Ég má það fyrst ég kemst upp með það Eva Hauksdóttir skrifar 14. ágúst 2024 13:30 Í Venesúela ríkir nú óöld sem jaðrar við borgarastyrjöld. Á hálfum mánuði hafa meira en 1.300 mótmælendur verið hnepptir í varðhald, þar á meðal á annað hundrað unglinga. Í það minnsta 24 hafa verið drepnir. (Sjá t.d. hér.) Þann 28. júlí fóru fram forsetakosningar í Venesúela. Niðurstaða þeirra varð sú að harðstjórinn Nicolás Maduro hangir enn á völdum. Allt bendir þó til þess að niðurstöður kosninganna séu falsaðar og hefur m.a. ríkisstjórn Bandaríkjanna gefið það út að yfirgnæfandi sannanir séu fyrir því að raunverulegur sigurvegari kosninganna sé Edmundo González. Ástandið í Venesúela Viðbrögð almennings við fölsuðum niðurstöðum kosninga hafa að vonum verið hörð, enda er þjóðin langþreytt á ástandinu sem einkennist af spillingu, skoðanakúgun og mannréttindabrotum. Enginn, sem ekki er á mála hjá stjórnvöldum, nýtur verndar gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem viðgengst í skjóli yfirvalda og oft með þátttöku þeirra. Pólitískir andstæðingar stjórnvalda eru ofsóttir og fólk sem aldrei hefur skipt sér af stjórnmálum er heldur ekki óhult því glæpagengi krefjast hárra „verndartolla“ sem fylgt er eftir með morðhótunum, umsátri, líkamsárásum og mannránum. Innviðir eru í molum og atgervisflóttinn úr landinu á undanförnum árum hefur verið slíkur að almennir borgarar eiga ekki kost á fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, jafnvel þótt fólk gæti greitt fyrir hana Í kjölfar kosninganna hafa ýmsar alþjóðastofnanir og mannréttindasamtök lýst þungum áhyggjum af ástandinu í Venesúela. Slæmt var ástandið fyrir en nú er svo komið að mótmælendur geta reiknað með því að vegabréf þeirra séu felld úr gildi og þar sem bardagar geisa á götum úti er fólk beinlínis í líkamlegri hættu. Engin von er á lýðræðisumbótum á meðan Maduro er við völd í landinu. Afstaða íslenskra yfirvalda Allt þetta vita íslensk stjórnvöld en það hefur ekki haggað þeirri afstöðu þeirra að senda sem flesta hælisleitendur úr landi. Og ekki nóg með að Útlendingastofnun reki þá ómannúðlegu stefnu, heldur hefur formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis lýst því yfir að hún treysti mati útlendingayfirvalda á stöðunni. En vandamálið er ekki mat útlendingayfirvalda á ástandinu í Venesúela. Það mat er bara yfirvarp. Það er ekki einn kjaftur starfandi hjá Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála, sem er nógu heimskur til að trúa því í raun og veru að það sé forsvaranlegt að senda fólk til Venesúela. Meint mat útlendingayfirvalda á ástandi mannréttinda í Venesúela er bara lygi. Hin raunverulega ástæða fyrir því að við erum enn að senda fólk til Venesúela er mat útlendingayfirvalda á manngildi þeirra sem leita hér hælis. Útlendingayfirvöld trúa því ekki að fólki frá Venesúela sé óhætt að snúa aftur heim. Þau álíta hinsvegar að það sé allt í lagi að fólk frá Venesúela búi við ofbeldi og kúgun. Að fólk sem býr við mannréttindabrot sé á einhvern hátt ómerkilegra fólk en Íslendingar. Að okkur komi það ekki við þótt annað fólk sé ofsótt. Að fyrst hælisleitendur hafi ekki efni á því að leita réttar síns þá sé ekkert að því að senda þá í klærnar á ógnarstjórn. Íslensk yfirvöld meta það svo að fyrst það hafi engar slæmar afleiðingar fyrir okkur að stofna öryggi fólks í augljósa hættu, þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur. Þetta er alveg sami hugsunarháttur og sá sem einkennir siðblindingjann, glæpamanninn og harðstjórann: Ef ég kemst upp með það, þá má ég það; þjáningar annarra koma mér ekki við. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í Venesúela ríkir nú óöld sem jaðrar við borgarastyrjöld. Á hálfum mánuði hafa meira en 1.300 mótmælendur verið hnepptir í varðhald, þar á meðal á annað hundrað unglinga. Í það minnsta 24 hafa verið drepnir. (Sjá t.d. hér.) Þann 28. júlí fóru fram forsetakosningar í Venesúela. Niðurstaða þeirra varð sú að harðstjórinn Nicolás Maduro hangir enn á völdum. Allt bendir þó til þess að niðurstöður kosninganna séu falsaðar og hefur m.a. ríkisstjórn Bandaríkjanna gefið það út að yfirgnæfandi sannanir séu fyrir því að raunverulegur sigurvegari kosninganna sé Edmundo González. Ástandið í Venesúela Viðbrögð almennings við fölsuðum niðurstöðum kosninga hafa að vonum verið hörð, enda er þjóðin langþreytt á ástandinu sem einkennist af spillingu, skoðanakúgun og mannréttindabrotum. Enginn, sem ekki er á mála hjá stjórnvöldum, nýtur verndar gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem viðgengst í skjóli yfirvalda og oft með þátttöku þeirra. Pólitískir andstæðingar stjórnvalda eru ofsóttir og fólk sem aldrei hefur skipt sér af stjórnmálum er heldur ekki óhult því glæpagengi krefjast hárra „verndartolla“ sem fylgt er eftir með morðhótunum, umsátri, líkamsárásum og mannránum. Innviðir eru í molum og atgervisflóttinn úr landinu á undanförnum árum hefur verið slíkur að almennir borgarar eiga ekki kost á fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, jafnvel þótt fólk gæti greitt fyrir hana Í kjölfar kosninganna hafa ýmsar alþjóðastofnanir og mannréttindasamtök lýst þungum áhyggjum af ástandinu í Venesúela. Slæmt var ástandið fyrir en nú er svo komið að mótmælendur geta reiknað með því að vegabréf þeirra séu felld úr gildi og þar sem bardagar geisa á götum úti er fólk beinlínis í líkamlegri hættu. Engin von er á lýðræðisumbótum á meðan Maduro er við völd í landinu. Afstaða íslenskra yfirvalda Allt þetta vita íslensk stjórnvöld en það hefur ekki haggað þeirri afstöðu þeirra að senda sem flesta hælisleitendur úr landi. Og ekki nóg með að Útlendingastofnun reki þá ómannúðlegu stefnu, heldur hefur formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis lýst því yfir að hún treysti mati útlendingayfirvalda á stöðunni. En vandamálið er ekki mat útlendingayfirvalda á ástandinu í Venesúela. Það mat er bara yfirvarp. Það er ekki einn kjaftur starfandi hjá Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála, sem er nógu heimskur til að trúa því í raun og veru að það sé forsvaranlegt að senda fólk til Venesúela. Meint mat útlendingayfirvalda á ástandi mannréttinda í Venesúela er bara lygi. Hin raunverulega ástæða fyrir því að við erum enn að senda fólk til Venesúela er mat útlendingayfirvalda á manngildi þeirra sem leita hér hælis. Útlendingayfirvöld trúa því ekki að fólki frá Venesúela sé óhætt að snúa aftur heim. Þau álíta hinsvegar að það sé allt í lagi að fólk frá Venesúela búi við ofbeldi og kúgun. Að fólk sem býr við mannréttindabrot sé á einhvern hátt ómerkilegra fólk en Íslendingar. Að okkur komi það ekki við þótt annað fólk sé ofsótt. Að fyrst hælisleitendur hafi ekki efni á því að leita réttar síns þá sé ekkert að því að senda þá í klærnar á ógnarstjórn. Íslensk yfirvöld meta það svo að fyrst það hafi engar slæmar afleiðingar fyrir okkur að stofna öryggi fólks í augljósa hættu, þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur. Þetta er alveg sami hugsunarháttur og sá sem einkennir siðblindingjann, glæpamanninn og harðstjórann: Ef ég kemst upp með það, þá má ég það; þjáningar annarra koma mér ekki við. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar