„Nú tók ég skrefið í besta liðið á Íslandi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. ágúst 2024 08:00 Tarik Ibrahimagic kveður Vestra með söknuði en kveðst spenntur að spila fyrir Víking. víkingur Tarik Ibrahimagic er nýjasti leikmaður Íslandsmeistara Víkings. Hann fékk tilboð frá fleiri félögum en segist spenntur að spila fyrir besta lið á Íslandi. Tarik er frá Danmörku og gekk ungur að aldri til liðs við akademíu í Óðinsvé. Honum tókst hins vegar ekki að festa sig í sessi í aðalliði OB. Tarik og Aron Elís Þrándarson hafa endurnýjað kynni sín frá því þeir léku saman með OB. Fyrir tveimur árum fluttist hann því til Vestra, sem lék þá í Lengjudeildinni en Tarik spilaði stórt hlutverk í að koma liðinu upp í deild þeirra bestu. „Ég sakna leikmannanna. Þeir eru eins og stór fjölskylda og allir þekkja alla. Tíminn þar var mjög góður og ég á þeim margt að þakka. Þeir hjálpuðu mér mikið þegar ég kom frá Danmörku og í Lengjudeildina. Ég hjálpaði þeim að koma Vestra upp í Bestu deildina. Nú tók ég skrefið í besta liðið á Íslandi.“ Vissi að hann færi til Reykjavíkur en ekki hvert Velgengnin hér á landi setti mörg stórlið á eftir honum en á endanum urðu það Íslandsmeistarar Víkings sem klófestu Tarik og gerðu við hann tveggja ára samning. „Að mínu áliti spila þeir bestu boltann á Íslandi. Nú eru þeir að berjast til sigurs í deildinni og úrslitum í bikarnum. Allt hljómar þetta svo vel og ég vil verða hluti af því verkefni.“ Síðustu dagar einkenndust af mikilli ringulreið og það bætti enn frekar ofan á ruglinginn að fyrsti leikur Tarik fyrir Víking, var gegn hans gamla liði Vestra, en hann báðum fótum á jörðinni og þakkar kærustunni fyrir góðan stuðning. „Hún hjálpaði mér mikið og var fljót að pakka niður. Við höfðum pakkað niður að hluta nokkrum dögum áður því ég vissi tveimur dögum áður að ég færi til Reykjavíkur. Ég vissi samt ekki hvert en þegar samið hafði verið við Víking pökkuðum við restinni niður og settum í bílinn. Nú bý ég í bíl og hóteli.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Vestri Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Tarik er frá Danmörku og gekk ungur að aldri til liðs við akademíu í Óðinsvé. Honum tókst hins vegar ekki að festa sig í sessi í aðalliði OB. Tarik og Aron Elís Þrándarson hafa endurnýjað kynni sín frá því þeir léku saman með OB. Fyrir tveimur árum fluttist hann því til Vestra, sem lék þá í Lengjudeildinni en Tarik spilaði stórt hlutverk í að koma liðinu upp í deild þeirra bestu. „Ég sakna leikmannanna. Þeir eru eins og stór fjölskylda og allir þekkja alla. Tíminn þar var mjög góður og ég á þeim margt að þakka. Þeir hjálpuðu mér mikið þegar ég kom frá Danmörku og í Lengjudeildina. Ég hjálpaði þeim að koma Vestra upp í Bestu deildina. Nú tók ég skrefið í besta liðið á Íslandi.“ Vissi að hann færi til Reykjavíkur en ekki hvert Velgengnin hér á landi setti mörg stórlið á eftir honum en á endanum urðu það Íslandsmeistarar Víkings sem klófestu Tarik og gerðu við hann tveggja ára samning. „Að mínu áliti spila þeir bestu boltann á Íslandi. Nú eru þeir að berjast til sigurs í deildinni og úrslitum í bikarnum. Allt hljómar þetta svo vel og ég vil verða hluti af því verkefni.“ Síðustu dagar einkenndust af mikilli ringulreið og það bætti enn frekar ofan á ruglinginn að fyrsti leikur Tarik fyrir Víking, var gegn hans gamla liði Vestra, en hann báðum fótum á jörðinni og þakkar kærustunni fyrir góðan stuðning. „Hún hjálpaði mér mikið og var fljót að pakka niður. Við höfðum pakkað niður að hluta nokkrum dögum áður því ég vissi tveimur dögum áður að ég færi til Reykjavíkur. Ég vissi samt ekki hvert en þegar samið hafði verið við Víking pökkuðum við restinni niður og settum í bílinn. Nú bý ég í bíl og hóteli.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Vestri Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira