Ég má það fyrst ég kemst upp með það Eva Hauksdóttir skrifar 14. ágúst 2024 13:30 Í Venesúela ríkir nú óöld sem jaðrar við borgarastyrjöld. Á hálfum mánuði hafa meira en 1.300 mótmælendur verið hnepptir í varðhald, þar á meðal á annað hundrað unglinga. Í það minnsta 24 hafa verið drepnir. (Sjá t.d. hér.) Þann 28. júlí fóru fram forsetakosningar í Venesúela. Niðurstaða þeirra varð sú að harðstjórinn Nicolás Maduro hangir enn á völdum. Allt bendir þó til þess að niðurstöður kosninganna séu falsaðar og hefur m.a. ríkisstjórn Bandaríkjanna gefið það út að yfirgnæfandi sannanir séu fyrir því að raunverulegur sigurvegari kosninganna sé Edmundo González. Ástandið í Venesúela Viðbrögð almennings við fölsuðum niðurstöðum kosninga hafa að vonum verið hörð, enda er þjóðin langþreytt á ástandinu sem einkennist af spillingu, skoðanakúgun og mannréttindabrotum. Enginn, sem ekki er á mála hjá stjórnvöldum, nýtur verndar gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem viðgengst í skjóli yfirvalda og oft með þátttöku þeirra. Pólitískir andstæðingar stjórnvalda eru ofsóttir og fólk sem aldrei hefur skipt sér af stjórnmálum er heldur ekki óhult því glæpagengi krefjast hárra „verndartolla“ sem fylgt er eftir með morðhótunum, umsátri, líkamsárásum og mannránum. Innviðir eru í molum og atgervisflóttinn úr landinu á undanförnum árum hefur verið slíkur að almennir borgarar eiga ekki kost á fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, jafnvel þótt fólk gæti greitt fyrir hana Í kjölfar kosninganna hafa ýmsar alþjóðastofnanir og mannréttindasamtök lýst þungum áhyggjum af ástandinu í Venesúela. Slæmt var ástandið fyrir en nú er svo komið að mótmælendur geta reiknað með því að vegabréf þeirra séu felld úr gildi og þar sem bardagar geisa á götum úti er fólk beinlínis í líkamlegri hættu. Engin von er á lýðræðisumbótum á meðan Maduro er við völd í landinu. Afstaða íslenskra yfirvalda Allt þetta vita íslensk stjórnvöld en það hefur ekki haggað þeirri afstöðu þeirra að senda sem flesta hælisleitendur úr landi. Og ekki nóg með að Útlendingastofnun reki þá ómannúðlegu stefnu, heldur hefur formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis lýst því yfir að hún treysti mati útlendingayfirvalda á stöðunni. En vandamálið er ekki mat útlendingayfirvalda á ástandinu í Venesúela. Það mat er bara yfirvarp. Það er ekki einn kjaftur starfandi hjá Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála, sem er nógu heimskur til að trúa því í raun og veru að það sé forsvaranlegt að senda fólk til Venesúela. Meint mat útlendingayfirvalda á ástandi mannréttinda í Venesúela er bara lygi. Hin raunverulega ástæða fyrir því að við erum enn að senda fólk til Venesúela er mat útlendingayfirvalda á manngildi þeirra sem leita hér hælis. Útlendingayfirvöld trúa því ekki að fólki frá Venesúela sé óhætt að snúa aftur heim. Þau álíta hinsvegar að það sé allt í lagi að fólk frá Venesúela búi við ofbeldi og kúgun. Að fólk sem býr við mannréttindabrot sé á einhvern hátt ómerkilegra fólk en Íslendingar. Að okkur komi það ekki við þótt annað fólk sé ofsótt. Að fyrst hælisleitendur hafi ekki efni á því að leita réttar síns þá sé ekkert að því að senda þá í klærnar á ógnarstjórn. Íslensk yfirvöld meta það svo að fyrst það hafi engar slæmar afleiðingar fyrir okkur að stofna öryggi fólks í augljósa hættu, þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur. Þetta er alveg sami hugsunarháttur og sá sem einkennir siðblindingjann, glæpamanninn og harðstjórann: Ef ég kemst upp með það, þá má ég það; þjáningar annarra koma mér ekki við. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í Venesúela ríkir nú óöld sem jaðrar við borgarastyrjöld. Á hálfum mánuði hafa meira en 1.300 mótmælendur verið hnepptir í varðhald, þar á meðal á annað hundrað unglinga. Í það minnsta 24 hafa verið drepnir. (Sjá t.d. hér.) Þann 28. júlí fóru fram forsetakosningar í Venesúela. Niðurstaða þeirra varð sú að harðstjórinn Nicolás Maduro hangir enn á völdum. Allt bendir þó til þess að niðurstöður kosninganna séu falsaðar og hefur m.a. ríkisstjórn Bandaríkjanna gefið það út að yfirgnæfandi sannanir séu fyrir því að raunverulegur sigurvegari kosninganna sé Edmundo González. Ástandið í Venesúela Viðbrögð almennings við fölsuðum niðurstöðum kosninga hafa að vonum verið hörð, enda er þjóðin langþreytt á ástandinu sem einkennist af spillingu, skoðanakúgun og mannréttindabrotum. Enginn, sem ekki er á mála hjá stjórnvöldum, nýtur verndar gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem viðgengst í skjóli yfirvalda og oft með þátttöku þeirra. Pólitískir andstæðingar stjórnvalda eru ofsóttir og fólk sem aldrei hefur skipt sér af stjórnmálum er heldur ekki óhult því glæpagengi krefjast hárra „verndartolla“ sem fylgt er eftir með morðhótunum, umsátri, líkamsárásum og mannránum. Innviðir eru í molum og atgervisflóttinn úr landinu á undanförnum árum hefur verið slíkur að almennir borgarar eiga ekki kost á fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, jafnvel þótt fólk gæti greitt fyrir hana Í kjölfar kosninganna hafa ýmsar alþjóðastofnanir og mannréttindasamtök lýst þungum áhyggjum af ástandinu í Venesúela. Slæmt var ástandið fyrir en nú er svo komið að mótmælendur geta reiknað með því að vegabréf þeirra séu felld úr gildi og þar sem bardagar geisa á götum úti er fólk beinlínis í líkamlegri hættu. Engin von er á lýðræðisumbótum á meðan Maduro er við völd í landinu. Afstaða íslenskra yfirvalda Allt þetta vita íslensk stjórnvöld en það hefur ekki haggað þeirri afstöðu þeirra að senda sem flesta hælisleitendur úr landi. Og ekki nóg með að Útlendingastofnun reki þá ómannúðlegu stefnu, heldur hefur formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis lýst því yfir að hún treysti mati útlendingayfirvalda á stöðunni. En vandamálið er ekki mat útlendingayfirvalda á ástandinu í Venesúela. Það mat er bara yfirvarp. Það er ekki einn kjaftur starfandi hjá Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála, sem er nógu heimskur til að trúa því í raun og veru að það sé forsvaranlegt að senda fólk til Venesúela. Meint mat útlendingayfirvalda á ástandi mannréttinda í Venesúela er bara lygi. Hin raunverulega ástæða fyrir því að við erum enn að senda fólk til Venesúela er mat útlendingayfirvalda á manngildi þeirra sem leita hér hælis. Útlendingayfirvöld trúa því ekki að fólki frá Venesúela sé óhætt að snúa aftur heim. Þau álíta hinsvegar að það sé allt í lagi að fólk frá Venesúela búi við ofbeldi og kúgun. Að fólk sem býr við mannréttindabrot sé á einhvern hátt ómerkilegra fólk en Íslendingar. Að okkur komi það ekki við þótt annað fólk sé ofsótt. Að fyrst hælisleitendur hafi ekki efni á því að leita réttar síns þá sé ekkert að því að senda þá í klærnar á ógnarstjórn. Íslensk yfirvöld meta það svo að fyrst það hafi engar slæmar afleiðingar fyrir okkur að stofna öryggi fólks í augljósa hættu, þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur. Þetta er alveg sami hugsunarháttur og sá sem einkennir siðblindingjann, glæpamanninn og harðstjórann: Ef ég kemst upp með það, þá má ég það; þjáningar annarra koma mér ekki við. Höfundur er lögmaður.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun