Sagði söguna af myndbandinu af henni ungri með Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2024 11:30 Katie Ledecky vann fern verðlaun á Ólympíuleikunum í París, tvö gull, eitt silfur og eitt brons. Þá var ástæða til að rifja upp gamalt myndband með henni og Michael Jordan. Getty/Don Juan Moore/Kristy Sparow Myndband með körfuboltagoðsögninni Michael Jordan vakti athygli fyrir meira en tveimur áratugum síðan en fór síðan aftur á flug á dögunum þegar fólk áttaði sig á því hver var þarna með honum. Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann tvenn gullverðlaun og alls fern verðlaun á Ólympíuleikunum í París. Hún varð um leið sigursælasta bandaríska íþróttakonan í sögu Ólympíuleikanna. Seinna gullið var hennar níunda á Ólympíuleikum en hún vann ein gullverðlaun í London 2012, fern á Ólympíuleikum í Ríó 2016 og tvenn á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. Myndbandið fór á flug Myndband með Ledecky og NBA goðsögninni Michael Jordan fór á mikið flug eftir að hún tryggði sér gullverðlaun í París. Þar má sjá Jordan stríða henni þegar Ledecky er aðeins tveggja ára gömul og stödd í heiðursstúkunni á leik með Washington Wizards. Throwback to when Michael Jordan played peek-a-boo with 2-year-old Katie Ledecky and blessed her with generational greatness pic.twitter.com/1lbu8fdBqx— Jeff Eisenband (@JeffEisenband) August 2, 2024 Ledecky var spurð út í myndbandið með henni og Jordan. „Jon frændi minn var einn af eigendum Washington Capitals á þessum tíma. Við vorum þarna á leik með Wizards og stödd í eigendastúkunni,“ sagði Ledecky. „Michael Jordan var þarna líka því hann var hluti af eigendahópi Washington Wizards á þessum tíma. Ég var bara að borða poppkornið mitt og Jordan fór að leika við mig í gjugg í borg [peekabo]. Ég lét það ekkert trufla mig og hélt bara áfram að borða poppkornið mitt,“ sagði Ledecky. Vissi hver hann var „Hann setti líka hendina fyrir muninn á mér til að reyna að koma í veg fyrir að ég kæmi poppkorninu upp í munninn,“ sagði Ledecky. Hún bendir á það að það má sjá líka að hún er spurð hvort hún viti hver þetta sé og að hún hafi svarað Michael Jordan. „Ég gerði mér alveg grein fyrir því hversu merkilegur hann var og hver hann var. Ég vil líta þannig á að hann hafi veitt mér innblástur og smitað mig aðeins af hans mikilfengleika. Það var mjög gott fyrir mig að fá að umgangast frábært íþróttafólk frá unga aldri,“ sagði Ledecky. „Þetta er mjög fyndið myndband og ég held að það hafi líka vakið athygli á sínum tíma áður en einhver vissi hver ég var,“ sagði Ledecky. View this post on Instagram A post shared by Shal-Om!🙏🏾 (@supersaiyanshalom26) Sund Ólympíuleikar 2024 í París NBA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann tvenn gullverðlaun og alls fern verðlaun á Ólympíuleikunum í París. Hún varð um leið sigursælasta bandaríska íþróttakonan í sögu Ólympíuleikanna. Seinna gullið var hennar níunda á Ólympíuleikum en hún vann ein gullverðlaun í London 2012, fern á Ólympíuleikum í Ríó 2016 og tvenn á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. Myndbandið fór á flug Myndband með Ledecky og NBA goðsögninni Michael Jordan fór á mikið flug eftir að hún tryggði sér gullverðlaun í París. Þar má sjá Jordan stríða henni þegar Ledecky er aðeins tveggja ára gömul og stödd í heiðursstúkunni á leik með Washington Wizards. Throwback to when Michael Jordan played peek-a-boo with 2-year-old Katie Ledecky and blessed her with generational greatness pic.twitter.com/1lbu8fdBqx— Jeff Eisenband (@JeffEisenband) August 2, 2024 Ledecky var spurð út í myndbandið með henni og Jordan. „Jon frændi minn var einn af eigendum Washington Capitals á þessum tíma. Við vorum þarna á leik með Wizards og stödd í eigendastúkunni,“ sagði Ledecky. „Michael Jordan var þarna líka því hann var hluti af eigendahópi Washington Wizards á þessum tíma. Ég var bara að borða poppkornið mitt og Jordan fór að leika við mig í gjugg í borg [peekabo]. Ég lét það ekkert trufla mig og hélt bara áfram að borða poppkornið mitt,“ sagði Ledecky. Vissi hver hann var „Hann setti líka hendina fyrir muninn á mér til að reyna að koma í veg fyrir að ég kæmi poppkorninu upp í munninn,“ sagði Ledecky. Hún bendir á það að það má sjá líka að hún er spurð hvort hún viti hver þetta sé og að hún hafi svarað Michael Jordan. „Ég gerði mér alveg grein fyrir því hversu merkilegur hann var og hver hann var. Ég vil líta þannig á að hann hafi veitt mér innblástur og smitað mig aðeins af hans mikilfengleika. Það var mjög gott fyrir mig að fá að umgangast frábært íþróttafólk frá unga aldri,“ sagði Ledecky. „Þetta er mjög fyndið myndband og ég held að það hafi líka vakið athygli á sínum tíma áður en einhver vissi hver ég var,“ sagði Ledecky. View this post on Instagram A post shared by Shal-Om!🙏🏾 (@supersaiyanshalom26)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París NBA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira