Fann fimm ástæður fyrir því af hverju Man. City verður ekki enskur meistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2024 08:01 Algeng sjón á vorin. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, brosandi með enska meistarabikarinn. Getty/Michael Regan/ Veðbankar eru á því að Manchester City verði enskur meistari fimmta árið í röð en það er von fyrir önnur lið samkvæmt fróðlegum pistli á ESPN. Enska úrvalsdeildin hefst annað kvöld með leik Manchester United og Fulham á Old Trafford. Fyrsta umferðin heldur svo áfram á laugardaginn og sunnudaginn. Ryan O'Hanlon, knattspyrnusérfræðingur ESPN, fjallar um ensku úrvalsdeildina og þá sérstaklega um sigurlíkur City. Sex af síðustu sjö titlum Frá því að Pep Guardiola tók við Manchester City þá hefur liðinu alltaf verið spáð titlinum og spámenn hafa næstum því alltaf haft rétt fyrir sér. City hefur unnið sex af síðustu sjö titlum eða alla titla nema tímabilið 2019-20 þegar Liverpool vann. Chelsea vann fyrsta tímabil Guardiola í deildinni en síðan hefur honum aðeins einu sinni mistekist að gera City að enskum meisturum. Magnaður árangur hjá mögnuðum stjóra. Breytist eitthvað? Er eitthvað í spilunum til að þetta breytist eitthvað í vetur? Já kannski. O'Hanlon fann fimm ástæður fyrir því af hverju Manchester City verður ekki enskur meistari. Hann lagðist yfir tölurnar og staðreyndirnar frá sigri City manna á síðasta tímabili. Ástæðurnar eru eftirtaldar. 1. Á síðasta tímabili var Manchester City bara með meðallið en ekki frábært lið. 2. Tölurnar segja líklegt að City liðið gefi enn meira eftir á þessu tímabili. 3. Það verður ekki bara eitt lið að elta City heldur tvö. Bæði Arsenal og Liverpool. 4. Manchester City var endilega ekkert besta liðið í deildinni á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vinna hana. 5. Arsenal (og Liverpool) gætu jafnvel orðið enn betri en á síðustu leiktíð. Það er erfitt fyrir flesta að sjá fyrir sér annað en sigur Manchester City í vor. Liðið í fyrra var engu að síður ekki nærri því sama öfluga liðið og það sem vann þrennuna tímabilið 2022-23. Kannski ekkert skrýtið enda það lið líklega eitt allra besta lið sögunnar. Kai Havertz og Mikel Arteta fagna einum af sigrum Arsenal í fyrra.Getty Ekkert lið hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjögur ár í röð og setti City því met í fyrra. Það væri mikið afrek að vinna hana fimmta árið í röð og yrði þá enn ein sönnun á snilld Guardiola sem knattspyrnustjóra. Einhvern tímann kemur þó að því að sigurgangan endar. Pælingar O'Hanlon sýna að það er smá von fyrir hin liðin. Hefur trú á Arsenal Hann hefur mikla trú á liði Arsenal sem hefur ekki unnið titilinn í meira en tuttugu ár. Liðið hefur endað í öðru sæti undanfarin tvö tímabil og var lengst af í efsta sætinu á síðustu leiktíð. Arsenal er á leiðinni en komast þeir alla leið í markið að þessu sinni? Pistilinn má lesa hér. Hvort að hann sé næg ástæða til að setja peningana á Arsenal er erfitt að segja en áhugasamir fá alla vega vonarglætu um að enska úrvalsdeildin bjóði upp á eitthvað nýtt þegar bikarinn fer á loft næsta vor. Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefst annað kvöld með leik Manchester United og Fulham á Old Trafford. Fyrsta umferðin heldur svo áfram á laugardaginn og sunnudaginn. Ryan O'Hanlon, knattspyrnusérfræðingur ESPN, fjallar um ensku úrvalsdeildina og þá sérstaklega um sigurlíkur City. Sex af síðustu sjö titlum Frá því að Pep Guardiola tók við Manchester City þá hefur liðinu alltaf verið spáð titlinum og spámenn hafa næstum því alltaf haft rétt fyrir sér. City hefur unnið sex af síðustu sjö titlum eða alla titla nema tímabilið 2019-20 þegar Liverpool vann. Chelsea vann fyrsta tímabil Guardiola í deildinni en síðan hefur honum aðeins einu sinni mistekist að gera City að enskum meisturum. Magnaður árangur hjá mögnuðum stjóra. Breytist eitthvað? Er eitthvað í spilunum til að þetta breytist eitthvað í vetur? Já kannski. O'Hanlon fann fimm ástæður fyrir því af hverju Manchester City verður ekki enskur meistari. Hann lagðist yfir tölurnar og staðreyndirnar frá sigri City manna á síðasta tímabili. Ástæðurnar eru eftirtaldar. 1. Á síðasta tímabili var Manchester City bara með meðallið en ekki frábært lið. 2. Tölurnar segja líklegt að City liðið gefi enn meira eftir á þessu tímabili. 3. Það verður ekki bara eitt lið að elta City heldur tvö. Bæði Arsenal og Liverpool. 4. Manchester City var endilega ekkert besta liðið í deildinni á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vinna hana. 5. Arsenal (og Liverpool) gætu jafnvel orðið enn betri en á síðustu leiktíð. Það er erfitt fyrir flesta að sjá fyrir sér annað en sigur Manchester City í vor. Liðið í fyrra var engu að síður ekki nærri því sama öfluga liðið og það sem vann þrennuna tímabilið 2022-23. Kannski ekkert skrýtið enda það lið líklega eitt allra besta lið sögunnar. Kai Havertz og Mikel Arteta fagna einum af sigrum Arsenal í fyrra.Getty Ekkert lið hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjögur ár í röð og setti City því met í fyrra. Það væri mikið afrek að vinna hana fimmta árið í röð og yrði þá enn ein sönnun á snilld Guardiola sem knattspyrnustjóra. Einhvern tímann kemur þó að því að sigurgangan endar. Pælingar O'Hanlon sýna að það er smá von fyrir hin liðin. Hefur trú á Arsenal Hann hefur mikla trú á liði Arsenal sem hefur ekki unnið titilinn í meira en tuttugu ár. Liðið hefur endað í öðru sæti undanfarin tvö tímabil og var lengst af í efsta sætinu á síðustu leiktíð. Arsenal er á leiðinni en komast þeir alla leið í markið að þessu sinni? Pistilinn má lesa hér. Hvort að hann sé næg ástæða til að setja peningana á Arsenal er erfitt að segja en áhugasamir fá alla vega vonarglætu um að enska úrvalsdeildin bjóði upp á eitthvað nýtt þegar bikarinn fer á loft næsta vor.
Ástæðurnar eru eftirtaldar. 1. Á síðasta tímabili var Manchester City bara með meðallið en ekki frábært lið. 2. Tölurnar segja líklegt að City liðið gefi enn meira eftir á þessu tímabili. 3. Það verður ekki bara eitt lið að elta City heldur tvö. Bæði Arsenal og Liverpool. 4. Manchester City var endilega ekkert besta liðið í deildinni á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vinna hana. 5. Arsenal (og Liverpool) gætu jafnvel orðið enn betri en á síðustu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira