Tölum um mannvirkjarannsóknir Þórunn Sigurðardóttir skrifar 14. ágúst 2024 08:00 Hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) er allri umræðu um mannvirkjarannsóknir tekið fagnandi. Við búum við jarðhræringar og mikinn veðurofsa. Því verjum við mestum hluta lífs okkar innandyra. Híbýli okkar þurfa af þeim sökum að vera örugg og standast það álag sem á þau verka. Á síðustu þremur árum höfum við hjá HMS sóst eftir því að efla mannvirkjarannsóknir í samvinnu við alla helstu hagaðila á byggingarmarkaði, meðal annars með stofnun rannsóknasjóðs og útgáfu vegvísis, auk þess sem við hófum vinnu við endurskoðun byggingarreglugerðar. Rannsóknasjóður og Rb-blöð eftir lokun Nýsköpunarmiðstöðvar Fyrir þremur árum var Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður og þar með talin Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (Rb). Verkefnin sem þar voru unnin voru færð á aðra staði. Leiðbeiningablöð Rb voru flutt til HMS og strax gerð gjaldfrjáls og öllum aðgengileg. Askur mannvirkjarannsóknasjóður var settur á fót í umsjón HMS, Tæknisetur var stofnað, ákveðnar mannvirkjarannsóknir fluttar til Háskólans í Reykjavík og loks var yfirlýstur vilji stjórnvalda að prófanir á byggingarvörum skyldu framkvæmdar á einkamarkaði í samræmi við alþjóðlegar gæðakröfur. Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis Þrátt fyrir framangreindar aðgerðir heyrðist ákall frá markaðnum um að efla þyrfti rannsóknir og bæta umgjörð mannvirkjarannsókna. Til að bregðast við því fór fram vinna hjá HMS við að greina stöðuna og meta hvort ástæða væri til að aðhafast enn frekar til að styðja við mannvirkjarannsóknir. Vinnan fólst m.a. í að meta stöðu og árangur aðgerðanna auk þess að eiga samtal við breiðan hóp hagaðila mannvirkjaiðnaðarins, hátt í sjötíu manns. Úr varð að lokum Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis sem gefinn var út í mars síðast liðnum. Heildstæð vegferð Samtal ólíkra hagaðila mannvirkjageirans er mikilvægt ef draga á úr byggingargöllum og bæta mannvirkjagerð til framtíðar. Rannsóknir eru til að mynda óþarfar ef notkun þeirra er ekki tryggð í praxís. Í umræddum vegvísi er að finna sextán aðgerðir sem bæði stuðla með beinum hætti að bættri mannvirkjagerð ásamt því að varða veginn að framtíðarskipan rannsóknaumhverfis málaflokksins. Vegvísirinn skiptist í þrjá hluta: Rannsóknavettvangur. Sex aðgerðir sem snúast m.a. að því að meta rannsóknaþörf, leggja fram rannsóknastefnu, kortleggja tækjabúnað og greina fjármögnunarleiðir til að framkvæma rannsóknir. Miðlun og hagnýting mannvirkjarannsóknaniðurstaðna. Sex aðgerðir sem m.a. stuðla að því að einungis séu notaðar aðferðir sem byggja á rannsóknum og sýnt hefur verið fram á að virki. Prófanir á byggingarvörum og eftirlit með framleiðslustýringu. Fjórar aðgerðir sem stuðla að því að hægt verði að staðfesta eiginleika byggingarvara með áreiðanlegum hætti, bæði nýjar og vörur til endurnotkunar. Með sýnilegri og heildstæðri vegferð er hagaðilum mannvirkjarannsókna gert kleift að fylgjast með framgangi mála og ekki síst taka þátt í aðgerðunum. Engin stofnun mun ein og sér tryggja bætta mannvirkjagerð. Öll virðiskeðja mannvirkjageirans þarf að taka þátt; fagaðilar, vísindasamfélag, menntakerfi og fleiri. Eftirliti er ábótavant Bent hefur verið á að eftirliti í mannvirkjaiðnaði sé ábótavant. Við hjá HMS tökum undir það og umræða um byggingargalla og neytendur sem sitja uppi með stórtjón fer ekki fram hjá okkur. Er þetta helsta ástæða þess að hafin var vinna við endurskoðun byggingarreglugerðar. Meðal annars er litið til nágranna okkar í Danmörku en þeim hefur tekist vel til við þessi atriði með sérstakri byggingagallatryggingu. Sú trygging er lögbundin fyrir ný íbúðarhúsnæði í einkaeigu. Rétt er að benda á að til að hægt sé að framkvæma eftirlit þurfa menn að vera sammála um hvernig framkvæmdum verkþátta skuli háttað. Rannsóknir eru því undirstaða fyrir því að eftirlit geti átt sér stað. Samvinna skiptir mestu máli Til að tryggja framkvæmd þeirra aðgerða sem settar eru fram í Vegvísi að mótun rannsóknaumhverfis í mannvirkjagerð var stofnuð verkefnastjórn sem stuðlar að framgangi verkefnisins. Í verkefnastjórn sitja fulltrúar frá HMS, innviðaráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti og Samtökum iðnaðarins. Það er einlæg von bæði okkar hjá HMS og aðila verkefnastjórnar að hagaðilar mannvirkjageirans kynni sér vegvísinn vel og leggi sitt af mörkum við að framkvæma aðgerðirnar mannvirkjagerð á Íslandi til bóta. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) er allri umræðu um mannvirkjarannsóknir tekið fagnandi. Við búum við jarðhræringar og mikinn veðurofsa. Því verjum við mestum hluta lífs okkar innandyra. Híbýli okkar þurfa af þeim sökum að vera örugg og standast það álag sem á þau verka. Á síðustu þremur árum höfum við hjá HMS sóst eftir því að efla mannvirkjarannsóknir í samvinnu við alla helstu hagaðila á byggingarmarkaði, meðal annars með stofnun rannsóknasjóðs og útgáfu vegvísis, auk þess sem við hófum vinnu við endurskoðun byggingarreglugerðar. Rannsóknasjóður og Rb-blöð eftir lokun Nýsköpunarmiðstöðvar Fyrir þremur árum var Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður og þar með talin Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (Rb). Verkefnin sem þar voru unnin voru færð á aðra staði. Leiðbeiningablöð Rb voru flutt til HMS og strax gerð gjaldfrjáls og öllum aðgengileg. Askur mannvirkjarannsóknasjóður var settur á fót í umsjón HMS, Tæknisetur var stofnað, ákveðnar mannvirkjarannsóknir fluttar til Háskólans í Reykjavík og loks var yfirlýstur vilji stjórnvalda að prófanir á byggingarvörum skyldu framkvæmdar á einkamarkaði í samræmi við alþjóðlegar gæðakröfur. Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis Þrátt fyrir framangreindar aðgerðir heyrðist ákall frá markaðnum um að efla þyrfti rannsóknir og bæta umgjörð mannvirkjarannsókna. Til að bregðast við því fór fram vinna hjá HMS við að greina stöðuna og meta hvort ástæða væri til að aðhafast enn frekar til að styðja við mannvirkjarannsóknir. Vinnan fólst m.a. í að meta stöðu og árangur aðgerðanna auk þess að eiga samtal við breiðan hóp hagaðila mannvirkjaiðnaðarins, hátt í sjötíu manns. Úr varð að lokum Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis sem gefinn var út í mars síðast liðnum. Heildstæð vegferð Samtal ólíkra hagaðila mannvirkjageirans er mikilvægt ef draga á úr byggingargöllum og bæta mannvirkjagerð til framtíðar. Rannsóknir eru til að mynda óþarfar ef notkun þeirra er ekki tryggð í praxís. Í umræddum vegvísi er að finna sextán aðgerðir sem bæði stuðla með beinum hætti að bættri mannvirkjagerð ásamt því að varða veginn að framtíðarskipan rannsóknaumhverfis málaflokksins. Vegvísirinn skiptist í þrjá hluta: Rannsóknavettvangur. Sex aðgerðir sem snúast m.a. að því að meta rannsóknaþörf, leggja fram rannsóknastefnu, kortleggja tækjabúnað og greina fjármögnunarleiðir til að framkvæma rannsóknir. Miðlun og hagnýting mannvirkjarannsóknaniðurstaðna. Sex aðgerðir sem m.a. stuðla að því að einungis séu notaðar aðferðir sem byggja á rannsóknum og sýnt hefur verið fram á að virki. Prófanir á byggingarvörum og eftirlit með framleiðslustýringu. Fjórar aðgerðir sem stuðla að því að hægt verði að staðfesta eiginleika byggingarvara með áreiðanlegum hætti, bæði nýjar og vörur til endurnotkunar. Með sýnilegri og heildstæðri vegferð er hagaðilum mannvirkjarannsókna gert kleift að fylgjast með framgangi mála og ekki síst taka þátt í aðgerðunum. Engin stofnun mun ein og sér tryggja bætta mannvirkjagerð. Öll virðiskeðja mannvirkjageirans þarf að taka þátt; fagaðilar, vísindasamfélag, menntakerfi og fleiri. Eftirliti er ábótavant Bent hefur verið á að eftirliti í mannvirkjaiðnaði sé ábótavant. Við hjá HMS tökum undir það og umræða um byggingargalla og neytendur sem sitja uppi með stórtjón fer ekki fram hjá okkur. Er þetta helsta ástæða þess að hafin var vinna við endurskoðun byggingarreglugerðar. Meðal annars er litið til nágranna okkar í Danmörku en þeim hefur tekist vel til við þessi atriði með sérstakri byggingagallatryggingu. Sú trygging er lögbundin fyrir ný íbúðarhúsnæði í einkaeigu. Rétt er að benda á að til að hægt sé að framkvæma eftirlit þurfa menn að vera sammála um hvernig framkvæmdum verkþátta skuli háttað. Rannsóknir eru því undirstaða fyrir því að eftirlit geti átt sér stað. Samvinna skiptir mestu máli Til að tryggja framkvæmd þeirra aðgerða sem settar eru fram í Vegvísi að mótun rannsóknaumhverfis í mannvirkjagerð var stofnuð verkefnastjórn sem stuðlar að framgangi verkefnisins. Í verkefnastjórn sitja fulltrúar frá HMS, innviðaráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti og Samtökum iðnaðarins. Það er einlæg von bæði okkar hjá HMS og aðila verkefnastjórnar að hagaðilar mannvirkjageirans kynni sér vegvísinn vel og leggi sitt af mörkum við að framkvæma aðgerðirnar mannvirkjagerð á Íslandi til bóta. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun