu 2000 til að vera með eitthvað viðmið. Fyrsti iPhone síminn var gefinn út árið 2007. Í upphafi aldarinnar voru bankar, tryggingafélög og pósthús á hverju götuhorni. Fartölvunotkun var ekki almenn og fjarvinna mögulega ekki orð í íslensku. Það sem hefur gerst á þessum fyrsta fjórðungi nýrrar aldar hefur haft gríðarlega afgerandi áhrif á okkar daglega líf í leik og starfi. Hvernig þurfa menntastofnanir framtíðarinnar að vera? Þessar breytingar kalla á að undirstöður samfélagsins eins og menntakerfið þróist með. Ekki bara hvað er kennt heldur hvernig það er kennt. Við þurfum að greina hvar við höfum staðið okkur vel. Af því að það er alveg augljóst að menntakerfið okkar hefur vaxið með þeim áskorunum sem það hefur staðið frammi fyrir síðustu áratugi. Auk þeirra samfélagslegu og tæknilegu breytinga sem við höfum gengið í gegnum þá eru skólarnir búnir að laga sig að hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar, mikil fólksfjölgun og þar með talin fjölgun innflytjenda með sértækar þarfir hefur átt sér stað, ný aðalnámsskrá, breytt matskerfi og svo mætti lengi telja. Við þurfum líka að skoða hvað hefur ekki gengið vel og við þurfum að vera heiðarleg í þeirri skoðun. Það væri nú eitthvað skrítið ef allar ákvarðanir sem við höfum tekið siðustu árin sem varðar menntakerfið væru svo frábærar að það þyrfti bara ekkert að breyta þeim. En það virkaði fyrir mig Það er einhvernvegin þannig að þegar við ræðum málin opinberlega þá erum við fljót að skiptast í lið og enn fljótari að sammælast um einfalda leið til að leysa málið. En viðfangsefnið er ekki einfalt og lausnirnar verða ekki einfaldar heldur. Það er auðvelt fyrir leikmann eins og mig að grípa í að tala fyrir lausnum sem ég skil eins og innleiðingu á samræmdum prófum. Það er kerfi sem ég þekki. Það er kerfi sem ég ólst upp við. Ef það virkaði þá af hverju virkar það þá ekki núna? En á meðan við skiptumst á skoðunum um hluti sem er auðvelt að hafa skoðun á og skiptir okkur í fylkingar þá missum við af tækifæri til að fara á dýptina í umræðunni. Auðvitað þarf að mæla árangur í skólastarfi eins og í öllu öðru starfi. En hvernig á að gera það er ákvörðun sem fagfólkið verður að koma að. Við þurfum að hlusta á þau og þeirra ráðleggingar en skólafólk verður líka hlusta á reynslu úr öðrum áttum og skoða hvaða reynsla og þekking getur nýst okkur til að byggja upp áherslur í menntakerfi framtíðarinnar. Höfundur er formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun